Loftrýmisgæsla?

Varnarmálastofnun Til hvers er hún eiginlega og hverju þjónar hún? Ég var svo græn að halda að í allri þessari tækni sem við búum yfir væri hægt að fylgjast með loftrýminu á annan hátt, og svo er ein stór spurning sem brennur á mér, asnanum, hvað halda þeir að þeir fyrir finni, óvinavélar eða geimverur?

Össur Skarphéðinsson segir í viðtali í mbl í morgun að þeir hefðu alltaf staðið í þeirri trú að
Bandaríkjamenn myndu vernda okkur en þegar þeir fóru héðan árið 2006 þurftum við virkilega að leita að öðrum hópi þjóða til að tilheyra.Hann var nú trúlega ekki að tala um varnarlega séð, eða hvað?
Óneitanlega sérkennilega til orða tekið þar sem ég, asninn, taldi okkur vera sjálfstæða þjóð, sem er náttúrlega regin misskilningur.

Varnarmálastofnun
Sjáið hvað þetta eru hrikalegar kofabyggingar, get ekki að því gert að ég fyllist biðbjóði er augum lít svona lagað. 150 manna her er að koma til landsins með 15 orrustuvélar, það sem fæst út úr þessu er hávaðamengun, en kannski ráðamenn þjóðarinnar haldi að þeir fái einhverja fjöður í hattinn, eða hvað veit ég þessi staði asni sem eigi skilur neitt.

Ég vil taka það fram að ég hef ekkert á móti þeim mönnum/konum sem koma hingað, er bara á móti þessari herstöð og hef alltaf verið.


mbl.is Loftrýmisgæsla að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er búin að fá svo mikið ógeð á samfylkingunni að það hálfa væri nóg.  Það er sagt að sé í gildi ennþá varnarsamningur milli Bandaríkjanna og Íslands.  Þetta er enn ein fléttan til að plata okkur inn í sambandið.  Þeir skirrast ekki við  að ljúga okkur full.   Burt með þetta lið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2009 kl. 09:22

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Allar götur hefur verið logið að okkur Ásthildur mín og tími til komin að stoppa þetta rugl.
Knús til ykkar elskan
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.7.2009 kl. 09:32

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 28.7.2009 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband