Til hamingju austur Húnvetningar.

Ja hérna maður hefur bara eiginlega ekkert heyrt um þessa staðsetningu á gagnaveri, en frábært og aftur til hamingju.
Vakna hjá mér spurningar, kemur þá ekki gagnaver á Suðurnesjum, eða er þetta viðbót við það?
Kemur kannski gagnaver einnig á Bakka við Húsavík, eða hvernig líður atvinnuuppbyggingu þar?
Jæja þetta eru nú bara svona forvitnis-spurningar, þetta kemur allt í ljós, sko hvort gagnaverin verði eins og refabúin hér á árum áður, nei þetta var nú djók.

Fagna allri vinnu sem kemur, það er hún sem kemur lífi aftur í allt gangverkið, sem eru við.
Það þarf bara að hugsa um alla landshluta.

Góða helgi.

 


mbl.is Talið líklegast að risavaxið gagnaver rísi á Blönduósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Góðan daginn Milla mín. Ég rak augun í norður Húnvetningar í pistli þínum. Það er greinilegt hver býr í norður Þingeyjarsýslu, en Húnavatnssýslan er mín sýsla það skiptast þær í vestur og austur. Blönduós er í austur.  Ég er búin að vita af þessu í nokkurn tíma að stæði til að setja niður gagnaver á þessum stað. Lengi voru 2 staðir undir Blönduós og Egilsstaðir. Ég vona að það sviðni ekki jörðin undan þessum geislum. Eigðu daginn góðan, ég mæti ekki. Það eru á leiðinni gestir til mín sem koma sjaldan. Skilaðu kærri kveðju elskuleg.

Sigríður B Svavarsdóttir, 15.8.2009 kl. 10:55

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Milla telst til suður-Þingeyinga.  Tek undir hamingjuóskir þínar, vildi óska að slíkt ver risi í minni gömlu sýslu.   Það er svo gaman að skoða myndirnar hér til hliðar núna þegar ég er búin að hitta tvær af fallegu barnabörnunum ykkar, þær eru nefnilega jafnfallegar að utan sem innan og núna sé ég persónuna í þeim líka. Hjartans kveðja norður.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2009 kl. 12:32

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín ljúfust, ég er búin að breyta þessu, en það er greinilegt að þú ruglaðist einnig því ég bý í S. Þing.
Leitt að þú skulir ekki komast, en auðvitað mun ég skila kveðju.
Kærleik til þín og njóttu helgarinnar með vinum þínum
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.8.2009 kl. 13:07

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ásdís mín fyrir hólið það er svo sannarlega satt að yndin mín öll eru falleg bæði að utan sem innan.

Já við skulum vona að það komi atvinna hér einnig, ekki veitir af.
Kærleikskveðjur til ykkar

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.8.2009 kl. 13:12

5 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Suður þing??? ég hlýt að vera átta villt.  Gott að geta leiðrétt hvor aðra Milla mín. Við erum góðar saman þegar upp er staðið:))

Sigríður B Svavarsdóttir, 15.8.2009 kl. 13:27

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það erum við svo sannarlega.:):):)

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.8.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband