Til hamingju unga stúlka.

 470077fjolthrautarstelpan.jpg

 Þetta er óneitanlega svekkelsi í himnaríki"

Sjöþrautarstúlkan Helga Margrét Þorsteinsdóttir er án efa „heitasta" íþróttakona landsins um þessar mundir. Hún varð Norðurlandameistari í fjölþraut fyrr í mánuðinum er hún setti Íslandsmet í sjöþraut. Í gær bætti hún enn Íslandsmetið sitt á móti í Tékklandi, um heil 157 stig, og er nú efst á heimslista unglinga en aðeins vantaði 22 stig uppá að hún næði lágmarkinu á heimsmeistaramót fullorðinna.

Helga, sem er aðeins 17 ára, sagði sigurtilfinninguna vera súrsæta. „Já, þetta er svolítið öfugsnúin og súrsæt tilfinning. Ég var að bæta mig mikið og allt var að ganga upp, en síðan eru það þessi 22 stig sem vantaði upp á sem hanga yfir manni. En þau koma bara seinna, ég er alveg sátt við mitt. En þetta er óneitanlega svolítið svekkelsi í himnaríki. En vonandi er þetta ekki búið spil, ég tel mig nú eiga eitthvað inni ennþá," sagði Helga Margrét í gær, er hún beið þess að vera kölluð upp í verðlaunaafhendingu en gaf sér þó tíma fyrir

Þú ert glæsileg stúlka og átt framtíðina fyrir þér í heimi
íþróttana, þú verður ekki lengi að ná þessum 22 stigum.
Vegni þér ætíð sem best og ég hlakka til að fá að horfa á
þig á mótum, það er ef það kemur í sjónvarpinu.


mbl.is „Þetta er óneitanlega svekkelsi í himnaríki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Svekkelsi"? Hvað er það?

hressi kallinn (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband