Hvað gerir hvað að verkum.

Hef oft leitt hugann að því hvernig sumt fólk er, það er hreinlega ekki í okkar heimi, egóið er svo mikið að það nær aldrei ofar en eitthvað vist, það versta við þessar persónur að þær telja allt sem þær gera vera rétt og fullkomið.

Hef oft hugsað,og ég tel að á hverri mannsæfi fæðist fjöldin allur af fólki sem mun aldrei ná fullkomnun í þroska og þar af leiðandi ekki í velgengni, ást eða hverju því sem þarf  til fullnægingar í lífinu.
Ætli þetta sé uppeldi að kenna, nei ég tel það ekki vera, þó ég vilji ekki alhæfa neitt um það, hreinlega að því að ég hef ekki vit til þess, en skoðið suma systkinahópa öll nema eitt  eru með venjulega hugsun, þetta eina er svona eins og ég er að tala um, bara allt öðruvísi.

Skal stíft tekið fram að ég er ekki að tala umþá sem eru með skerðingu á einhvern hátt.

Þarna gæti komið til á ungaaldri, ótti, ástleysi, óöryggi sem allt skapar lágt sjálfsmat, fólk fer að reyna í einfeldni sinni að vera meiri en aðrir, þegar fólk geri það kemur það ætíð í bakið á fólki.
Ef við tölum bara um okkar tíma fólk sem aktar svona þá teljum við okkur hafa orðið vel fyrir barðinu á því og er það mikið rétt.

Þessi hópur fólks sem um ræðir fær sýnar fullnægingar út úr: ,, mikilmennsku, barsmíðum, kynlífi,að verða ríkir á kostnað annarra,fer út í að svífast engis því þetta fólk telur sig vera fullkomið og skilur ekkert í útásetningum fólks, ekki ætlar það að skaða neinn,það veit bara ekki betur.

Þeir sem verða ríkir og eru á hærra plani, verða samt ríkir á löglegan kostnað annarra.
Þú stofnar fyrirtæki og verður ríkur á hagstæðum samningum og því lága kaupi sem vinnumaðurinn hefur, en án hans gætir þú ekki orðið ríkur. Er það ekki vist siðleysi?
Þannig að það er afar teygjanlegt hugtak á hverju menn verða ríkir, enda ætla ég ekki út í þá sálma hér, og er ekki að mæla neinum bót.

Ég veit um fólk sem er bara ríkt af sjálfum sér og hvað það hefur fram að færa til annarra, selja sína visku, en þroskast aldrei upp úr því plani sem það er á, akkúrat vegna þess að allt er rétt sem það gerir og segir, þar af leiðandi fullkomið. Get sagt ykkur að það er ekki mikið hægt að ræða við svona fólk, það kann bara að ræða um sjálfan sig, frekar leiðinlegt.

Ég er víst að tala um þá sem einu orði kallast siðblindir, en þeir vita bara ekki betur.
Og eitt er á tæru að við vitum ekki endanlega hvernig allt fer.

Ætla einnig að segja að við erum ekki dómarar.
Látum okkur líða vel með það sem við segjum.
Tökum létt á málum, við breytum engu.

Kærleik til ykkar allra.
Milla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.8.2009 kl. 09:51

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Virkilega góður og skynsamlegur pistill hjá þér Milla mín, og athygliverður.  Það er örugglega margt til í þessu.  Því miður eru margir einmitt í þessum sporum, og ekki hægt að fá hjálp, meðan hún gagnast viðkomandi einstaklingi.  Forvarnarstarf er nefnilega lang aftarlegast á merinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.8.2009 kl. 09:54

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús over to you Jenný mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.8.2009 kl. 11:28

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ásthildur mín, já það er margt í þessu, verst er að þeir sem ég er að tala um eru bara svona og það er erfitt að hjálpa þeim, þó engin alhæfing sé í því.

Ég er einnig að tala um að við dæmum ekki, höfum bara ekkert leifi til þess.

Knús vestur til ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.8.2009 kl. 11:33

5 identicon

Það er sko mikið rétt Milla mín sumir eru bara uppfullir af sjálfum sér og besta er að þeir ræði bara við sjálfan sig. Það er gott að geta lokað eyrum og augum stundum, enda höfum við val sem betur fer hvort við hlustum á þá sem vita allt mest og best.

Knúsí knús.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 13:05

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt hjá þér Jónína mín við höfum val og ég ætla að reyna að velja rétt í framtíðinni, þó maður viti aldrei hvað svo verður.
Knús í knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.8.2009 kl. 13:37

7 identicon

Góður pistill hjá þér Millan mín eins og alltaf.  Hafðu það sem allra best.  Knús til þín og þinna

Auður (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 17:13

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín á móti elsku Auður og njóttu lífsins með þínum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.8.2009 kl. 20:02

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góður pistill hjá þér Milla, og góð pæling.  Lífið er yndislegt þegar farið er með friði.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2009 kl. 20:33

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já svo sannarlega Lilja Guðrún, lífið er yndislegt og við megum ekki skamma þann frið sem býr með okkur, það bitnar á þeim sem eru í kringum mann.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.8.2009 kl. 20:43

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Svo satt og rétt.

Ía Jóhannsdóttir, 9.8.2009 kl. 21:04

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Ía mín, mikið vildi ég hafa verið í Sævari Karl er þú varst þar.
Það verður bara næst

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.8.2009 kl. 21:09

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott hjá þér Milla mín, við erum svo ótrúlega líkar í skoðunum, vel sett fram og vel skrifað. Ég er enn glöð í hjarta mínu eftir að hafa hitt þig.  Hjartanskveðja norður

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2009 kl. 14:07

14 identicon

Sæl Milla mín flott skrifað hjá þér og svo sannarlega rétt.

Sumir eru siðblindir eins og við höfum svo sannarlega orðið varar við í daglegu lífi okkar. 

Hvenær verður siðblindan svo mikil að fólk sér ekki fram fyrir tærnar á sér ?

Þurfum við að spyrja ?

Kveðja frá Finni.

egvania (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 18:15

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ásdís mín og sömuleiðis er ég glöð að hafa hitt þig.

Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.8.2009 kl. 20:55

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei í mörgum tilfellum þurfum við ekki að spyrja.
Kveðjur til ykkar beggja og við hlökkum til að sjá ykkur á
laugardaginn.
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.8.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband