Flæðandi orka

Það er búið að vera þannig í dag hjá mér, þegar ég var búin að drollast í morgun fara í sjæningu og var tilbúin í súpugerð, sem ég var búin að ætla mér þá vantað að sjálfsögðu eitthvað í hana, svo Gísli minn fór til að kaupa hvítkál, gulrætur og lauk, en áður var hann búin að fara í B12 sprautuna sína upp á sjúkrahús. Ég skar niður svínakjöt í súpuna, átti bita í kistunni síðan um páska steikti það og tók úr pottinum gljáði laukinn setti vatn í pottinn og setti fyrst gulræturnar sauð þær í 5 mín svo kom allt kryddið og grænmetið, nú á ég 6 máltíðir af súpu þykkri af grænmeti í frystiskápnum, ÆÐI.Fengum okkur náttúrlega afganga af fiskinu síðan í gær í hádeginu og rúgbrauð með.Svo datt allt í einu í mig að taka fram harðangur og klaustur saumaskapinn minn, hef varla snert við því í 4 ár, settist í stólinn minn góða hér í tölvuverinu og saumaði í 2 tíma, Gísli sat í tölvunni og spjölluðum við annað slagið og mér leið alveg ótrúlega vel það kom einhver ró yfir mig sem ég hef ekki haft lengi.

Milla mín, ljósin og Hjalti Karl (hann er frændi ljósanna) komu síðan að borða með okkur súpu og brauð
Ingimar er á sjó í Skagafirði.
Gísli fór að slá blettinn eftir mat var nú komin tími til, en það hefur ekki verið veður til að slá.
Svo ég segi að orkan var flæðandi hér um í dag og bið ég um hana áfram.

Góða nótt elskurnar mínar.
MillaHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Sem sagt , góður dagur.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 29.7.2009 kl. 22:37

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Harðangur og klaustur hehehehe... þú ert ótrúleg! 

Ía Jóhannsdóttir, 29.7.2009 kl. 23:41

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það var sko góður dagur, reyndar eru þeir það allir mínir dagar.
Ia mín Hardanger og kloster er mín handavinna, kenndi þennan saum í mörg ár.

Knús til ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.7.2009 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband