Morgunskot

Jæja þið ættuð bara að sjá mig núna, sit hér eins og
assa með lit í hárinu, búin að lita á mér augnabrúnir
síðan þarf ég að láta klippa mig hvernig sem það fer
Það var nefnilega engin tími laus í margar vikur á
stofunni, en hugsið ykkur hvað það er brjálað að gera
Það er sko engin kreppa á Húsavík.

Er að bíða eftir að liturinn klári að virka þá fer ég í sturtu
puttarnir allir svartir, það kom nefnilega gat á hanskana
og litla ég vissi það ekki, er sko vön að geta treyst á
hlutina, enda á maður að geta það.

Það er yndislegt veður í dag, hlakka svo sem ekki til að fara
í þessum hita á bíl á Eyrina, það verður gott er ég get sest
niður á kaffihúsinu.

Svo þarf ég víst eitthvað að versla eins og nærföt og boli
og bara það sem mig langar í.

Knús í krús á alla línuna
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Allt þetta og klukkan er aðeins sjö hjá þér Vá............

Ía Jóhannsdóttir, 7.7.2009 kl. 08:13

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Njóttu dagsins Milla mín

30BEDA55-B2D0-6370-817A-081F7BF5D664
1.02.28

Hólmdís Hjartardóttir, 7.7.2009 kl. 10:06

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 12:29

4 identicon

Mín hefur sko ætlað að vera fín á kaffihúsinu æ, elsku Milla mín þú ert alltaf svo fín.

Ég þarf víst líka í klippingu er nú búin að segja minni klippikonu að hún eigi að hringja þegar tími er á klippingu.

Tannlæknirinn minn hringir alltaf og þá ætti hún að geta það líka.

Kærleiks kveðja Ásgerður.

Ásgerður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 19:26

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur mínar ég nýt alltaf lífsins, og Ía mín ég fer alltaf snemma á fætur það er svo gott, morguninn er bestur.

Knús Hólmdís og Birna Dís.

Vallý varst þú að vakna þarna klukkan 17.39 hahaha

Það finnst mér eiginlega líka Ásgerður mín.

Kærleik til ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.7.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband