Mér finnst bráðavaktin svo skemmtileg

Þess vegna ákvað ég að halda bara áfram að vera lasinInLove, sagði það allavega við sjúkrafluttningastrákanna í morgun er þeir ásamt Unnsteini lækni komu til að sækja þá gömlu eftir tvö yfirlið, sami sviminn var kominn á kreik sem hrjáði mig um daginn og það var bara ekki að ganga upp að liggja hann í burtu, enda sú gamla orðin bara svolítið hræddCrying. Vældi og skældi, var ekki að höndla það að verða lasinn og bara ekki að þurfa að láta stjana svona við mig, en öllum í kringum mig finnst það bara sjálfsagt og ekki er hægt að hugsa sér betra fólk en það sem vinnur öll störfin á sjúkrahúsinu, heilsugæslunni og tala nú ekki um sætu strákanna bílnum.

Takk fyrir mig öll, þið eruð yndisleg.Heart

Nú það var allt hefðbundið gert áður en ég var tekin í bílinn og svo er norður á sjúkrahús var komið byrjuðu rannsóknirnar, allt er eins eðlilegt eins og hugsast getur nema þetta eina sem veldur þessum svima. Nú Lækninum fannst nú líklegast að þetta væri eitthvað miðeyrakjaftæði, balans eitthvað, ekki biðja mig um að útskýra það. Hann gerði einhverjar æfingar á mér og ef ég ekki lagast þá veit ég ekki hvað, en vonandi er það bara þetta sem er að. Fékk að fara heim seinnipartinn og ég á víst að vera stillt og ganga um eins og ballettdansmeyjaTounge sjáið ekki í anda litlu mig svífa um.Smile verð eiginlega að fá mér ballettskó.

Jæja elskurnar mínar varð nú að segja ykkur
frá þessu.
Kærleik á línuna
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Farðu vel með þig Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 19.11.2009 kl. 21:04

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er alltaf að reyna það, kemur ekki bara svona tímabil í lífi fólks sem allt einhvern veginn fer á skjön við það sem maður ætlar.
Ætla samt ekki að velta mér upp úr því.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.11.2009 kl. 21:16

3 Smámynd: Valdís Skúladóttir

farðu  vel með þig og.

hagaðu þér  vel annars kemur babú babú og dogsi og sætu

 töffranir  fara með þig  norður eftir

                      knúss Vallý

Valdís Skúladóttir, 19.11.2009 kl. 21:34

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Milla mín ég hef fengið svona miðeyrakjaftæði, það er algjör horror.  Það gerist þegar vatnið sem fer hringi í miðeyranu ruglast, þá missir maður jafnvægið og það er hræðilega erfitt.  Ráðið við þessu er að drekka nógu mikið vatn, sagði læknir mér, vildi meina að maður yrði að gæta þess að drekka nóg, sérstaklega þegar maður eltist.  Og það er líka gott að fá sér bjór eða eitthvað slakandi, rétt eins og m sjóveiki sé að ræða.  Knús á þig elskuleg mín og láttu þér batna sem fyrst. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2009 kl. 22:23

5 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

á hvaða glasi varst þú??  nei án gríns það er ekkert grín að fá yfirliðskennd og bara stórhættulegt.

 Er ekki einhver svæðanuddari á Húsavík? ef þú finnur hann fáðu hann þá heim til að nudda  þig sérstaklega svæðið fyrir miðeyrað og hnakkasvæðið. Við skulum segja extra fyrir það svæði:)) Knús í hús.

Sigríður B Svavarsdóttir, 19.11.2009 kl. 22:58

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý mín kannski til þess vinnandi, til að fá þessa sætu.
Reyni eins og ég get að passa mig, þetta er ekki gott ég veit að þú kannast við yfirliðin.
Knús í daginn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.11.2009 kl. 09:14

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já elsku Ásthildur mín ég verð víst að drekka mikið vatn því ég er orðin svolítið þurr, en vínanda hef ég ekki drukkið í mörg ár, ákvað bara að ég hefði ekkert með slíkt að gera, enda hef ég það ekki, veist þá yrði ég að drekka vodka því það er eina vínið sem giktin þolir og mig langar bara ekkert í vodka, svo er nú ráðlagt að drekka rauðvín við hjartanu, en þá þolir ekki giktin þaðþað er lang best fyrir mig að sleppa því.

Knús í daginn inn elskuleg og takk fyrir mig

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.11.2009 kl. 09:20

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín mun ræða þetta við þjálfarann minn, hún er að ég held búin að læra svæðanudd, annars eru þær til hér einar tvær.

Veistu það er ekki gott að vera svona og afar slæmt að detta alveg í yfirlið, ég mundi ekki einu sinni eftir því sem gerðist í eldhúsinu, bara að ég fékk yfir höfuðið við eldhúsbekkinn og rankaði við á stólnum, svo gerðist þetta aftur er ég lagðist í rúmið mitt.

Vona að þetta lagist, en ég get átt von á þessu hvenær sem er.
Knús í daginn þínn og takk fyrir mig

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.11.2009 kl. 09:27

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl Milla mín. Þekki nokkra sem hafa fengið þetta miðeyra vesen og það er skelfilegt að þeirra sögn, vona að þetta gangi yfir. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 20.11.2009 kl. 12:54

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ elskan jú þetta hverfur svo til strax, eftir að búið er að gera æfingarnar á mér, en svo getur þetta komið aftur og þá fer ég bara aftur í æfingar, en skelfileg tilfinning að vera alltaf að líða út af og í gær datt ég alveg í yfirlið í tvígang.

Hér er ég vafin inn í bómull af öllum mínum, svo það er engin hætta á að ég geri eitthvað sem ég má ekki.

Kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.11.2009 kl. 14:47

11 identicon

Þetta er örugglega ekki skemmtileg tilfinning, að líða útaf. Man eftir því að ég var um tíma með svima þegar ég lagðist útaf og þá hringsnerist allt í smá stund en það stóð ekki lengi. Ekki var það nú þægileg tilfinning en ég held að það hafi verið vírus sem gekk yfir á einhverjum mánuðum.  En ég vona bara að það finnist eitthvað gott út úr þessu fyrir þig. 

 Knús til þín elskuleg

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 16:14

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín þeir halda að þetta sé miðeyra-vandamál og hann gerði einhverjar æfingar sem komu mér þó allavega heim í gæreftirmiðdag.

Knús til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.11.2009 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband