Hvenær kemur næsta hindrun.
23.6.2009 | 12:10
Tel að hindranir séu bara á færiböndum svona úr öllum
áttum, hvenær kemur sú næsta og svo næsta?
verður nokkuð hægt með einhverju viti að koma á
stöðuleikasáttmála?
Held að menn séu bara ekki að ráða við þetta.
Fundað verður í allan dag á öllum vígstöðum, en ekki talið
tímabært að segja hvort samkomulag náist í dag.
Þetta segir í fréttinni:
,,Í gærkvöldi fengum við til dæmis nýjar upplýsingar um ríkisfjármálin sem komu okkur kannski svolítið á óvart. Þær settu upp nýjar hindranir á veginn sem við þurfum að vinna í að yfirstíga," segir Vilhjálmur. Hann segir að í gærkvöldi hafi verið búið að komast yfir flestar hindranir þess að samkomulagið næðist en þá hafi þessar komið upp. Því sé ekki hægt að segja fyrir um hvort samkomulag náist í dag eða ekki.
Ég spyr, af hverju er aldrei bara hægt að koma með allt upp á
borðið, allir virðast vera að fela eitthvað fyrir hinum.
![]() |
Nýjar hindranir á veginum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.