AGS: Byrjun á vítahring

Datt í hug er ég las það sem Ögmundur sagði að við þyrftum ekki á AGS að halda og bara út með hann og þar er ég sammála, því hann mun stefna okkur í glötun, verðum að ná tökum á vitrænni hugsun.

Notum hann sem agn í lífinu sjálfu, þegar ung við erum, kærulaus, áhyggjulaus og bara hamingjusöm nær engin vitræn hugsun í gegn og við tökum inn sjóð eins og AGS, fáum ekki inn í okkar ungu og galsafengnu hugsun að við séum nú að axla okkur byrgði um öxl, en það er akkúrat það sem við erum að gera.

Það er sama hvar við berum niður og af hvaða ástæðu við notum AGS. Tökum mig til dæmis, ég var ung að árum er ég fór að borða of mikið, eigi kom það að sök á meðan ég var í fimleikum á skautum, skíðum svo ég tali nú ekki um allan dansinn, leikina og húllumhæið.
Elskurnar mínar, fljótlega fóru nú kílóin að sallast og ég hugsaði, ræð við þetta ekkert mál, mikil ósköp rétt var það, að ég taldi, endalausa megrunarkúra fór ég í, en endalaust þurfti ég að borga vexti því kílóin komu margföld aftur, og eftir því sem árin liðu hækkuðu þeir bara þar til ég réði ekki neitt við líf mitt lengur, bara át og át þar til AGS byrjaði að taka sinn grunn og hann var rándýr, fyrsti hluti grunnsins hét heilsa, annar hluti hét heilsa, þriðji hluti hét heilsa, samt var ég búin að borga ofurvexti allt mitt líf

Ekki nóg með það elskurnar mínar, einnig tók hann, kæruleysið, áhyggjuleysið og hamingjuna og það var að sjálfsögðu gott, ég var nefnilega svo gjörsneydd þeirri hugsun að þetta væri mér að kenna, að ég gæti breytt þessu, að ég væri sjálf minn örlagavaldur og engin annar.

 Ég er á góðri leið núna, búin að losa mig að mestu við AGS, það tekur á að vera hreinskilin og opin við mig sjálfa, en til þess að öðlast hamingjuna á ný þá er það nauðsynlegt og ég hef valið.
Þetta á við um allt í lífinu. Takið eftir að þó ég hafi valdið og valið þá get ég þetta ekki sjálf, en sem betur fer á ég góða að og þakka Guði fyrir það.

Færslan mín í gær samtvinnast þessari: ,,Stjórnsemi, frekja, yfirgangur, ást, gleði, og margt fleira eru verkfæri sem þú heldur að geri þig hamingjusamari, "það er ef það er eftir þínu höfði."

Verum vitur saman áður en við seljum okkur til AGS, hugsum um þau sem eiga að erfa landið.

Takk fyrir mig
.InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gott hjá þér Milla mín.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.10.2009 kl. 11:18

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott hjá þér stelpa.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2009 kl. 12:34

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk stelpur mínar, ég vaknaði í stuði að vanda.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.10.2009 kl. 12:36

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Fullt af knúsi á þig kona.

Ía Jóhannsdóttir, 7.10.2009 kl. 15:33

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skemmtilegar samlíkingar en hve þung varstu eiginlega orðin? Konur eru stórskrítnar og það er auðvitað dapurleg staðreynd að alltof margar ungar konur éta af sér vöxtinn og kjaga um gangana eins og úttroðnar beljur sem hafa komist í súrheyshlöðu, en hitt er líka til að konur sem líta alveg ágætlega út verða svo uppteknar af megrunarkúrum að engu tali tekur. Ég verð alltaf jafn hneykslaður þegar ég heyri samstarfskonur á besta aldri og með flottan, frúarlegan líkamsvöxt, þusa um grimma megrunarkúrinn sem sé nú í þann mund að hefjast. Þá klíp ég þær í bossann og segi sem svo: Dísa mín, því meira sem til er af þessu því hamingjusamari verðum við samstarfsmennirnir þínir. Þannig tekst mér oft að fá þær ofan af vitleysunni.

