Nefskattur kallast hann.
30.7.2009 | 09:02
Hef nú aldrei vitað það betra, nefskattur, og ég er svo reið
að ég næ ekki upp í nef mér.
Sko þó ég eigi nú skít nóg af peningum, geti leift mér hvað sem
er þótt öryrki sé með 160.000 á mánuði, þá veit ég eiginlega ekki
úr hvaða hólfi ég á að drulla þeim peningum sem í skattinn eiga
að fara, borga verður hann því annars fer í verra.
það er verið að tala um að gera eitthvað fyrir heimilin
jú fólk fær frystingu lána, sem er engin lausn og svo kemur
nefskattur upp á 17.000 per mann, sem sagt 34.000 fyrir hjón,
nema sko ef þú ert orðin gamall, meina yfir 67 ára,
en þurfalingarnir, borga bara.
Ekki það að ég sé að kvarta, nei nei, bara að segja staðreyndir,
sem sumir standa ekki undir skítt með okkur gamla fólkið, við
hættum bara að borga og förum á einhvern svartan lista, en
unga fólkið á allt lífið framundan og það er ekki gott á svörtum
lista vegna þess sem það getur í raun ekkert gert að.
Jæja elskurnar hér er skítaveður, en maður heldur bara áfram
að hafa það huggó innanhús við sauma, tölvu, lestur og að
sjálfsögðu matargerð, segi ykkur seinna hvað verður í kvöldmatinn.
Eigið nú yndislegan dag og munið brosið
Milla
Athugasemdir
Sæl Milla.
Já,þetta er með ólíkindum. Skerðing hjá mér frá því í desember er rétt um 30.000.þús.á mánuði. Og í gær Vantar ríkiskassan frá mér 34 þúsund í viðbót. Og er ég bara á bótum og 30, kr lífeyrissjóði, um það bil. Og enn á Lífeyrissjóðurinn eftri að skerða okkur (mig). Hann gaf það út við fyrri skerðinguna.
Já,vð skulum gera okkar besta.
Kær kveðja á alla familíuna.
( það fer ísfirsk færsla í loftið frá mér kl 10.30 til 11.00.
vildi bara segja þér prívat frá því !).
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 09:17
Átti að vera 30. þúsund í staðinn fyrir 30.kr.
Leiðréttist hér með.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 09:18
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2009 kl. 10:32
Veistu þórarinn minn að maður er bara kjaftstopp yfir þessum ósköpum öllum, og það versta við þetta er að ég held að fólk sé ekki að skilja þetta eins og það er svo ég tali nú ekki um þá sem hafa það virkilega gott, þeir bara brosa og þykjast skylja, en við verðum að vera bjartsýn og vinna okkur út úr þessu.
Kærleik til þín kæri vinur
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.7.2009 kl. 10:57
Kærleik til þín ævilega Ásthildur mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.7.2009 kl. 10:57
Já Milla mín nú skal lýðurinn borga og hana nú hvort sem hann horfir á þessa gufu eða ekki. Ég verð nú ekkert voðalega hamingjusöm með að þurfa að borga þetta þar sem ég hlusta ekki á útvarp og horfi ekki á sjónvarp nema stöku sinnum. Það er bara ekkert sem er að freista mín í þessum miðlum og svo er þetta bara alls ekki útvarp og sjónvarp allra landsmanna. Ertu ekki annars að tala um fjölmiðlana er að koma einhver annar skattur kannski?
Annars get ég sagt þér að Íslendingar eru sko ekkert að passa krónurnar það eru skildir eftir fullir pokar af flöskum og dósum eftir hvert ættarmót sem haldið er hjá mér. Það er líka hent í ruslið flöskum dósum og bara nefndu það síðust helgi var skilið eftir stærðarinnar kolagrill og við hliðina fullur poki af dósum og flöskum. Þetta er Íslendingar í kreppu.
Knúsí knús.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 14:06
Já elskan er að tala um þennann fjölmiðlaskatt, segi eins og þú nota ekki þessa miðla, og ef ég ætla það þá nást þeir ekki eins og er maður er á ferðalögum maður spilar bara diska.
Ég mundi nú bara skammast mín fyrir að skilja eftir mig drasl á svæði sem ég hef leigt til að skemmta mér á, það var nú svolítið plássfrekt flöskudraslið eftir ferðalagið okkar, en tókum það samt Viktoría Ósk ætlaði að eiga það.
Ég mundi sko hringja í svona fólk og segjast vera að senda þeim reikning upp á þrif, punktur basta.
Ljósið suður til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.7.2009 kl. 14:26
Já núna er ég búin að fá seðilinn með nefskattinum. Þetta er nú meiri vitleysan þar sem útvarpið næst ekki heldur hjá mér nema með sérstöku loftneti. Ég læt mér nægja þögnina, diskana mína og tölvuna og kemst ágætlega af með það. Ég veit ekki fyrir hvað ég á að borga þessar 17.200 kr Það er reyndar hægt að ná gufunni í gegnum útvarp en það er alltaf eitthvað brak og brestir þannig að ég nenni ekki að hlusta. Ég hlusta ekki heldur á það í bílnum enda næst það ekki nema í Reykjavík og upp að Hvalfjarðargöngum. Ég þyrfti líka sérstakt loftnet í bílinn ef ég ætlaði að ná útvarpinu en ég hlusta bara á diska eins og þú.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 16:00
Eflaust finnst þeim leiðinlegt að dröslast með dósirnar heim aftur en það er þó alveg hægt að koma þeim í kassa sem íþróttafélögin eru með út um allt land. Það er einmitt málið bílinn er oft orðin hálf fullur af dósum þegar maður er á ferðalagi.
Stundum langar manni að senda reikning fyrir þrifin en það eru þó undanteknir en alls ekki allir.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 16:12
Já ég veit hef séð svona svæði eftir ættarmót, en það er lágmark að taka til eftir sig.
Við hefðum nú farið með flöskurnar í kassa ef Viktoría Ósk hefði ekki viljað eiga þær og ekki höfðu þau pláss, urðum meira að segja að taka fullt hjá þeim.
Það fylgir þessum börnum svo mikið.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.7.2009 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.