Kvöldsaga.

Þegar ég vaknaði um 7 leitið í morgun hafði ég sofið í 10
tíma en það er allt í lagi því ég var langþreytt og svo kemur
þetta fyrir okkur giktarræflana ekkert mál sko, bara svo gott
að hvíla sig svo er ég farin að geispa á fullu, en það á sér
skíringar.
Um hádegið fór ég í kynlega kvisti og lenti þar í skemmtilegu
spjalli við vini mína þar.
keypti mér síðan í N1 samloku franskar og gos ók með þetta
niður í það sem Húsvíkingar kalla Eyvíkurfjöru, en ég er ekki
viss um að hún heiti það, jæja stoppaði bílinn innan um
fuglasöng, villt blóm, mikið af Lúpínu og öðrum jurtum, kyrrðin
var áþreifanleg.
Ég andaði að mér ilminum af gróðrinum og kraftinum úr hafinu.

Geymdi að hafa með mér myndavél bæti bara úr því seinna.

Kvöldmatinn snæddum við hjá Millu og Ingimar, þau voru með
grillaðan kjúkling, mais, grjón með gljáðu smátt skornu grænmeti
út í og mexicana osti, sósa úr sýrðum, þetta var algjört æði.
Ábætirinn, pönnukökur með kanileplum steiktum á pönnu
rjóma og eða is inni í, kaffi.
Ofþreytan stafar af ofáti, svo einfalt er það.

Núna hrýtur Gísli minn í stofusófanum, ég á bloggi og facebook.

Var að fá mér nýtt mail í dag, ég er búin að breyta yfir í það
á síðunni minni.

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Góður dagur liðin sé ég hjá þér, þeir líða hratt þessa dagana.

Góða nótt ljúfust mín eigðu yndislega drauma undir hrotunum hans Gísla..:)

Sigríður B Svavarsdóttir, 4.7.2009 kl. 22:48

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Flottur dagur hjá þér og þínum, - sama hér hjá mér og mínum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.7.2009 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband