Kvöldrugl.

Það er búið að vera fjör í dag, allir eru að vinna niður í húsi og ég er búin að vera með þau Aþenu Marey og frænda hennar Hjalta Karl í dag, en ekki hef ég haft mikið af þeim að segja þau eru svo góð að leika sér, svo á milli þess sem ég hef gefið þeim að borða og drekka hef ég setið við bróderí.
Vorum að enda við að borða pulsur með öllu tilheyrandi að sjálfsögðu fengu þau gos með.

Margt hefur farið í gegnum heilabúið í dag, eins og bara það hvað ég á gott þó vandamálin séu mikil í þjóðfélaginu get ég nú varla kvartað með þessa yndislegu fjölskyldu sem ég á, hef betri heilsu en margur annar og fékk þetta góða skap í vöggugjöf, og að finnast lífið og tilveran yndisleg.

Á morgun hefst skemmtilegasta helgi ever, allavega fyrir flesta, en ég hef nú alltaf verið svo skrítin að finnast útihátíðir og útilegusamkomur eitthvað sem ekki hentar mér, en virði alveg ef fólki finnast þær skemmtilegar.
Ég hef farið á ættarmót og síðast er ég fór ákvað ég að fara aldrei aftur, mér ógnaði nú alveg allt sem þar gerðist og tel eigi að það sé hægt að hafa gaman með fólkinu sínu, þegar það veit ekkert í sinn haus fyrir víndrykkju, en ég elska þau nú samt öll með tölu.

Nú eru þau farin og hún sagði er hún fór að hún kæmi á morgun til að laga til, er þetta ekki yndislegt, hún nefnilega veit að afi gerir þetta fyrir hana.
Takk fyrir góðan dag, góða nótt og dreymi ykkur vel.
Munið brosið sem gleður svo mikið.
MillaHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er eins og þú Milla mín, ég fer aldrei í útilegur eða á mannamót þessa helgi, tel best að vera heima.  Við komum norður um fiskihelgina, við ætlum að reyna að hitta aðeins á þig ef þú verður á Húsvík þegar við rennum þangað.  GN

Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2009 kl. 21:06

2 Smámynd: Erna

Ég forða mér nú oftast úr bænum um þessa helgi, þar sem hátíðarhöld eru mikil hér og margt um manninn. Við heimamenn erum nánast fyrir og það finnst fleirum en mér En við erum að fara í viku bústaðarferð á morgun   En Milla mín varst þú að borða pylsur "pulsur" eru það ekki unnar kjötvörur baneitraðar og þær eru meira að segja vagumpakkaðar úpps Kannski hafa þessar verið lífrænt ræktaðar

Hafðu það gott Milla mín og heyrumst eftir viku. Knús á ykkur Gísla og góða helgi

Erna, 30.7.2009 kl. 22:25

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Aldís mín það er skyldumæting hjá okkur , þú hringir bara og við verðum að sjást aðeins.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.7.2009 kl. 12:50

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott hjá ykkur að vera að fara í bússtað, eru pulsur unnin kjötvara vissi það bara ekki, annars borðaði ég þær ekki fékk mér kartöflusalat og rúgbrauð
Heyrðu elskan við þekkjum nú hvor aðra svo vel að ekki er hægt að leyna matarlöstunum, eins og álegginu salötunum öllum og lengi má telja, en veistu í alvöru þá er þetta bara viðbjóður þó gott sé, nammý namm.

Hlakka til að sjá þig síðar
Kærleikskveðjur í fríið ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.7.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband