Hef verið svo reið.

Merkileg þessi mansskepna, eins og ég, hef ekki á heilli mér tekið í marga daga vegna reiði, já reiði út í svo margt. Samt veit ég að reiðin er eitt af egóinu, og ekki má láta það ná yfirhöndinni, en þetta gerist, en sem betur fer ætíð sjaldnar og sjaldnar.
Ég veit að  þeir sem valda manni reiðinni (sem ekki á að taka inn á sig) fá það í bakið og gjörningurinn fer með þeim, en ekki mér.

Ég er alltaf að reyna að gera mitt besta, ekki þarf ég að hafa mikið fyrir því að elska fólkið mitt sú tilfinning er þarna og hverfur aldrei.
Marga ómetanlega vini hef ég eignast í bloggheimum í viðbót við þá vini sem fyrir voru.

Ég stend í skilum með allt mitt og er yfirleitt ekkert að hugsa um þá sem eru fyrir utan minn ramma nema þörf sé á og fólk þurfi aðstoð á einhvern hátt, eða eitthvað.

Ekki geng ég um ljúgandi, kann ekki á svoleiðis vansa sem ævilega koma fólki í vandræði, kann eigi svo gjörla að skynja mörk dónaskapar eður ei, (að sögn sumra) en geri eins og ég best kann, ef það ekki dugar, nú þá verði sem verða vil.
Ef þörf er á þá nota ég diplómatísku leiðina, en segi gjarnan að hún megi jaðra við ósvífni

Fólk sem ég þekki ekkert, en þarf einhverra hluta að hafa samband við sýni í kurteisi og virðingu, ætlast jafnframt til að það geri slíkt hið sama, næstum án undantekninga tekst það því sem betur fer eru flestir mannlegir, en til er það fólk sem eltir vitleysuna í öðrum,  telur að það fái upphefð með því að gera það sem það gerir.

Þess vegna segi ég til fjandans með þá yfirmenn og drottnara sem stjórna fólkinu sínu til að koma fram af óheiðarleika.
Reiði mín skapast af því að ég var að standa í bankamálum fyrir Gísla minn og þetta átti allt að vera svo gott og so videre, en stenst svo ekki og engin lausn í raun fyrir hann.
Það er að sjálfsögðu hart, sérstaklega þar sem hann er að borga skuldir annarra.

Ríkið  og bankarnir sem eru í eigu ríkisins eru bara ekki að gera neitt fyrir fólkið í landinu, það er staðreynd. Undanskil Sparisjóðinn minn enda á ekki Ríkið hann.

Annars er ég bara góð, átti yndislegan dag í gær, fórum til Akureyrar, hittum fullt af góðum vinum og áttum skemmtilega stund á Glerártorgi.

Kærleik í sunnudaginn ykkar.
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það er nú eitthvað til Milla mín sem heitir réttlát reiði - og þegar hún fer að sjóða þá er nú slæmt að kyngja henni, því þá verður manni nú bara illt í maganum. Annars veist þú þetta allt.

Já, stundum verður bara að gjósa, þó það sé ekki það sem við viljum endilega - viljum alltaf halda stillunni og yfirvegun - en við værum kannski bara hundleiðinleg svoleiðis tilfinningalaus?

Veit að þú verður aldrei reið að ósekju, svo láttu reiðina fljóta og njóttu þess.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.9.2009 kl. 09:16

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Jógu, það er til eitthvað sem heitir réttlát reiði og láttu hana bara gossa.

Svo segi ég þér í leiðinni hvað mér þykir vænt um þig elsku frænkan mín.

Pabbi man eftir þér og var algjörlega upprifinn yfir því að við hefðum fundið hvor aðra.  Hann langar svo að sjá myndir af fólkinu sínu.

Knús á milljón.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2009 kl. 10:07

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Jóhann mín, ég hef látið hana flæða, en stundum getur maður ekki látið reiðina bitna á þeim sem bara eru handlangarar, maður nær aldrei í þá sem valda.

Ég verð aldrei reið út í þá sem eru mér nær, vona að það haldist, segi hiklaust samt mína skoðun ef hún er önnur en hinna, það er nú bara þroskandi, hlakka til er tvíburarnir mínir vakna því við elskum að etja saman, stundum segja þær eftir smá þóf: ,, Amma átti þetta að vera kaldhæðni,? hvað haldið þið,? og þá breytist umræðan. þetta er bara gaman.

Reiðin sem um ræðir er réttmæt, en málinu líkur aldrei svo ég verð að hugleiða hana í burtu og það tekst.
Í raun kemur mér þetta ekkert við, eða þannig.

Kærleik til þín og njóttu dagsins
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.9.2009 kl. 10:07

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Jenný mín, berðu pabba þínum mínar bestu kveðjur og mig mundi langa til að hitta hann og ykkur þegar færi gefst.
Verðum búnar að undirbúa það vel áður en ég kem suður næst.

Reiðin varir ekki lengi, þú veist, fer eftir gerð og lögum, sumar gjörningar geta bara gert mig arfa vitlausa.

Fljótlega er ég að fara að vinna inn myndasafnið hennar mömmu, þar eru náttúrlega fult af myndum þá getur hann skoðað þær, ef hann á ekki tölvu þá kemur hann bara til þín að skoða elska.

Mér þykir líka undur vænt um þig Jenný mín.
Knúsí krúsí
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.9.2009 kl. 11:42

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Eruð þið svo bara frænkur!! En gaman  .. Kíkti í Íslendingabók og sá að sameiginleg  langa-langa-lang-amma okkar Milla mín hét Frederikke Marie Steenbach fædd 20. nóv. 1809 og dáin 2. júní 1868

---

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.9.2009 kl. 12:29

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Það er nauðsynlegt að verða smá reiður inn á milli, svo fremi sem maður festist ekki þar

bestu kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 6.9.2009 kl. 17:55

7 identicon

Elsku Milla mín. Ég hef aldrei hitt þig bara rabbað við þig hér á blogginu og þú ert frábær í mínum augum,skrifin þín ,ást á lífiinu,fjölskyldunni og vinum þínum.Kærleikskveðja til þín ljúfan.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 18:42

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jóhanna mín, við Jenný erum þremenningar, afarnir okkar voru bræður og svona eru nú sérkennileg ættartengslin hjá sumum að maður þekkir ekki fólkið sitt.

Mér þykir þú segja fréttir mín kæra við erum sem sagt 6 menningar og ættaðar að vestan, allavega ég í allar áttir, mun skoða þetta betur.
Gaman að þessu.

Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.9.2009 kl. 19:31

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir mig Ragnhildur mín, held að ég geti aldrei fest mig í reiðinni, er of glöð með lífið til þess, en stundum sárnar manni.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.9.2009 kl. 19:33

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Ragna mín þú ert yndisleg.
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.9.2009 kl. 19:34

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Milla, gott að fá útrás en þú ert svo hlý manneskja að það stendur ekki lengi yr, en ég er sammála stelpunum með réttlátu reiðina, stundum þarf að leyfa henni að gossast í gegn. Knús norður

Ásdís Sigurðardóttir, 6.9.2009 kl. 19:35

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kærleik til þín elsku Ásdís mín, Húsavíkin okkar er falleg núna.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.9.2009 kl. 20:37

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús og kram til þín elsku vinkona mín:O)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.9.2009 kl. 12:34

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til þín á móti elsku Linda mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.9.2009 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband