Höfundur
Tenglar
mbl.is
- Myndasíða Millu
- Pullip Myndasíða Sigrúnar og Guðrúnar
- http://123.is/641 Frábær síða gerð af bónda einum í Reykjadal.
- http://vf.is/ Suðurnesjablað
- http://245.is/ Sandgerðis fréttir
vinur
Hver kaupir svona mat?
28.7.2009 | 22:43
Allavega ekki ég, bý þær til sjálf eða kaupi hreindýrakjötbollur hjá kjötvinnslunni Viðbót hér á Húsavík
það ætti engin að leggja sér til munns svona unnin mat.
Ég er nú ekkert að setja út á Ora sem slíkt, þeir eru flottir, en niðursoðnar kjöt og eða fiskbollur það er bara ekki málið, allavega ekki hjá mér.
Annars er ég bara fín eftir að hafa borðað steikta lúðu með eggjum,tómötum, papriku, nýjum kartöflum og Íslensku smjöri.
Vorum að koma heim frá Laugum, tókum rúmin stelpnanna ljósin mín ætla að fá þau, en stelpurnar voru að kaupa sér ný.
Góða nótt elskurnar mínar
Ora innkallar kjötbollur í brúnni sósu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 832540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Reistir við af þjóðinni, til hvers.?
- Handtökuskipun ICC á Netanyahu og Gallant
- Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni
- -geisp-
- Hver er beinþynningar tölfræðin
- ESB, EES og fríverslunarsamningar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.
- Sólveig Anna með kjarkinn.
- Er þetta virkilega að vera fáránlega fær?
Eldri færslur
2023
2021
2020
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Ég hef ekki smakkað þessar bollur en þær eru vísast ágætar. Það er fullt af fólki sem borðar svona mat og verður ekki meint af. Alveg ástæðulaust að fussa yfir því svo sem....bollur eins og ég mega hinsvegar ekki borða svona hehe
Takk Millan mín fyrir frábæran link, margt æðislegt þarna sko
Ragnheiður , 28.7.2009 kl. 22:46
Mjög góðar bollur !
Skil nú ekki af hverju maður má ekki borða niðursoðnar fiski eða kjötbollur !
"það ætti engin að leggja sér til munns svona unnin mat."
Held það sé nú margt verra og óhollara þarna úti. Furðuleg athugasend hjá þér. Sýnir hroka, að mér finnst.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 22:57
Hæ Milla mín Ég elska svona kjötbollur í dós namm og ég er löngu búin að skila þeim réttu leiðina án athugasemda. Milla mín sumum finnst bara svona matur góður og með fullri virðingu fyrir þér og þínum flottheitum í matargerð, þá eru bara ekki allir á sama róli og þú, og ástæðulaust að setja út á það. Ég kaupi svona mat hiklaust ef mig langar í hann og mér finnst hann góður. Knús og góða nótt
Erna, 28.7.2009 kl. 23:02
Ég er sammála þér Emilia að þessar bollur eru ekki kóngamatur.
Einu sinni keypti ég þessar bollur. Ég var ein með þrjá gríslinga heima sem iðulega borða furðulítið. Bollurnar hitnuðu á 5 mínútum og krakkarnir borðuðu þetta með bestu lyst. Mig minnir að ég hafi borið þetta fram með Euroshopper kartöflustöppu.
Nú eru tvö yngstu börnin miklir vargar og ef ég ætla að dúlla mér við matargerðina skapast mikil slysahætta. Þar að auki eru heimilistekjurnar að öllum líkindum undir svokölluðum fátækramörkum.
Þetta er ástæðan fyrir því að vondar, unnar kjötbollur seljist svona vel !
Ps. tek það fram að ég keypti bollurnar á tilboði í Bónus, minnir að þær kostuðu 495 kr. Þær eru mun dýrari núna.
Katrín Lilja (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 23:04
Sala á tilbúnum mat hefur aukist um 20% á milli ára í Svíþjóð síðustu árin og er það talið "stressfaktor"sem veldur. Minni tími fyrir frístundir og að vera fyrir sjálfan sig og slappa af.
Þetta er svona í allri Evrópu.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 23:18
Halló hver er með hroka hér Birgir Guðjónsson ?
Þetta er síðan hennar Millu og hér hefur hún rétt á að viðra sínum skoðunum án þess að þú komir hér inn með dónaskap.
Vissulega höfum við mismunandi skoðanir á öllum málum og á það einnig við um Ora kjötbollur en segðu mér eru þær komnar erlendis frá eins og fiskibolurnar ?
Svo er það nú með marensterturnar þær eru gómsætar og mein óhollar en ég borða þær samt ekki satt Milla.
Kveðja
egvania (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 00:41
ég held mig frá öllu svona kjóthráefni sem er unnið svona mikið.
Merdeses pylsur...
kjötbúðingur..
Bollur...
allt sama sullið og er það næsta við hliðiná kattarmat tildæmis.
matvondur (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 01:19
Ég myndi nú ekkert vera að hrauna yfir ora.. Fyndið að sjá einhverja gúrúa vera að tala um "unnin" mat svo þori ég að veðja að þú setjir ofan í þig heilan aragrúa af morgunkorni eða álíkum kassamat sem ég ábyrgist að er hundrað sinnum meira unnin en ora matvörur.
Þótt að maturinn sé í dós er engin ávísun á að hann sé mikinn unnin. Svo mæli ég með því að þú lesir á dósirnar, ég veit t.d. að ora setur ekki nein aukaefni í bollurnar sínar og forðast það eins og heitan eldinn. Ekki mörg íslensk matvörufyrirtæki sem gera það. Svo skal einnig muna að þetta er ódýr vara.
