Af hverju hinsegin dagar?

Ég hef nú aldrei verið svo lánsöm að hafa heilsu til að fara og taka þátt, en veit að þetta er æðislega skemmtilegt og mikil vinna liggur þarna á bak við.

En af hverju heita dagarnir hinsegin dagar, af hverju ekki bara skemmtidagar, skemmtun ársins,
gleðidagar eða bara eitthvað annað.

Fólkið í landinu heldur árshátíðir, þær heita ekki árshátíð hinsegin fólksins, en af hverju þá ekki alveg eins og Hinsegindagar.

Fyrirgefið svona heimsku, en hver er hinsegin, erum við ekki öll jöfn þarf að skilgreina á milli samkynhneigðra, gagnkynhneigðra, klæðskiptinga og tvíkynhneigðra, asnalegt eins og það sé verið að tala um tvígengisvél, fólk sem skiptir um föt, kynhneigð sem kemur að gagni ÓMYmy auðvitað kemur allt sem snýr að kyn, eitthvað, að gagni, svo má tala um samvinnukynhneigð.
Nei ég meina það, hvaða rugl er þetta, allir eiga bara að vera jafnir og það þarf ekkert að vera að skilgreina fólk.

Eins og það komi ekki bara í ljós hvað fólk vill og þá er það bara þannig og ekkert mál.
En svo verðið þið að fyrirgefa þessari vitgrönnu konu sem þetta ritar að eigi mikið veit ég um þessi mál frekar en önnur.
Góða skemmtun allir þeir landsmenn sem komast á Skemmtun ársins í Reykjavík.


mbl.is Hinsegin dagar haldnir í ellefta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaðan kemur þessi hugmynd að það að "skilgreina'' hluti sé slæmt. Þessi rök þín mættu vel nota við konudaginn og segja ,,hey, afhverju ekki bara að kalla þetta mannverudaginn?Ég meina, þarf að skilgreina á milli karls og konu?''.

Skilgreinum hluti bara alveg eins og við getum - svo lengi sem það er ekki gert í þeim tilgangi að mismuna fólki.

Davíð (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 08:56

2 identicon

Það er góð spurning Milla mín hvort það sé hinsegin að vera samkynhneigður eða gagnkynhneigður. Hvað vitum við um það kannski erum við bara hinsegin að vera í gagnkynhneigðu sambandi. Þetta er samt flott hátíð  og mikið væri nú gaman að trilla þarna með þeim.

Ljós inn í daginn elskuleg.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 10:30

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Davíð þetta var nú bara sett fram vegna undrunnar minnar oft á tíðum, já konudaguinn má alveg bara sleppa úr almanakinu, þetta er orðin bara söludagur hvort eð er, konan gerir sér bara glaðan dag er henni henntar.
Það má lengi tala um svona skilgreyningar og sumar eiga rétt á sér.
Nú karlar koma saman og horfa á bolltann, löngum hafa konur sett út á það
óréttilega að mínu mati, en ekki að marka mig og mitt fólk það horfir allt á boltan og engin kvartar .

Takk fyrir þitt innlit

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.8.2009 kl. 10:34

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veistu Jónína mín, það er búið að vera minn draumur allar götur að vera með þeim, þetta er svo skemmtilegt og fólkið alveg yndislegt.

Já hin stóra spurning hvað er eðlilegt.?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.8.2009 kl. 13:05

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Góða helgi elsku nýja bloggvinkona "svona" helgi eða "hinsegin", bara bæði betra ...

Ragnhildur Jónsdóttir, 7.8.2009 kl. 17:29

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Elskuleg fyrir vinskap, já það er bara allt gott.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.8.2009 kl. 20:14

7 identicon

Milla mín minn draumur hefur verið í mörg á að komast á Hinsegin daga en hef alltaf endað á Dalvík og hér er ég núna sit heima og plokka þetta til þín.

Hver er hinsegin, er ég hinsegin, ert þú hinsegin ? 

Hver getur dæmt það hver er hinsegin ?

Sá sem segir að ég sé hinsegin er hann þá hinsegin ?

Ef við stöndum hlið við hlið hvernig er þetta þá hvor okkar er hinsegin þegar borið er saman við hina ?

Úf Milla mín góðar kveðjur til Gísla og við sjáumst fljótlega þá getum við séð hvor okkar er hinsegin metin við hina.  

egvania (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 20:30

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku besta vinkona þú veist hug minn í því hvort einhver er hinsegin, engin er hinsegin við erum öll eins.
Næst er við sjáumst þá knúsum við hvor aðra og sjáum að við erum alveg eins
því kærleikurinn ríkir með okkur.
Kveðjur til þín og Finns, Gísli biður fyrir kveðjur.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.8.2009 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.