Maður veit aldrei?

Við Dóra mín fórum í búðir um hádegisbilið, seldum nokkra pakka af kertum fyrir útskriftarferð englana minna í vor, þá hringdi Milla og við til hennar, Aþena Marey var orðin fárveik, ekki samt svo að er við komum þá vildi hún fara með okkur, en hún átti hvort sem er að vera í pössun, hún var klædd og dúðuð út í bíl, er heim kom þá fórum við að fá okkur að borða, en Aþena Marey vildi horfa á mynd, sem hún fékk, en þegar við litum á hana nokkru seinna var hún steinsofnuð þessi litli ljósálfur, Dóra ákvað þá bara að leggja sig með henni, Gísli fór að horfa á sjónvarpið, englarnir mínir í tölvuna og ég, já hvað haldið þið, jú skreið upp í mitt yndislega rúm, var ekki beint sybbin, lá og hlustaði á hljóðin í húsinu, malið í þeim, ómurinn frá sjónvarpinu og kyrrðin fyrir utan Gluggann, sofnaði á endanum og vaknaði er þau komu um þrjú leitið Milla mín og Ingimar, þau voru að koma með farangurinn þeirra, því Viktoría Ósk er einnig hér.

Látið nú ekki lýða yfir ykkur, þær frænkur sváfu til fimm, þá vakti ég þær. Dóra fór að undirbúa Pitzzugerð sem við svo borðuðum um sjö leitið, þær voru æði að vanda.
Stelpurnar allar fengu sér ís á eftir, og núna er litla ljósið komin upp í ömmu rúm svo það er komin tími á að amma kúri hjá henni, maður er nú ekki stór með 39 stiga hita.

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Sendi batakveðjur á dúlluna og ástarkveðjur til þín og Dóru......

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.10.2009 kl. 06:49

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Linda mín, hér gengur allt miklu betur, en pabbinn orðin veikur og mamman var orðin eitthvað slöpp áðan í kvöldmatnum.
Knús til þín frá okkur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.10.2009 kl. 19:32

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Góðan bata og ljós til þeirrar litlu.

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.10.2009 kl. 23:02

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Falleg færsla eins og þín er von og vísa Milla mín.  Friðsæld og gleði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2009 kl. 11:11

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kærleik og gleði til þín Ásthildur mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2009 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband