Skýstrokkur eða geimverur að koma til jarðar.
7.9.2009 | 19:25
skýjunum, minnir þetta ekki á landið okkar?
Skýstrokkurinn séður frá Kambabrún. mbl.is/Jóhann K. Jóhannsson
Skýstrokkur sást yfir Ölfusárósunum nú síðdegis. Að sögn sjónarvotts, sem fylgdist með þessu veðurfyrirbæri ofan úr Kömbum, virtist skýstrokkurinn vera nokkuð stór og ná um tíma niður að Ölfusá nálægt Ósabrú. Hann leystist síðan upp og hvarf.
Það var magnað að fylgjast með þessu," sagði Jóhann K. Jóhannsson, sem sá skýstrokkinn ofan af Kambabrún. Hann sagði að strókurinn hefði virst mjög djúpur um tíma.
Gæti alveg eins verið að geimverur væru að stíga til jarðar,
kæmi mér eigi á óvart, en aldrei fáum við um það vitneskju
þær koma bara, gera það sem þarf og ég held svei mér þá
að þær séu að hjálpa okkur á einhvern hátt.
Það er mikið að gerast í kringum okkur núna bæði gott og slæmt
hið slæma er af mannavöldum og það góða kemur frá einhverjum
verum sem ekki eiga heima í okkar vídd, gætu alveg eins verið
geimverur.
Jæja kæru vinir verið viss, við munum sofa vel í nótt.
Skýstrokkur í Ölfusi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það gerist margt hér sunnanlands góða nótt
Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2009 kl. 20:57
Örugglega geimverur, það væri alllavega miklu skemmtilegra en eitthvað veðurfyrirbæri
Annars er ég þér sammála um "... góða kemur frá einhverjum
verum sem ekki eiga heima í okkar vídd" enda gott að vita að við erum ekki ein í baráttunni
Ragnhildur Jónsdóttir, 7.9.2009 kl. 21:29
Milla mín þetta eru góðar verur sem koma til jarðar og kenna okkur hve vináttan er mikils virði.
egvania (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 23:08
Ásdís mín ljúfust, svona gerist einnig hjá okkur norðan heiða.
Knús knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.9.2009 kl. 06:25
Við erum í sömu vídd Ragnhildur mín og algjörlega á sama máli.
Við erum aldrei einar, því við trúum á verurnar.
Knús knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.9.2009 kl. 06:28
Egvanía mín, vinirnir eru mikils virði, það vitum við.
Knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.9.2009 kl. 06:29
Já já , sérstök mynd
Erna Friðriksdóttir, 8.9.2009 kl. 15:14
Afar, Erna mín knús til þín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.9.2009 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.