Var í svona óskaleik í gær.
27.7.2009 | 19:48
Nefnilega, í óskaleik með barnabarninu það átti að kasta tening og ef maður lenti á vissum reit mátti óska sér, nú við að sjálfsögðu héldum áfram þar til allar óskirnar voru komnar í garðinn okkar, ekki vantaði græðgina, en þetta voru svona pappaóskir og svo mátti skipta og færa til um reiti.
Ég hugsaði að míó míó hlyti að vera orðin útlærð í peningaklækjunum og fór að hugsa hvar ætti nú helst að bera niður, en komst að því að það er ekkert eftir fyrir svona hægfara bjána eins og mig, enda allt í lagi því mér er alveg sama ef í harðbaka slær þá hættir maður bara að borga. Annars er það háttur sem meðaljónar eins og ég iðka ekki.
Vorum að borða afganga sem ég átti í frysti, hakk og spa, parmesan og brauð með, æði.
Dóra og stelpurnar ásamt gestum sem eru hjá okkur frá Ísafirði fóru heim til Dóru í gær eftir skemmtilega helgi hjá okkur, þær fóru allar á Eyrina í dag ætluðu út að borða og í bíó að sjá myndina karlmenn sem hata konur, veit að það er fjör hjá þeim því þær kunna sko að hafa það hyggeligt þessar stelpur allar.
Úti er grenjandi rigning og rok, veit ekki hvers við eigum að gjalda ræflarnir hér á Húsavíkinni, en þetta er sko í lagi því við erum búin að taka allt í gegn í dag, þvo þvotta þurrka og ganga frá, taka niður allt bleikt, þurrka af og pússa, moppa og þvo gólf ekki nóg með það við tengdum nýja tölvuskjáinn, sko svona flatskjár, svartur og flottur, en treystum okkur ekki til að setja upp skannann sem við vorum að kaupa hann er nefnilega of flókinn fyrir svona gamlingja eins og við erum, meina það sko, auðvitað erum við ekki gömul bara nennum ekki að setja hann upp.
Verð nú að fara að hætta þessu þrugli.
Góða nótt elskurnar mínar
Milla
Ég hugsaði að míó míó hlyti að vera orðin útlærð í peningaklækjunum og fór að hugsa hvar ætti nú helst að bera niður, en komst að því að það er ekkert eftir fyrir svona hægfara bjána eins og mig, enda allt í lagi því mér er alveg sama ef í harðbaka slær þá hættir maður bara að borga. Annars er það háttur sem meðaljónar eins og ég iðka ekki.
Vorum að borða afganga sem ég átti í frysti, hakk og spa, parmesan og brauð með, æði.
Dóra og stelpurnar ásamt gestum sem eru hjá okkur frá Ísafirði fóru heim til Dóru í gær eftir skemmtilega helgi hjá okkur, þær fóru allar á Eyrina í dag ætluðu út að borða og í bíó að sjá myndina karlmenn sem hata konur, veit að það er fjör hjá þeim því þær kunna sko að hafa það hyggeligt þessar stelpur allar.
Úti er grenjandi rigning og rok, veit ekki hvers við eigum að gjalda ræflarnir hér á Húsavíkinni, en þetta er sko í lagi því við erum búin að taka allt í gegn í dag, þvo þvotta þurrka og ganga frá, taka niður allt bleikt, þurrka af og pússa, moppa og þvo gólf ekki nóg með það við tengdum nýja tölvuskjáinn, sko svona flatskjár, svartur og flottur, en treystum okkur ekki til að setja upp skannann sem við vorum að kaupa hann er nefnilega of flókinn fyrir svona gamlingja eins og við erum, meina það sko, auðvitað erum við ekki gömul bara nennum ekki að setja hann upp.
Verð nú að fara að hætta þessu þrugli.
Góða nótt elskurnar mínar
Milla
Athugasemdir
Vona að þú fáir hjálp við skannann, annars er ég viss um a þú gætir þetta ef þú nenntir :):) rigningin og rokið fer aftur vertu viss, sólin skýn alltaf aftur því betur. kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2009 kl. 19:57
Uss Ásdís mín mér vex þetta bara í augum því það eru svo margir fídusar með þessu tæki sem ég keypti, en Milla mín reddar þessu fyrir mig.
Já eitt vitum við með vissu að sólin kemur alltaf aftur.
Knús á þig
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.7.2009 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.