Samantekt

Eins og allir vita sem hér lesa, þá elska ég að hafa barnabörnin í kringum mig, ég sagði frá því í fyrradag að litla ljósið mundi sofa og ætlaði hún að sofa í 3 nætur og pakkaði niður eftir því.
Mamma hennar og stóra systir komu í gærkveldi í mat, hún var beðin um að pakka því þær væru að fara heim, en nei hún var ekki að fara heim, svo hún svaf aðra nótt og ekki hefur maður nú mikið fyrir þessum engli, maður les bara fyrir hana 2 bækur og þá erum við báðar sofnaðar.

100_8966.jpg

Amma læddist fram til að ná í myndavélina, afi með einn bangsa
og hún með annan, eins gott að rúmið er stórt.

100_8967_898850.jpg

Afi leit upp er ég tók fyrri myndina, en hún vaknaði ekki
fyrr en löngu seinna.

100_8969.jpg

Neró að passa hundinn hennar á meðan hún borðaði morgunmat.

100_8970.jpg

Aþena Marey að borða morgunmat.

100_8972.jpg

Sultan kraumar í pottunum, núna er hún komin í krukkur og
upp í hillu í búrinu, en Gísli minn á nú heiðurinn að þeirri vinnu.

Nú við vorum boðin í mat hjá Millu og Ingimar í kvöld og að sjálfsögðu
fórum við sátt heim eftir Pitsurnar, sem voru æði að vanda.

Við Milla fórum aðeins í tölvuna hún var að kenna mér að vinna gamlar
myndir í tölvunni, hlakka til að byrja í þeirri vinnu.

Góða nótt ljúflingar
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislega eru þetta krúttlegar myndir. Það er ekkert smá rúm sem þið eigið þegar þið eruð bara tvö þá getið þið örugglega legið á alla vegu.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 11:50

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú engin spurning Jónína mín, það er nú eins gott að rúmið sé stórt því ekki hættir hún að sofa á milli þó 5 ára sé, en reyndar seinni nóttina svaf hún í gestarúminu, það er ein og hálf breidd.
Sendi þér mail fljótlega.

Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.8.2009 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband