Kaffihús á morgunn.

Dagurinn í dag er búin að vera yndislegur, fórum í morgun
og keyptum okkur lambalæri  á grillið í bústaðnum, tvö st.
ekki veitir af þau koma nefnilega Fúsi minn, Solla og þeirra
þrjú sem eru Kamilla Sól, Viktor Máni og Sölvi Steinn, það
verður yndislegt að sjá þau og knúsa.

Keyptum einnig hreindýrahamborgara og nauta barna, þau
vilja nefnilega ekki hreindýra, og auðvitað var þetta keypt í
Viðbót sem er kjötvinnsla með verslun líka þú veist hvað þú
ert að fá fyrir peninginn er þú verslar þar,já við keyptum líka
pólskar grillpulsur til að hafa í kvöldmatinn og þær voru æði.
Með þeim hafði ég stappaðar kartöflur í smurosti, jalapelio
lauk og smá smjör, toppurinn.

En þegar við vorum á leiðinni heim úr kjötleiðangrinum hringdi
síminn og það var hann Kjartan facebook vinur minn og Regína
kona hans, sem einnig er vinkona mín á facebook, þau voru
á leiðinni til okkar í heimsókn, en þau eru í bústað hér rétt hjá.
Með þeim voru barnabörn, tvíburar, Emma og Oliver, þetta var

bara yndisleg heimsókn og áður en við vissum af var klukkan orðin
5 þau áttu eftir að versla og svo þurfa 3 ára krútt að fara að sofa
á skikkanlegum tíma.
Takk fyrir komuna kæru vinir

Á morgun erum við að skreppa á Eyrina, Dóra kemur með okkur
förum á kaffi Taliu sem er á Glerártorgi, vona ég að sem flestir
af okkar bloggvinum geti mætt, verðum þar frá 11 til 13.30

100_8616.jpg

tók þessa mynd í morgunn, skógarþrösturinn situr á
loftnetsstönginni með orm í munninum eða get ekki betur séð.
þeir eru hér út um allt, yndislegt.


Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú hefur það greinilega gott þessa dagana sem er vitanlega hið besta mál.

Helga Magnúsdóttir, 6.7.2009 kl. 19:58

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Helga mín, og eiginlega hef ég það ætíð gott.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.7.2009 kl. 20:11

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Bloggvinir norðan heiða virðast duglegri en við hér fyrir sunnan að hittast!

Knús og krams.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.7.2009 kl. 21:14

4 identicon

Það á bara að vera veisla á bænum. Gaman að skógarþrestinum þessa daga hann þykist bara eiga heiminn. Ég má ekki koma inn í garðinn minn án þess að biðja um leyfi til þess að fá að sitja í einu horninu. Það er eini staðurinn sem ég fæ að vera í friði án þess að fá árásarþotuliðið yfir mig. 

Góða nótt og sofðu rótt.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 23:26

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við erum mjög dugleg að hittast, eins og þetta með kaffihús núna er bara auka hittingur, við ákváðum að ef einhver væri í bænum að segja frá því og þá gætu þeir komið sem gætu svo eru börnin einnig tekin með ef þau vilja og þau vilja það sko alveg, þetta er bara skemmtilegt mannlíf.
Kærleik til þín Jóhanna mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.7.2009 kl. 06:51

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já þeir eru frekir skógarþrestirnir, en svo er Lóan kemur þá fara þeir því hún á sko garðinn sem er afar auðugur að möðkum, en þú færð þó að vera á einum stað í garðinum, munur það,veizla á sko að verða í sumarbústaðnum á laugardaginn og ég hlakka svo til.
Kærleik til þín Jónína mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.7.2009 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.