Hvenær og hvers vegna?
12.9.2009 | 20:38
Já hvenær er maður veikur og hvers vegna, ég held að maður sé veikur er maður getur ekki reist höfuð frá kodda eða upp og niður út um allt, en kannski er það misskilningur í mér, milliveikur getur maður orðið, held að það sé svoleiðis veiki sem ég er með þurfti að fá hjartameðulin mín 6 í morgun og Gísli varð að ná í þau sofnaði aftur, vaknaði, sofnaði og vaknaði klukkan 17.00 og varð þá að taka kvöldskammtinn, ekki gott.
Borðuðum heitt brauð í ofni og ég dólaði mér í sófanum yfir fréttunum. Viktoría mín kom og skreið í fangið á ömmu, ég sagði henni að ég væri bara eitthvað slöpp, hún sagði að vinkona sín hefði verið svona í vikunni, síðan kom, amma, ég held að þú sért bara veik af þreytu, humm, eftir hvað?, bara allt sem þú ert búin að vera að gera undanfarið.
Þegar hún fór þessi yndislegi Ljósálfur minn fór ég að hugsa, ekki hafði ég gert svo mikið fram yfir þetta venjulega nema að óskapast yfir þessum bankamálum.
Verð að viðurkenna að þau eru búin að taka á og það ekkert smá þó ég viti alveg að maður á ekki að láta þetta hafa svona áhrif á sig þá bara getur maður ekki ráðið við allt, stundum verða málin manni ofviða.
Hvers vegna verður maður veikur, jú af áhyggjum verður maður veikur, en heldur alltaf að það komi ekki fyrir mann sjálfan.
Nú ætla ég að hvíla mig andlega vel í nótt því á morgun fer ég fram í Lauga, við erum öll boðin í mat til englana minna þar, og vitið það spáir 20 stiga hita svo allt liðið fer örugglega í sund að Laugum, þar er æðisleg sundlaug.
Gleði og kærleik í helgarrestina ykkar.
Athugasemdir
Farðu nú varlega með þig Millan mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2009 kl. 20:47
Ertu eitthvað slöpp ljúfan, það er svo margt sem getur verið orsök þess.
Slappleiki og slen geta verið áhangendur kvíða og bankamála.
Veist Milla mín að við höfum svo margt að glíma við sem er ekki sjáanlegt öðrum en allir geta séð okkur skapplappast áfram.
Kærleiks kveðja til Gísla
egvania (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 20:57
Já, sumir dagar er erfiðari en aðrir, það segirðu satt. Hafðu það sem best og ég vona að þú hvílist vel í nótt. Góðaskemmtun í blíðunni á morgun.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.9.2009 kl. 21:05
Ég reyni það frænka mín góð, en þú veist stundum er þetta bara svona.
Knús knús til þín elskan
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.9.2009 kl. 21:42
Veit það svo vel egvania mín, en þetta fer allt einhvernvegin og auðvitað sættir maður sig við það þó ósanngjarnt sé.
Kærleik til þín elsku vinkona
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.9.2009 kl. 21:44
Ásdís mín ég mun reyna að hugleiða mig í góðan svefn, annað gengur bara ekki.
Knús kveðjur til þín og Bjarna
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.9.2009 kl. 21:45
Farðu vel með þig Milla mín.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 21:51
Takk Ragna mín geri það, langar ekkert til að veikjast meir en er og það sem veldur mér áhyggjum er ekki einu sinni mitt mál.
Knús knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.9.2009 kl. 08:43
Halló dúllan mín ég sé að þú hefur ekkert skrifað hér í dag og tel því að þú sért með höfuð þitt á koddanum.
Ég óaka þér alls hins besta vinkona og vonandi verður ekki langur tími að næstu skrifum þínum.
Kærleikur og ljós inn í nóttina
egvania (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.