Loksins! Loksins! Loksins!.

Já loksins kom að því að ég komst á aldurinnSmile svo nú er ég komin á ellilífeyrir, fæ hann um næstu mánaðarmót. Málið er að síðan ég varð 60 ára hef ég notið þess í botn að vera orðin gömul, mér hefur nefnilega fyrirgefist svo margt, vegna aldurs, eins og gleymsku, daðri, ræðusnilli (að mínu mati) það hefur nú samt brunnið við að sagt hefur verið: "MAMMA!!!!!" Cryingeða hitt þó heldur, nýt þess í botn

Þetta með gleymskuna, eru smámunir því ég man sko betur en ungviðið í kringum mig, satt og rétt.
Skondið fannst mér hér á dögunum og hló dátt, er inn um póstlúguna datt  póstur frá þessari frábæru Tryggingarstofnun, í honum voru bæklingar til þess ætlaðir að kynna mér rétt minn og skemmtilegheit, og eigi má gleyma bótaupphæðinni, hún er svo til fyrirmyndar að maður getur farið að leifa sér allt.InLove

Nú það komu einnig bæklingar frá bæjarfélaginu með öllu því sem þeir bjóða upp á, og það er ekkert smá, var svo glöð, bara að ganga í eldri borgara félagið fyrir 2000 á ári og þá fær maður afslátt í svo mörgum búðum, í leikhús, ferðalög, en einn hængur er á að er ég hef augum litið auglýsingar um svona helgarferðir fyrir okkur þá hefur mér fundist það svo dýrt að ég hef ekki efni á þeirri skemmtun, auðvitað er þetta ekki dýrt, það er bara ég sem hef ekki efni á þeimW00t

Komst að því að þó ég sé orðin 67 ára, þarf ég að borga útvarpsgjaldið og skatt í öldrunarsjóð, það er ekki fyrr en ég verð 70 ára að ég slepp við þær greiðslur, hef ekki heyrt það heimskulegra þeir hafa sko lag á að blokka mann þó á bætur séum komin. og nú er ég farin að hlakka til að verða 70 áraWizard 

Ég hef nú aldrei kviðið ellinni eins og sumir kalla aldurinn hef aldrei haft aldurskomplexa og finnst ég ekkert gömul, á meðan ég get leikið sér við barnabörnin sem eru á öllum aldri, er ég ekki gömul, en um leið og þau fara að fara í taugarnar á mér þá er ég sko orðin gömul og eins gott að koma sér á elliheimilið, en eins og ég hef sagt áður þá ætla ég að að reykja, drekka, djamma og daðra þar, held að það sé staðurinn og rétti tíminn, ég get nú haldið mér edrú á sunnudögum ef einhver mundi nenna að heimsækja mig, það er ekki skylda.Whistling

Jæja elskurnar er hætt þessum ræðuhöldum þó ég elski að láta mína fögru rödd heyrast, þá eru nú takmörk.

Er að fara á eftir í rannsókn upp á spítala Gísli minn í sína B12 sprautu og svo bara höfum við það huggó í dag, en ég ætla að halda upp á afmælið seinna.

Ein bloggvinkona mín talar um að hún hafi orðið glöð að fá hól um daginn, málið er krakkar að hól er það sem á að koma inn í okkar líf á hverjum degi, það er hægt að hæla á svo margan hátt og hólin eru yndisleg, eins er kærleikurinn, ljósið og gleðin, munið þetta allt og þá líður ykkur betur.

img_new_929008.jpg

Í  tilefni dagsins set ég eina mynd af okkur gamla settinu, hún
er tekin 1996 í nóv.


100_7569.jpg

Tekin á jólunum í fyrra.

100_7405.jpg

Svona lít ég út í dag

img_new_929011.jpg

Þó ég sé nú afar ánægð með mig eins og ég er þá
mundi ég verða afar glöð ef ég færi niður í þessa þyngd.


MillaInLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Til hamingju með daginn þinn Milla mín..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.11.2009 kl. 07:45

2 Smámynd: Anna Guðný

Innilega til hamingju með daginn Milla. Já nú getið þið Gísli sko farið að leyfa ykkur ýmislegt.

