Veit fólk hvað það vill?
3.9.2009 | 20:16
Sumir vita, en aðrir ekki, hef kannski talað um þetta áður, en vitið, að er eitthvað droppar upp, sem ekki lætur hugartetrið í friði hvort sem það er vegna mín sjálfrar eða annarra, þá bara verð ég að skýra hugann með því að skrifa það niður.
Það er akkúrat málið, ef þú veist ekki hvað þú vilt þá endilega átt þú að skrifa niður, og til að byrja með allt sem þú vilt ekki alveg sama hvað það er, það geta verið hlutir, fólk, málefni, umræður og hvað eina.
Bara að byrja og sjá hvað kemur út úr því.
Eitt sem maður verður að gera, er að sleppa því eða þeim sem maður vill ekki hafa yfirhöfuð í sínu lífi, kannski vil maður hafa, en þörf á breytingum og þá gerir maður það, með hugsun um það sem maður vill eða ekki vill.
Sumir eru fastir í munstri og vita hreinlega ekki hvað í raun er að, aðrir eru meðvitaðir um það, en eru fastir í munstrinu.
Í Guðs bænum þá eiðið ekki lífinu ykkar í slíkt rugl þið eruð ekki að gera neinum greiða með því, bara ykkur illt svo um munar.
Ég veit allt um þetta hef verið þar, en er búin að brjótast út og verð sterkari og sterkari með hverjum deginum, en nota bene, verið alltaf á varðbergi, maður er fljótur að falla í sama horfið aftur.
Ég er til dæmis með bók í körfu í eldhúsglugganum, ásamt mörgu öðru sem snertir mig persónulega,
í þessa bók skrifa ég allt bæði jákvætt, neikvætt, það sem ég vil og ekki vil, síðan endurskoða ég það sem ég skrifa, strika út, breyti og bæti við. Alveg bráðnauðsynlegt.
Kærleik í lífið ykkar
Athugasemdir
Sömuleiðis kæra Milla.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.9.2009 kl. 15:33
Kærleikur til ykkar Gísla Milla mín.
egvania (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 17:00
Ía Jóhannsdóttir, 5.9.2009 kl. 07:47
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur :)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.9.2009 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.