Sjón er sögu ríkari --Eđa hvađ?

                     Hitler

Adolf Hitler kenndi yfirburđi hins há ljóshćrđa og
bláeygđa manns. Sjálfur var hann lítill, dökkhćrđur
og brúneygđur. Engu ađ síđur féll gjörvöll Ţýska ţjóđin
fyrir áróđrinum um ágćti aríans og kćrđi sig kollótta um
ţótt sjálfur áróđursmeistarinn vćri fjarri ţví ađ vera
lifandi tákngerfingur hins fullkomna manns.

                    Jesús

Já, ţessir ţjóđverjar, hugsuđum viđ í forundran. Hvernig
mátti ţetta eiginlega verđa? En erum viđ nokkru betri?
Tökum dćmi sem stendur okkur nćr.
Viđ velkjumst ekki í nokkrum vafa um ađ frelsari vor,
Jesú Kristur var á hérvistardögum sínum beinvaxinn
mađur, ljós á hörund, ljóshćrđur og međ himinblá augu.
Viđ erum líka sammála um ađ hann hafi fćđst í Betlehem.
En sjá;
Betlehemsbúar dagsins í dag minna lítiđ á ţann hvíta mann
sem viđ ímyndum okkur ađ Jesú Kristur hafi veriđ, ţeir eru
ţvert á móti smávaxnir, dökkir yfirlitum og dökkeygđir.
Hvađ hefur eiginlega komiđ fyrir íbúa ţessa litla bćjar -- eđa
hefur frelsarinn sjálfur tekiđ stökkbreytingum á ţeim öldum
sem liđnar eru frá dauđa hans?
Til ađ kóróna ímynd okkar ţá segir Jesaja spámađur um hinn
vćntanlega Messías:
,,Hann er hvorki fagur né glćsilegur, svo ađ oss gćti á ađ líta,
  svo ađ oss fyndist til um hann. Hann var fyrirlitinn og vér
  mátum hann einskis;"
En fyrir ţví eru dćmi ađ jafnvel innblásnustu spámenn hitta
ekki alltaf naglann á höfuđiđ.

Ţetta er tekiđ úr bókinni Heimskipör og trúgirni.
Jón Hjaltason.

En hvađ ćtli Hitler hafi fundist um rauđhćrđa, ekki ađ ţađ skipti
máli ţví hann var náttúrlega geđveikur mađur.

 Má til ađ birta ykkur aftur ljóđiđ um rétt hérans.
 Ég elska Gustaf Fröding.
 hann var mikill snillingur í heimi ţeim sem menn

 töldu vera geđveiki.

Ţann rétt hver héri hefur,
ađ háma í sig kál í svanginn,
á međan maginn krefur,
- ţađ má hann litli anginn,
og liggja í leiđslu vćrri,
sé lágfóta ekki nćrri.

Og vilji vondur refur
sér veiđa héra í sođiđ,
ţann rétt ţá héri hefur
-og honum er ţađ bođiđ-
ađ hlaupa á harđasprett, til
ađ hćttu hann undan beri,
-en ađ heita annađ en héri
á hérinn engan rétt til.


          Gústaf Fröding.

Ţađ er nú máliđ, viđ erum óttalegir hérar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríđur B Svavarsdóttir

Kćrleikur til ţín ljúfan mín.

Sigríđur B Svavarsdóttir, 21.6.2009 kl. 11:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.