Ódýr matur.

Skal nú bara segja ykkur það sem satt og rétt er,að það er til ódýr matur þó eigi unninn sé annaðhvort í dósir eða vagumað í plast, mín skoðun er sú að það er í lagi fyrir þá sem vilja kaupa unnar matvörur að sjálfsögðu, en að það sé ódýrara eða fljótlegra, af og frá, mat er hægt að útbúa á no time hollan, góðan og ódýran. Þetta er nefnilega spurning um hugarfarsbreytingu, skipulag og að gefa sér tíma í búðinni til að hugsa hvaða matur sér í raun ódýr.
Og ég veit að þeir sem hætta að borða unnar matvörur borða bara ferskan mat finna muninn mjög fljótlega

Ég til dæmis borða hakk, kjúkling og fisk, kaupi svínahakk og nautahakk blanda því saman og geri bollur og eða pottrétti í pottréttina nota ég brún grjón, bygg eða heilhveitipasta.
Ég elda grænmetissúpur, alltaf í 10 lítra pottinum mínum svo frysti ég mátulegar einingar fyrir okkur
maður er ekki lengi að elda svona súpu, tek fram að ég hendi aldrei örðu af grænmeti þó það sé orðið leiðinlegt ég frysti það til að setja í súpur eins er með grjónafganga í súpuna með þá.

Kjúklingana kaupi ég yfirleitt heila ófrosna, en reyni að kaupa bringur á tilboði nú og fiskinn borðum við mikið af, Annað kjötmeti er ekki á dagskrá nema til hátíðabrigða

Vegna tals um að lítið sé til fyrir mat, þá bað ég konu um daginn að skrifa allt niður sem hún þyrfti að kaupa fara síðan yfir listann og sjá hverju hún gæti sleppt, og það kom í ljós að listinn styttist um 1/4. Það er gott að fara aldrei í búðina nema með innkaupalista og að sjálfsögðu að fara eftir honum.

Ég gæti endalaust haldið áfram, en stoppa áður en fólk fer að æla yfir síðuna mína og tala um mig sem hrokagikk

Eigið góðan dag elskurnar mínar allar
MillaHeart



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hægt að versla margt ódýrt í matinn en það er þessi óþarfi sem slæðist með sem heldur matarverðinu uppi. Það var ein kona að segja mér hvernig hún ræktar "sitt grænmeti" hún kaupir kál í litlu pottunum eins og er selt í Bónus eða þá að hún fer í Lambhaga og kaupir kálhausa þar. Hún umpottar síðan þegar hún kemur með þetta heim tekur ystu blöðin og lætur þetta síðan vaxa áfram úti hjá sér bara á pallinum eða svölunum en það þarf að vera skjól. Þannig er hún alltaf með nýtt og ferskt kál.

Ertu nokkuð komin með svínaflensuna Milla mín?

Knús og meira knús.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 09:40

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er sko bara góður pistill og nauðsynlegt að hugsa um sparnað í matvælainnikaupum, gott ef allir hugsuðu svona Milla mín. Kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.7.2009 kl. 10:45

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei elskan ég er ekki komin með hana hún kemur bara ef hún á að herja á mér, engu ræð ég til um það.
heyrðu það gengur bara vel með kálið mitt sem ég keypti á Hveravöllum hjá frændum hennar Ásdísar, síðan setti ég þetta út í beð og er búin að borða vel af þessu í sumar og svei mér þá ef það koma ekki kartöflur líka, en ég setti nokkrar niður í blómabeðið hér úti.
Best að fara með miða út í búð og bara kaupa það sem stendur þar.
Knús í knús Jónína mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2009 kl. 12:29

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín ég skrifaði þetta vegna bloggsins míns í gær: "Hver kaupir svona mat?"
Sumir koma inn og þekkja mann ekki neitt bara dæma.
Ég er ekki að spreða í mat dags daglega og hendi aldrei neinu og það veit ég að þú gerir ekki heldur elskan við munum spjara okkur út úr þessu bara eins og við erum aldar upp við að gera.

Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2009 kl. 12:35

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hagsýn húsmóðir Milla mín og góður pistill hjá þér vildi vera í mat hjá þér ekki dónalegt það.

KNÚS TIL ÞÍN

Kristín Katla Árnadóttir, 29.7.2009 kl. 19:38

6 Smámynd: Ragnheiður

Þú ert lika oft með gríðarlega girnilegan mat. Við erum að taka í gegn hjá okkur mataræðið og meðal annars með þinni góðu hjálp. Ég er hinsvegar heldur léleg í svona súpum.

Það er snilld að eiga þig og þinn fróðleik að meðan ég er að breyta þessu til betri vegar. Ekki veitir af sko !

Ragnheiður , 29.7.2009 kl. 20:25

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Katla mín ég er nefnilega alin upp við að fara vel með mat, honum mátti aldrei henda.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2009 kl. 20:29

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín ég ætla að senda þér mail með smá lestri í
Knús til þín elskan
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2009 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband