Það byrjaði er ég var ung.
3.7.2009 | 07:17
Það var nefnilega þannig að ég litla drollan er alin upp
í snobbinu, þegar ég er 2 ára missti ég ömmu mína í
móðurætt og tóku þau mamma og pabbi við að hugsa um afa
og yngri bróðir mömmu.
Afi var minn afi, og auðvitað hélt ég að hann mundi alltaf vera
til staðar fyrir mig, en nei hann sem auðvitað var skiljanlegt
náði sér í konu flutti heim til hennar og Bingó ég var búin
að missa afa minn, mikil sorg.
Konan hans átti þrjú börn sem ekkert gátu að þessu gert
heldur, þau voru búin að minna pabba sinn, en mamma var
alltaf, (afbrýðisöm eins og Fan), að reyna að vera flott í augunum
á þessu nýja fólki og ævilega setti út á mitt útlit (ég var 6 ára er
þetta gerðist) og eftir því sem ég varð eldri talaði hún um að ég
væri svona og svona og ég ætti að vera eins og Heba sem var
dóttir konu afa og helmingi eldri en ég, en það var náttúrlega
mamma sem réði því hvernig ég var klædd.
Fljótlega um tvítugt byrjaði ég að bæta á mig spiki og ætíð var ég í
því hlutverki að reyna að vera flottari og minnimáttarkenndin alveg
að fara með mig.
Ég var bara flott stelpa og var meira að segja beðin um að taka þátt í
kroppasýningu sem kom sko ekki til greina, en ég var falleg stelpa og
þurfti ekkert að vera með vanlíðan út af útliti mínu.
Þetta sagði hún Klingenberg við mig í gær.
Ég var reyndar búin að vinna mig út úr þessu nokkuð vel, en punkturinn
með Hebu sálugu sem alltaf var mér góð fór út í gær, henti honum í ruslið
Hann átti heima þar.
En svona til gamans þá er mamma ennþá að reyna að stjórna í því hvernig ég er
en ég segi henni bara mína meiningu, hún skilur þetta allt er hún fer handan glærunnar.
Annars er ég góð mér líður æðislega vel og ætla
að eiga flottan dag í dag, og þegar ég segi svona
þá meina ég það svo innilega.
Kærleik til allra
Milla
Athugasemdir
Þú ert falleg kona og það sem meira er um vert, bæði að utan sem innan.
Njóttu dagsins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2009 kl. 08:11
Þú ert flott eins og þú ert,en ég fer nú eftir hjartalaginu ekki útliti,en þú hefur þetta bæði,spurðu bara Gísla,hahahahahahahahahah.Njótið þess bara hvað lífið getur verið yndislegt(og slæmt líka)en ef hugurinn og rómatíkin er í lagi og trúin þá hefst þetta allt í gleðinni og fallegu börnum og barnabörnum okkar það gefur lífinu tilgang,maður er ríkur að eiga svona góða fjölskyldu eins og ég og þú eigum,njóttu þess,og takk fyrir skemmtilega sögu. kær kveðja konungur þjóðveganna.
Jóhannes Guðnason, 3.7.2009 kl. 08:33
Ja hérna hér þú bara sópar út úr fylgsnunum kona. Gott hjá þér að sópa þessu gamla dóti út. Það er nú meira baráttan þetta alltaf með útlitið á farartækinu okkar. Það er eins og það skipti alltaf öllu máli. En þú ert bara flott stelpa og að koma þessu frá þér á prenti líka. Frábært hvað það var gaman hjá þér í gær, bara dansaður trylltur dans í kringum eld í tunnu. Hafðu það gott í dag Milla mín og njóttu veðurblíðunnar.
Kærleiksknús.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 08:57
Þú er bara flott Milla, ekki spillir innrætið heldur.
Rut Sumarliðadóttir, 3.7.2009 kl. 11:11
Takk elsku Jenný mín, þú ert líka falleg innan sem utan, enda erum við náskyldar
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2009 kl. 13:40
Jóhannes þú kemur orðum að því og þau eru svo rétt, við eigum afar gott bæði tvö, vonandi fæ ég að hitta ykkur einhvern tímann.
Kærleikskveðja til ykkar
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2009 kl. 13:44
Veistu Jónína mín að ég taldi mig vera búna að losa þetta út, en það var eins og eitthvað vantaði og hún kom með það hún Sigga.
Sko mér finnst þetta náttúrlega afar hálfvitalegt að haga sér svona við barnið sitt, en svona er bara hún elsku mamma mín. Það var svo gaman í gærkveldi loftið iðaði af straumum og allir tóku þátt.
Eigðu góðan dag sömuleiðis kæra vinkona.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2009 kl. 14:15
Takk elsku Rut mín og sömuleiðis
Kærleikskveðjur
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2009 kl. 14:15
Ég gerði smá usla !
egvania (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 14:26
Ekki trúi ég því nú þú sem ert svo mikill engill
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2009 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.