Smá fróðleikur.

Svoleiðis er mál með vexti að við eigum Hund sem heitir Neró, Neró er ofnæmishundur og er hann svo viðkvæmur að hann má eingöngu fá sérstakt fóður, það er innflutt rándýrt, en honum verður gott af því. Við hittum um daginn vinkonu okkar sem sagði okkur frá nýjum kattarmat sem væri framleiddur í Súðavík og héti Murr, væri hann upplagður fyrir hunda einnig.
Við keyptum til að prófa og viti menn Neró var alveg vitlaus í þennan mat og ætlaði aldrei að sleppa skálinni sem hann fékk hann í. Þetta er blautmatur, vagum-pakkaður og alveg tilvalinn einnig er maður fer í ferðalag.

Honum varð ekkert illt af Murr svo hann fær hann áfram.

Viti menn fór að lesa uppáhaldsblaðið mitt um helgina og rakst þá á grein um framleiðsluna í Súðavík, þeir eru einnig að koma með hundamat sem kallast Urr, ef þetta er ekki tær snilld þá veit ég ekki hvað
ætla bara að vona að Íslendingar taki við sér og kaupi þennan mat, hann er ekki síðri en innfluttur sem þú veist ekkert hvað er í, en þarna veistu að þú ert með gott hráefni.

Framkvæmdastjóri Murrs er Þorleifur Ágústsson og er hann menntaður dýralífeðlisfræðingur, faðir hans Ágúst var Héraðsdýralæknir á Akureyri og systir hans Elva er Dýralæknir á Akureyri og hefur alfarið séð um litla Neró minn, hún bjargaði lífi hans á sínum tíma.
Ísland er ekki stórt.

Til hamingju með þessa framleiðslu og gangi þeim sem á hana allt í haginn, verslum Íslenskt.

Segi ekki alveg skilið við bændablaðið.

Vona að ég fái ekki skömm í hattinn þó ég birti þetta.

Ung stúlka úr Reykjavík fékk að fara vestur að Seltjörn til
ömmu og afa, var þar við sauðburðinn, er hún fór heim skildi
hún eftir ljóð, sem afinn og amman töldu að ætti erindi í blaðið.

Blómin blómstra,
fuglar syngja.
Fjöllin blá,
brimin smá.
Lækur rennur,
ég er bara lítil stelpa með spennur.

Það er vor,
svo fallegt vor.
Lömbin komin
og sauðburðurinn búin.
Ég er bara stelpa,
svo rosalega lúin.

Margrét Snorradóttir og Laufeyjar, 9 ára.

Er eitthvað til fallegra?

Góða nótt kæru vinir
Milla
Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir hunda/kattamatsfróðleik og fallegt ljóð, góða nótt  Jóga

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.8.2009 kl. 19:55

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kærleik til þín Jóga mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.8.2009 kl. 20:05

3 Smámynd: Ragnheiður

Ég hef verið að kaupa þetta fyrir mína kisustráka, þeir vilja þetta með öðru en Keli rífur þetta alveg í sig eins og allt annað svosem. Hann er hundur en er eins og köttur Bakkabræðra, étur allt

Ragnheiður , 31.8.2009 kl. 21:49

4 identicon

Takk fyrir þetta, elsku Milla mín, skemmtileg lesning um Murr og Urr, frábært að það skuli vera farið að framleiða mat fyrir dýrin hér á landi.

Og svo fyndið að þú talar um að Ísland sé ekki stórt, nefnir pabba Þorleifs og systur. Arna systir hans er hjúkrunarfræðingur og er að vinna með mér á sjúkrahúsinu hérna í Eyjum. Já, hann er lítill þessi heimur

Ljóðið yndislegt

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 23:18

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Dúllulegt ljóð.  Góðan og bjartan dag Milla mín.

Ía Jóhannsdóttir, 1.9.2009 kl. 08:00

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín hef heyrt að jafnvel hundum líki Murr betur en köttum, en Neró hefur verið gikkur á þann blautmat sem hann má fá, svo við urðum afar fegin að honum skyldi líka þetta.
Neró minn í miðið var alæta svo ég þekki það líka.
Knús knús

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.9.2009 kl. 08:51

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann Brandur minn er vitlaus í Murr.  Og ég er viss um að Urr verður ekki síðra.  Gott mál og vonandi gengur þetta vel. 

Ég las einmitt þetta fallega ljós eftir litlu stúlkuna í Bændablaðinu og þótti mikið til koma.

Takk fyrir þessa jákvæðu færslu Milla mín.  Það er nauðsynlegt að heyra líka eitthvað jákvætt á þessum síðustu og verstu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2009 kl. 08:53

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nafna mín þetta finnst mér svo skemmtilegt, þegar einhver þekkir einhvern sem tengist því sem maður er að skrifa um eða manni sjálfum.
Elvu systir þeirra þekkjum við orðið afar vel því Neró okkar er alltaf með vissu millibili í eftirliti eða snyrtingu hjá þeim á Dýraspítalanum, við kaupum einnig matinn hans og allt sem hann þarf hjá þeim.
Gaman að þessu ljúfust mín.
Kærleikskveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.9.2009 kl. 08:58

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Ía mín mér fannst þetta svo sætt, vonandi heldur þessi yndislega stúlka áfram á þessari braut, ég meina hlýleikabrautinni.
Knús knús í daginn þinn ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.9.2009 kl. 09:01

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín gott að styðja við Íslenska framleiðslu, ég tala nú ekki um þegar hún er betri.
Þakka þér sömuleiðis fyrir öll þín yndislegu myndablogg, þau veita yl í hjarta.

Veistu mér finnst bændablaðið með betri blöðum sem ég les.

Kærleikskveðjur vestur til ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.9.2009 kl. 09:04

11 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ég hef ekki enn prófað Murr handa mínum kisum en þarf greinilega að gera það eftir þennan lestur Ég hef hins vegar keypt hinn íslenska katta- og hundamatinn "Iceland Pet" sem er alveg frábær og vinsæll hjá mínum. Miklu ódýrari líka en innfluttur gæludýramatur.

Skemmtilegt ljóðið

Ragnhildur Jónsdóttir, 1.9.2009 kl. 19:55

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragnhildur mín það er gott að kaupa Íslenskt svo fremi sem þeim líkar það litlu skinnunum okkar.

Ljóðið er yndislegt

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.9.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.