Bara ef þið þorið að viðurkenna

Þá lagast allt, því sjáið, þið sem eruð búin að vera gift í mörg ár og sitjið föst í einhverri leiðindar-rútínu, verðið að viðurkenna að breytinga er þörf, ef þið ekki sjáið það þá eruð þið meira en lítið meðvirk já og þorið ekki að viðurkenna eða tala um að breyta þessu hundleiðinlega lífi sem þið lifið.

Margir kunna að njóta lífsins eins og kallað er, en á hvaða hátt og fullnægir það þörfum beggja para.
Það er á tæru að svo er ekki.

Egóista á báða bóga eru svo sannarlega til, en það gengur ekki til lengdar, það á að taka tillit til langana og þó svo að annar hvor aðilinn sé ekki í stuði og hvað er það eiginlega að vera í stuði, drepið mig ekki alveg, maður er náttúrlega ekki í stuði er hinn aðilinn er í sjálfsvorkunnarástandi eða hvað sem hver vill kalla það.
Maður er bara alltaf í stuði ef réttu strokurnar eru viðhafðar.

Tökum konu sem er á hápunkti löngunar í kynlíf, fyrir þá sem ekki vita þá er það allavega einu sinni í mánuð sem sú hvöt er svo sterk að ef ekki annað býðst þá er farið með karlinn inn á bað, en ef karlinn er farinn að daprast, er ekki á víagra sinnir ekki mjálminu í konunni þá endar það með að konan fær sér gervi eða bara flottan elskhuga.
Og það er sko ekki nóg að hoppa smá og búið basta, nei maður verður að leika, leika, og leika sér þar til engin stjórn er á hvar maður er eða hvernig maður gerir, þetta besta sem til er.

Munið það er bara að koma fram og þora að viðurkenna að maður vilji meira og hvernig.
Endilega ekki hneykslast, því þetta eru yndislegustu tilfinningar sem til eru.
Bara að þora að viðurkenna það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hneykslun ,aldeilis ekki. Þú ert að tala um lífið. Flottur pistill

Finnur Bárðarson, 20.8.2009 kl. 15:12

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vissi að þú mundir ekki hneykslast, vonandi ekki neinir, Já Finnur minn ég er að tala um lífið sem getur verið alveg æðislegt, en ég er svo hissa á sumu fólki hvernig það talar um kynlífið, það er eins og það hafi aldrei kynnst því.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2009 kl. 15:44

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nei, ekki hneykslast ég, þetta er góður pistill, ég og Bjarni minn höfum einmitt lifað eftir þessu síðan við kynntumst, nýtum hverja stund til góðra verka og góðra samvista.  Elsk jú

Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2009 kl. 16:51

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Var ég nokkuð búin að segja þér að þú værir frábær elsku Milla mín.

Ía Jóhannsdóttir, 20.8.2009 kl. 17:02

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Frábær pistill og flottur.....knús og kel...nei kram þú ert æði....

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.8.2009 kl. 17:53

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsk jú to Ásdís mín, maður á líka að gera það og auðvitað var þörf elsku besta. Þið eruð yndi saman, og knús knús til ykkar beggja.
Milla :):):)

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2009 kl. 18:04

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín jú jú, en takk því veistu maður segir það aldrei of oft og segi við þig á móti engin er eins og þú ljúfust. :):):)

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2009 kl. 18:06

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Linda mín, mun hafa þá fleiri.
Knús og kelkram :):):)

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2009 kl. 18:07

9 identicon

Þetta er lífið Milla mín.:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 19:24

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svo sannarlega, bara að allir föttuðu það þá væri fólk  hamingjusamara. :):):)

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2009 kl. 20:08

11 identicon

Inntakið er rétt, en sérstaklega illa skrifaður pistill :)

Katrín (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 23:56

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mín bara í stuði  Svona er lífið

Sigrún Jónsdóttir, 21.8.2009 kl. 00:54

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Katrín mín var nú ekki að reyna að ganga í augun á þér.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.8.2009 kl. 06:21

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún mín, já svona er lífið, bara að fleiri vildu viðurkenna það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.8.2009 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband