Kvöldsaga.

Eigi í frásögu færandi, en við fórum fram í Lauga í gær, borðuðum hjá englunum mínum þar, og var það yndislegt að vanda. Á leiðinni ókum við fram á fjárrekstur og stoppuðum að sjálfsögðu.
Tók þessar myndir.

100_9034.jpg

100_9035.jpg

100_9036.jpg

Svona sjón einkennir haustið einnig gæsirnar í breiðum á túnunum
og eins gott að aka varlega því þær vappa yfir vegina og svo samlitar
eru þær malbikinu að eigi maður sér þær fyrr en bara allt í einu.
Tignalegir fuglar og afar bragðgóðir.

                  Á nöfum.

Koma úr vestri vindar,
vetur nálgast fljótt.
Í fjarska fjallatindar,
fegurð missa skjótt.
Á himnum skýjaskarir
skuggum varpa á jörð.
Stendur einn og starir
á stóra gæsahjörð.

Út á sjónum siglir
sævi barið fley.
Títt sig aldan ygglir
út við Drangaey.
Fugl í fjörusandi
flögrar til og frá
Í austri létt með landi
læðist þoka grá.


              Kristján Runólfsson
                   Brúarlandi.

Góða nóttSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fallegar myndir, þarna sér maður í áttina að Norðurhlíð og fleiri bæjum. Takk fyrir mig. Góða nótt

Ásdís Sigurðardóttir, 14.9.2009 kl. 21:44

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er ég kannski að taka feil, er þetta sunnar.?

Ásdís Sigurðardóttir, 14.9.2009 kl. 21:45

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veit það ekki Ásdís mín, en held að þú hafir rétt fyrir þér.
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2009 kl. 21:53

4 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Kvitt og kveðja. Flottar myndir.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 15.9.2009 kl. 01:12

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já veistu Dúna að maður elskar eiginlega allar árstíðir, þær bjóða upp á svo margt.
Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.9.2009 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.