Ég fæ bara í hjartað þegar ég les svona hraun yfir Íslensk fyrirtæki sem hafa haft lengi fyrir því að búa til gæðavörur til þess að koma sér djúpt í hjartarætur íslendinga! :)
Arri (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 01:39
Ragga mín það er nú akkúrat það að við bollurnar megum ekki borða svona mat, en veistu ég á frænku sem er afar grönn og mætti þess vegna borða þennan fjanda, en gerir ekki vegna óhollustu hans.
Verði þér að góðu linkurinn og ég mun senda þér seinna smá klausu í maili.
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2009 kl. 07:47
Birgir ég er nú bara alls ekki að sína hroka, held að hann sé eigi til í mínum ranni, en þú getur lesið um það af hverju maður á ekki að borða unnar matvörur, nenni ekki að útskíra það fyrir þér.
Já það er margt óhollara þarna úti, bætir það þann gjörning að borða þessar kjötbollur.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2009 kl. 07:54
Elsku Erna mín, þú mátt bara borða þetta fyrir mér, á meðan borða ég það lostæti sem úr sjónum kemur, ég var með Lúðuna steikta í gærkveldi og einnig steiktan þorsk hélt kannski að ljósin mín vildu ekki lúðu en það var rifist um hana. Auðvitað borða ég stundum það sem óhollt er, en aldrei unnar kjötvörur og hef ekki gert í áraraðir.
Kærleik til þín elsku vinkona, ert þú komin heim?
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2009 kl. 07:59
Katrín mín ég er búin að ala upp 4 börn og nú eru barnabörnin í kringum mig á degi hverjum, sem er alveg yndislegt.
Þegar mín voru lítil elskuðu þau fiskibollur í dós í tómatsósu, lét það eftir þeim svona mesta lagi 2 á ári.
Ég veit að það er ekki auðvelt í dag, er sjálf öryrki og með því sem maður þarf að borga þá eru ekki miklir peningar eftir, en ég er ekki að tala um það því ef maður er neikvæður þá er lífið þannig tóm neikvæðni.
Mér heyrist nú að þú sért bara létt á þessu.
Sendi þér kærleik og orku
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2009 kl. 08:07
V Jóhannsson ég er ekki öll Evrópa þetta er bara mín síða og mín skoðun.
En ég tel að fólk í dag þjáist af skipulagsfælni, því að nýta tímann rétt er ætíð spurning um skipulag.
Takk fyrir þitt innlit.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2009 kl. 08:10
egvania mín þú ert perla, auðvitað eru marenge terturnar góðar enda ekki unnar vörur, sjáumst fljótlega kæra vinkona.
Kærleik til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2009 kl. 08:13
matvondur takk fyrir þitt innlegg, er svo sammála þér.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2009 kl. 08:14
Ari þú ert alveg frábær kemur hér inn og kallar mig gúrú OMY, heyrðu ég borða aldrei morgunkorn af neinu tagi og engan pakkamat eins og þú tiltekur svo er ég ekki að hrauna yfir ORA enda tek ég það fram, "Elska ORA grænar baunir sem ég borða einu sinni á ári og það er á Þorláksmessu þegar hangikjétið er eldað, en oftar borða ég ekki hangikét"
Já allar unnar kjötvörur eru ódýrar, en óhollar þó eigi sé í þeim nein aukaefni
svo vona ég minn kæri að þú hafir ekki fengið hjartaáfall við lesturinn á mínu bloggi, sem öllum er frjálst að lesa ekki.
Eiðu góðan dag
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2009 kl. 08:23
"auðvitað eru marenge terturnar góðar enda ekki unnar vörur"
Þú notar væntanlega hrásykur í marengsinn? Hvítur sykur er nefnilega ansi mikið unninn...
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.7.2009 kl. 09:06
Tertur ekki unnin vara? Ertu að grínast?: >
Tertur er einhver sú versta, óhollasta og sú mesta unnin vara sem þú getur látið ofan í þig.
Sykur og hveiti einhver þau mest unnu og verstu hráefni sem þú getur látið ofan í þig. Hvort sem sykurinn er hrár eða ekki er hann engu síður mikið unninn til að ná honum í það form sem hann er svo seldur í.
Arri (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 12:01
Svo skaltu ekki vera að blaðra um þessa hluti eins og þú vitur bofs hvað þú ert að láta frá þér, því þú veist það augljóslega ekki. Ekki illa meint, þú ert örugglega fínasta manneskja en vöruþekking og mataræði er klárlega ekki þitt 'expertise'.
Ari (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 12:03
Veistu Tinna mín ég baka ekki þessar marengstertur sem við egvanía erum að tala um, við erum vinkonur og hittumst ansi oft og ef við förum á vist kaffihús norðan heiða fáum við okkur Vel unna Marenge tertu, það er smá kaldhæðni í þessu hjá okkur sem er ekki von að þið skiljið sem þekkið okkur ekki neitt.
En svona satt best að segja baka ég aldrei núorðið, nema heimilisbrauðin og eru þau öll úr spelti og öðrum hollum mjöltegundum og ég nota lyftiduft.
Eigðu góðan dag ljúfan
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2009 kl. 12:11
Ari hver sem þú ert, lestu svar mitt til Tinnu.
Og ég er búin að hlæja mikið að þessum kommentum þínum því ég lifi og hrærist í öllu sem snertir matvörur og hollustu í kringum hann, og það skal ég segja þér að er mikill frumskógur, en gætir þú ekki gert okkur greiða, það er að segja okkur muninn á hvítum sykri og hrásykri því ef hann er enginn þá er tilgangslaust að nota hann í sultur og Chutney en það er eiginlega það eina sem ég nota sykur í.
Væri vel þegið.
Takk fyrir þitt innlegg í umræðuna og hlakka til að sjá muninn á sykrinum.
Kveðja Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2009 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.