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 17:33

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Baldur..ekkert veit ég hvað Milla var þung í kílóum..En hún er ein af þeim sem alltaf hefur litið vel út ... Alltaf mjög flott kona.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.10.2009 kl. 17:38

7 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

En Milla, hann er drepfyndinn hann Baldur :o)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.10.2009 kl. 17:46

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis Ía mín
Knús knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.10.2009 kl. 19:34

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Baldur þú ert yndislegur elskan og veistu að allt sem ég segi hér að ofan er satt, ég bara vissi það ekki fyrr en miklu seinna, var alltaf svo glöð, ekkert skrítið þurfti nefnilega að fela óhamingjuna.
1975 var ég 123 kg fór svo eftir uppskurð niður í 65, en síðan upp í 83 þangað til að ég hætti að reykja fyrir 5 árum þá bara sko já þá bara komu smá saman 45 kg. og láttu nú ekki líða yfir þig, er á niðurleið, er 119 í dag og segi þér í vor hvað ég verð þá, en ég er ekki í megrun, en verð að velja hvort ég fer sex fetin eða lífstílsbreytingu, litla hjartað mitt þolir nefnilega ekki þetta álag

Í dag er ég yfirmáta hamingjusöm, ég á yndislega fjölskyldu hef afnot af Gísla mínu og hann af mér og það sem er mest um vert, ég er ástfangin af lífinu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.10.2009 kl. 19:48

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku vinkona, Silla veistu að mér finnst hann Baldur einnig alveg drepfyndinn.
Knús knús í Heiðarbæinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.10.2009 kl. 19:49

11 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég vildi ekki að segja að í Sandgerði töluðu allir um þetta Milla mín..Þá hefði Baldur vinur komið með einhvert innlegg á þeim smáborgarabrag okkar!!..Veit aldrei hvar hann ber niður en mér líkar vel við hann. Og á vinnustaðnum okkar í Flugstöðinni. Þó þú værir í þessum vandræðum þá varstu alltaf glæsileg.

Kveðja til þín vina.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.10.2009 kl. 20:19

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú sömuleiðis Silla mín, að vera smáborgari er að vera vitur.

Baldur er bara flottur, þekkir þú hann eitthvað og nú les hann þetta, en það gerir ekkert til því hann kemst að því að ég hef aldrei neitt að fela.

Flugstöðin var ævintýri út af fyrir sig, en mikið var ég glöð er ég hætti, ég var annað hvort í vinnu eða sofandi
Kveðja til þín Silla mín við þurfum að hittast og spjalla er við komum suður í mars, vonandi, Fúsi minn og Solla eru að koma með sitt fjórða.
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.10.2009 kl. 20:49

13 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Jæja til hamingju amma.

Nei ég hef aldrei hitt Baldur og ekki veit ég hvað það er en ég er bara ja hrifin af hans innkomu í málin..Það held ég að sé af því hann er fluggáfaður. Þekki mann sem þekkir hann og þannig er þetta bara..(Æi Baldur góði ekki lesa þetta!!!)

Kveðja til þín Milla mín.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.10.2009 kl. 21:12

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei elskan, ég skal ekki lesa þetta.

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 21:34

15 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ulla bara Baldur minn!!!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.10.2009 kl. 22:27

16 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Og já ég er reyndar hrifin af gáfuðum mönnum! Þoli ekki treggáfaða aumingja!

Kveðja til þín Milla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.10.2009 kl. 22:30

17 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Milla - mér finnst þú svo hugguleg kona og er viss um að þú berð þig vel sama hvaða kíló þú dröslast með   En þetta verður maður að finna sjálfur hvað okkur líður best með.  Mest um vert er að vera snyrtilegur og finna sinn karakter, þá er maður sáttur.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 8.10.2009 kl. 00:25

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla hann ætlar ekki að lesa þetta, sko hann Baldur, vissi að hann væri prúður drengur.

Ég er sammála þér með að það er ögn skemmtilegra ef  fólk veit eitthvað, en engin getur nú samt gert að því hvernig hann er skapaður, við höfum nú þekkt marga í gegnum lífið sem vitgrannir eru og misjafnlega hefur gengið að hafa þá sem vini.
Þú ert bara góð elsku Silla mín og ég held að við séum bara báðar hrifnar af honum Baldri.

Knús í daginn og ég bið fyrir kveðjur til Gunna míns.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.10.2009 kl. 07:45

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Snjólaug mín, það er nú akkúrat þess vegna sem ég verð að taka mig á, það er engin lygi að í hjólastólinn eða gröfina fer ég ef ég geri það ekki.
Vona að þú komir næst er við hittumst á Akureyri.

Knús í daginn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.10.2009 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.