Þessi sjón fyllir mig gleði.

 503033athorfhildur.jpg

Eru þau ekki yndisleg, þau eru fyrir utan bókabúðina
við Silfurtorg.

.is // Innlent | Bæjarins besta | 3.7.2009 | 14:45

Með soninn í „kerru"

Undarleg sjón blasti við bæjarbúum í miðbæ Ísafjarðar í gær þegar 105 ára gömul móðir ýtti sextugum syni sínum um bæinn í „kerru". Þar voru á ferðinni elsti Íslendingurinn, Torfhildur Torfadóttir og Torfi Einarsson sonur hennar. Þetta kemur fram á fréttavefnum BB.

Það er svo sem ekkert undarlegt við það að sjá hana Torfhildi
labba um bæinn, í mörg ár var hún bara með göngugrindina
sína, en eins og sonur hennar hann Torfi segir þá sér hún orðið
illa og einnig gott að hafa hjólastólinn til að setjast í til hvíldar.

Þau voru að bregða á leik fyrir BB og er það ekki alveg frábært
hugsið ykkur hún þessi elska er 105 ára.

Í mörg ár horfði ég á þessa yndislegu konu koma labbandi með
göngugrindina sína niður Silfurgötuna, hún var að fara að
heimsækja hana Dísu bestu vinu sína sem bjó við hliðina á mér
í Sundstrætinu þær fengu sér kaffitár saman og svo labbaði
Torfhildur tilbaka og það var nokkur leið sem hún þurfti að fara.

Það eru forréttindi að hafa verið samferða þessum konum.

 Torfhildur hefur verið þekkt fyrir mikla hreysti þrátt fyrir háan aldur og var m.a. reglulegur þátttakandi í kvennahlaupi Sjóvár þar til nú í ár.

Hugsið ykkur hreystina og viljann að gefast ekki upp, halda sínu
striki og klára sín verk.
Það mættu allir taka hana og Dísu vinu hennar sér til fyrirmyndar
Þær og margar aðrar eru konurnar og ef einhver ætti að fá
stórriddarakrossinn þá eru það þessar konur.

Ég ber mikla virðingu fyrir konum þessa tíma, og ég vona að fólk
læri mikið af svona frétt því hún er stórkostleg.

Lærum að taka lífinu eins og það er og fylla það kærleik.


mbl.is Með soninn í „kerru“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fyllir mann af gleði.Kveðja Milla mín.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 10:06

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndislegt

Sigrún Jónsdóttir, 4.7.2009 kl. 10:22

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

alveg dásamlegt.

Rut Sumarliðadóttir, 4.7.2009 kl. 11:40

4 identicon

Já þau eru góð saman þarna feðginin.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 11:59

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er alveg dásamlegt,  og stórkostleg mynd,  góður húmor! Þakka þér fyrir þetta Milla.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.7.2009 kl. 12:33

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til ykkar allra fyrir innlitin og ég veit að þetta yljar ykkur öllum, og ég skal segja ykkur að það er alveg yndislegt mannlíf á Ísafirði

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.7.2009 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.