Af hverju?

Já af hverju skrökvar maður. Ég var 7 ára, send út í mjólkurbúð til að kaupa brauð, búðin var á horninu rétt hjá heima, en síðan var önnur lengra í burtu ég fór í hana þar var nefnilega til súkkulaðiegg sem var fyllt með kremi, æðislega gott, ég keypti brauðið og eggið borðaði það af innlifun á heimleiðinni.

Mamma spurði er ég kom heim af hverju ég hefði verið svona lengi, nú ég sagði að brauðið hefði ekki verið til í mjólkurbúðinni, svo ég hefði farið í hina búðina, ég þorði ekki að segja henni hvað ég hafði gert.

Gæti það hafa verið fyrir tuðið yfir því hvað maður borðaði; ,, stundum, seint á kvöldin hittumst við ég og frændi minn sem bjó á heimilinu, vorum þá bæði að stelast í búrið til að næla okkur í kökur til að maula á, við læddumst, því ef mamma vaknaði við okkur fékk maður ræðuna", man samt ekki eftir að hún segði við mig að ég yrði feitabolla ef ég æti svona. það gerðist miklu seinna er ég var tágrönn, þá átti ég að vera grennri og flottari, hlægilegt ég var flott stelpa, svo talar maður ekki svona við börnin sín.

Á sunnudögum kom frændi oft ekki í hádegismat, þá var ég mjög glöð, ég fékk nefnilega alltaf eftirréttinn hans, það er að segja ef ég borðaði allan matinn minn.
Gáfulegt uppeldi, tuða og tuða, en svo mátti ég fá eftirréttinn hans ef ég borðaði matinn minn.

Held bara að ég hafi verið ofæta frá unga aldri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert dásamleg og skemmtileg lesning.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.9.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.