Þetta með bloggið mitt ég er svona aðeins að reyna að koma mér í gang.

Hafðu það gott í dag sem og aðra daga. Knúsaðu Gísla frá mér

Anna Guðný , 2.11.2009 kl. 08:29

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert frábær.  Flott í öllum stærðum.  Fyrst og fremst rokkandi kona.  Til hamingju með daginn elsku Milla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2009 kl. 09:38

4 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Til  hamingju  með  afmælið  Milla  mín.

Já er bara  ekki  töff að vera  orðinn  67.  

Hafiðu það gott í dag.

                    Vallý

Valdís Skúladóttir, 2.11.2009 kl. 09:57

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Silla mín og knús í Heiðarbæinn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.11.2009 kl. 09:58

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Guðný mín, takk elskan og við sjáum nú til með hreyfingarnar, hef svo sem nóg annað að gera núna.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.11.2009 kl. 10:00

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Jenný mín, já ég er allavega rokkandi, hvort sem ég er á hækjunni eður ei, fíla lífið í botn.
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.11.2009 kl. 10:02

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý mín, það er sko allur munurinn og takk elskanfyrir mig

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.11.2009 kl. 10:03

9 identicon

Til hamingju með daginn elsku Milla.  Eigðu góðan dag mín kæra.

Knús

Auður (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 11:15

10 identicon

Til hamingju með daginn Milla mín, þú ert flottust, alltaf! Njóttu dagsins og vonandi færðu það í afmælisgjöf að geta sveiflað þér hækjulaus. Þú gerir svo margt skemmtilegt sem kostar ekki neitt eins og að knúsa barnabörnin sem eru allt í kringum þig.

Knús

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 11:34

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Meiri prakkarinn sem þú ert alltaf Milla mín.    En þetta er flott færsla og ég er sammála því að það er gott að eldast.  En mikið ertu flott á þessum myndum.   Aukakíló hvað?  bara meira til að elska.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2009 kl. 11:57

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með afmælið Millu músin mín, þú ert alltaf flottust, hamingjujóskir til Gísla með þig.  Hjartanskveðja frá okkur hjónum

Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2009 kl. 13:29

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Auður mín og knús á alla hundana og auðvitað heimilisfólkið líka

Kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.11.2009 kl. 13:33

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Jónína mín, já það segir þú satt é á marga alveg ókeypis gleðigjafa, enda lifi ég fyrir þá.
Ætla að stefna að því að verða hækjulaus, Klinka spáði því að ég yrði farinn að hlaupa eftir 2 ár, og verði svo
Knús og meiri knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.11.2009 kl. 13:36

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín við hefðum átt að þekkjast betur er ég bjó á Ísafirði því við eru örugglega sömu prakkararnir, og svo ert þú líka afar flott elskan
Knús og kærleik í Kúlu
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.11.2009 kl. 13:39

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ásdís mín og knús frá okkur til ykkar hjóna

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.11.2009 kl. 13:40

17 identicon

Elsku Milla mín!

Hjartanlega til hamingju með afmælið og það að vera orðin "löggilt gamalmenni" (nei - mátti til að grínast aðeins með 67 árin (",) )

Þú ert yndislegur prakkari, kæra nafna og vinkona. Ég bið góðan Guð um að vaka yfir þér og þínum og vona svo sannarlega að þetta rætist hjá Klinku, að þú verðir farin að hlaupa eftir tvö ár.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 14:28

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku nafna mín, veistu ég er nú bara ánægð með aldurinn hann er ekkert mál fyrir mig og ef þetta rætist hjá Klinku þá mun ég koma að heimsækja þig í eyjarnar fögru.

Takk fyrir hlý orð ljúfust mín.
Kærleikskveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.11.2009 kl. 15:23

19 Smámynd: Ragnheiður

hjartanlega til hamingju, þú ert falleg á öllum myndum

Ragnheiður , 2.11.2009 kl. 19:24

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ragga mín, ég er svo sem ekkert að kvarta, það hin tnri kona sem skiptir máli

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.11.2009 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband