Klippið bara á S og N Þing

Það þurfa engin göng að koma í gegnum Vaðlaheiði, sleppið því bara, til hvers, engin er atvinnan, engin fiskur í sjónum og bændur eru að fara á hausinn.
Ferðamönnum finnst bara spennandi að fara Víkurskarðið hvort sem þeir eru á hjólum, gangandi eða akandi það verða hvort eð er fáir aðrir en þeir sem fara um þessa vegi þegar búið er að klippa á
landshlutann, það er á meðan einhver nennir að sinna því starfi sem heitir ferðamannaiðnaður.

Væri kannski möguleiki að selja inn á yfirgefna bæi eða vill einhver friða svæðið til útivistar fyrir veiðimenn af ýmsu tagi, hér er margt að hafa.

Klárið bara allt fyrir sunnan á meðan fer allt til fjandans hér norðan heiða, nema við tökum okkur til og stofnum eigið ríki.

Góðar stundir.


mbl.is Samkomulag um Vaðlaheiðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það munar ekkert um það Milla mín

Hólmdís Hjartardóttir, 19.9.2009 kl. 12:18

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvað á maður að segja þegar engin atvinna kemur á svæðið, en auðvitað gefumst við ekki upp elskan, við verðum hérna flest næst er þú kemur í heimsókn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.9.2009 kl. 12:40

3 identicon

Sæl frænka mikið kannast ég við að verða reiður útí í stjórnvöld fyrir að gera lítið úr landbyggðinni og hennar þörfum. Þess vegna fór ég á sínum tíma í pólitík til að taka á þessum skúrkum í eigin persónu, og viti menn ég sat í bæjarstjórn í 10 ár eða þar til ég flutti aftur á mölina. Sjáðu til í dag er allur hringurinn kringum Snæfellsnes malbikaður nýr vegur um Búlandshöfða , Vatnaleið , og brú yfir Kolgrafarfjörð. Öll þessi verkefni lagði ég mitt á vogaskálarnar og gaf engan afslátt.Berjast með kjafti og kló er það sem landsbyggðin þarf á að halda því að sérfræðingarnir að sunnan skilja ekki fyrr heldur en skellur í tönnum því miður.Frændi þinn og aðdáandi landsbyggðarinnar Milli.

emil sigurðsson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 15:00

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Milli minn takk fyrir þitt innlegg, auðvitað þarf að berjast með kjafti og klóm og það er ekki alltaf nóg. Sjáðu vestfirði bæði suður og norður, er ég kom til Ísafjarðar í fyrsta sinn ´96 , ók þangað Hrútafjörðinn, strandirnar og Djúpið, þá bara hélt ég að ég væri komin til tunglsins, ef þú hefur ekið þessa leið þá veistu hvað ég tala um, þetta er nú allt annað í dag.

Veistu, ég gæti einnig talað endalaust um peningaausturinn í ekki neitt og er menn hafa verið að vinna fyrir aftan rassgatið á sér, til að mynda eins og síendurteknar aðgerðir í vegamálum, allar til bráðabyrgða.

Kveðjur

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.9.2009 kl. 16:36

5 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Æi Milla mín... við megum ekki láta það eftir okkur vera með svartsýni, það er svo vond orka. Við verðum að sjá hlutina verða að veruleika í huga okkar fyrst svo að ferlið fari rétt af stað. Það er hrikalegt hvernig farið er fyrir okkur sem þjóð, því 95% þjóðarinnar vorum alsaklaus og treystu okkar ráðamönnum fyrir að vernda okkar eigur. En núna verðum við að virkja grasrótina og hver og einn að finna upp verkefni og gera þau verðmæt. Ætli að við verðum ekki að breyta áli í kál og uppskera þannig verksmiðjur.

Hjarta knús til þín ljúfan mín fallega:))

Sigríður B Svavarsdóttir, 19.9.2009 kl. 22:30

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín þú þekkir mig nú svo að veistu vel að ég er ekkert að bölsótast, en tel mig vera nokkuð raunsæa og við lifum ekki á káli þótt eigi vilji ég álið.

Kærleikskveðjur elsku Sigga mín og lestu bara það sem ég er að fara að skrifa núna.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.9.2009 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband