Góðir vinir í heimsókn.
6.8.2009 | 20:51
Og alltaf gleymist myndavélin, Ef Gísli minn hefði verið heima þá hefði hann munað eftir henni.
Sem sagt í morgun datt í okkur að það væri nú gott að skipta á rúmunum, Gísli minn fór í það að vanda
þvoði allt og hengdi til þurrks.
Fórum í búðina að versla, fengum okkur hádegissnarl er heim kom, snögglega syfjaði mig afar, skreið upp í gestarúm, steinsofnaði og vaknaði við gemsan, Gísli kom með hann inn til mín og var þetta ekki vinkona mín hún Ásdís Sig Húsvíkingur, en býr á Selfossi með Bjarna Ómari manni sínum voru þau á leiðinni og vildu hitta okkur.
Það var yndislegt að hitta þau ég var með þeim báðum á Reykjalundi 1993 við höfðum um margt að spjalla verst að Gísli minn var að sækja Dóru og stelpurnar fram í Lauga og stússast með þeim í búðir, svo þau hittu ekki Gísla, en það verður bara næst.
Milla kom, ljósin mín og með þeim Hafdís Dröfn vinkona Viktoríu og reyndist hún vera frænka Ásdísar og þá trúlega Dóru minnar, heimurinn er ekki stór. Þau fóru svo seinnipartinn, eru með íbúð á Akureyri og ætla á fiskidaga á Dalvík um helgina.
Nú mitt lið kom svo allt saman í mat til mín í kvöld og núna er afi að aka þeim heim, Viktoría Ósk fór með þeim til að gista nokkrar nætur.
Það sem ég var með í kvöldmatinn var bara æðislegt, Kjöthleifur í ofni, brún sósa, kartöflur, rauðkál, gr. baunir og rabbbarasulta, gamaldags Íslenskur matur, gerist ekki betri.
Góða nótt
Milla
Eins og alltaf yndislegur dagur
Athugasemdir
Ekki laust við að það örli á öfundsýki í garð Ásdísar að fá að hitta þig kæra bloggvinkona. En það koma dagar eftir þennan dag. Sá þennan hitting í hilligum.
Ía Jóhannsdóttir, 6.8.2009 kl. 21:05
Elsku Milla, þetta var yndisleg stund hjá okkur í dag, skrítið að eina manneskjan sem ég heimsæki er aðflutt, svona breytast tímarnir þegar árin líða og fjölskyldan hverfur annað. Hjartansknús á Gísla þinn og okkur hlakkar til að fá að hitta hann næst. Knús frá Bjarna Ómari. Barnabörnin þín eru algjör draumur
Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2009 kl. 21:26
Ía mín já það koma svo sannarlega dagar eftir þessa daga, við stefnum á að hittast síðar, Sömuleiðis sá það í hillingu að fá að hitta þig og spjalla yfir góðum kaffisopa.
Kærleik til þín ljúfust
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.8.2009 kl. 21:39
Svona er þetta Ásdís mín, en við þekkjumst og náðum bara vel saman eftir öll þessi ár eins og við hefðum hist fyrir viku.
Þið hittið örugglega Gísla næst, þá geta þeir talað um skúramálin, hvað þau eru mikilvæg.
Kærleik og knús til ykkar beggja elskuleg mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.8.2009 kl. 21:45
Sæl Mín kæra ég les hér að þú ert hress að vanda og mikið er það nú gott.
Svo er nú Fiskidagurinn mikli að skella á þjóðina og það er nú líka gott.
Veðurfræðingarnir lofa góðu og það nú aldeilis gott.
Vertu velkomin á bloggið mitt og það er nú gott.
Guð gefi ykkur góða nótt og mikið væri það nú gott.
Kveðja til Gísla.
egvania (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 23:59
Það er svo frábært að í þér heyra og gott
Kærleik til þín elsku vinkona og skemmtu þér vel á fiskidögum.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.8.2009 kl. 07:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.