Kvöldsaga.

Vaknaði klukkan sex í morgun og fór þá bara á fætur snæddi
minn morgunmat, sem er hrökkbrauð og Pepsi Max síðan
les ég blaðið tek mín meðul og í tölvuna, ekki mjög holt, en
borða betur síðar um morguninn svona ef ég man.

Fór í bæinn, heim að borða þá var klukkan 11 og ég svo
syfjuð að steinsofnaði um leið og ég lagðist á minn yndislega
kodda vaknaði við gemsan, það var Dóra og var búin að fá tíma
hjá vakthafandi 15.40 fyrir þær, svo afi brunaði af stað og
sótti englana mína.

Málið er að það þurfti að taka neglurnar af stóru tám á
föstudaginn, allt í lagi með það, en það vall stórum frá þessu
svo skoðun var nauðsynleg, þær fengu sýkladrepandi krem og
eiga að koma aftur til læknis á fimmtudaginn, vonandi þurfa þær
ekki að fara á penesilín.

Við borðuðum síðan hjá Millu, æðislegan pastarétt sem heitir
uppfinning í hvert skipti, sem sagt allt sem er til í ísskápnum,
pulsur, kjúklingabringur, ostapylsur, allt hugsanlegt grænmeti,
kókósmjólk, ostur þessu hrært saman við spaghetti borið fram
með brauði. Hrikalega gott.
Afi er núna að aka þeim fram í Lauga.

Á morgun er Gísli að fara til læknis á Akureyri og ljósið mitt
hún Viktoría Ósk ætlar að koma með, við þurfum að fara á
Glerártorg til að dúllast og versla.
segi ykkur frá því annað kvöld.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað! Ekki segja mér að þær þurfi báðar að láta taka af sér nögl á stórutá á sama tíma???Eru þær svona rosalega samtaka.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 21:11

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veistu Jónína mín, þegar við komum með þær á föstudaginn og læknirinn sagði þeim að setjast saman upp á ambúlansinn tók fæturnar þeirra í sitt hvora hendina og horfði bara leit upp og sagði ég ætla að ná í hann Ásgeir, sem er yfirlæknir, hann kom og sagði senda þær bara suður á Landspítala til rannsóknar, þetta var náttúrlega djók, en sýkta svæðið var jafn stórt og rautt
og öndverðar tær, sem er með, afar líka tvíbura. þær urðu alltaf veikar samtímis það munaði kannski nokkrum klukkutímum, en þær eru ótrúlega líkar
maður stendur stundum á gati, skarpgáfaðar, með hjarta úr gulli, geta lekið sér við allan aldur og fara létt með að heilla gamla fólkið upp úr skónum,
sem sagt þær geta talað við allan aldur og það er ekkert mál, elska náttúruna, bækur, lærdóminn og tölvuna og allt sem í henni er.
Ég er ekkert að monta mig þetta er bara staðreynd.
Eru þeir ekki svona strákarnir þínir?
Kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2009 kl. 22:46

3 Smámynd: Anna Guðný

Á að taka einn kaffi á Taliu?

Anna Guðný , 29.6.2009 kl. 23:38

4 identicon

Ja hérna ég hefði sent þær hið snarasta í rannsókn ef ég hefði verið læknirinn. Ég er svo aldeilis hissa hvað þær eru samtaka í þessu. Já þær eru flottar stelpurnar það má nú segja.

Nei mínir strákar hafa ekki alveg verið svona samtaka en það var yfirleitt þannig að ef annar meiddi sig þá mátti búast við því að hinn gerði það líka en ekki endilega sama daginn það gátu liðið nokkrar vikur á milli. Síðan eru þeir báðir með erlendum konum og það er svo fyndið að þær eru báðar frá svipað suðlægum slóðum ef maður fer með línu á milli landanna Póllands og Þýskalands. Þeir eiga samt ekki alveg sömu kynin í barneignum og krakkarnir þeirra eru öll með sitthvoru sniðinu. Þau eiga samt tvo pabba svona til að byrja með því þau þekkja þá ekki í sundur fyrstu árin.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 23:48

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Guðný við verðum á Taliu um 11.30 Gísli á svo að mæta kl 14 svo við höfum góðan tíma fyrir kaffisopa, það væri gaman að sjá sem flesta.
Ég set þetta á facebook og svo verður þetta að ráðast eins og við vorum búnar að tala um.
Knús kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.6.2009 kl. 06:46

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gaman að pæla í þessu Jónína mín, það er nú bara gott að börnin eigi tvo pabba svona til að byrja með, en mig grunar nú að þau geti leitað jafnt til þeirra beggja alla tíð.
Það er þetta með konurnar, aldrei að vita, en það er víst ekki auðvelt að finna maka sem hafa skilning á þörfum tvíbura fyrir samveru hefur það oft valdið hjónaskilnaði er makinn getur ekki sætt sig við það samband sem er á milli tvíbura, vona að það verði ekki svoleiðis hjá mínum.

Ljós til þí ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.6.2009 kl. 06:57

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý mín þetta var nú svo að mamma þeirra gat ekki horft á þetta, hún vorkennir þeim svo mikið, amma gamla var með þeim er þetta var gert, en þetta er svo sem ekkert sárt lengur það bara grefur svo mikið, en bót vonandi þær fá núna á því. Þær fóru strax að vinna.

Knús kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.6.2009 kl. 07:00

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Svona naglavesen kannast ég við síðan ég var ung.  Vonandi gengur allt vel hjá þeim.  En fyndið að það sama gangi yfir þær báðar á sama tíma.

Ía Jóhannsdóttir, 30.6.2009 kl. 08:32

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ia mín þær eru afar líkar í öllu hafa alltaf orðið veikar nokkuð jafnt.
Já þetta lagast vonandi fljótt.
Ljós til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.6.2009 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband