Að vera einlægur og heiðarlegur
21.11.2009 | 14:08
Hvað er ég eða hvað var ég, er stórt er spurt er fátt um svör, en þegar maður er búin að kryfja þetta smá, þá kemur eitthvað upp.
Ég var fyrst óhamingjusöm og matarfíkill allar götur.
Eigingjörn var ég að sjálfsögð var ég það, þegar ég var í fríi þá lagaði ég allt til er mitt fólk var farið í vinnu eða skóla, settist síðan niður með fullan disk af mat, bók að lesa í og át á mig vellíðan sem svo breyttist í vanlíðan eftir því sem ég hlóð meira á mig, reykti svo nokkrar sígarettur og skjögraði svo inn í rúm uppdópuð af mat og rettum, hugsið ykkur hvað ég var veik. Ef vinkonur mínar komu, yfirleitt var bara bankað og stigið inn, þá þóttist ég vera sofandi, ef ég var ekki þegar sofnuð, gat ekki farið fram ég stóð ekki í lappirnar. Vaknaði svo um fimmleitið til að elda matinn, nartaði pent í hann, en var svo í afgöngunum þar til ég fór að sofa. Nú ég þurfti að sinna börnunum og gerði það að ég held með sóma þau voru jú líf mitt og yndi. Ef ég hef ekki gert það þá biðst ég innilegrar fyrirgefningar á því broti mínu.
Oft sendi ég börnin út í búð til að kaupa sælgæti og ég skammast mín fyrir það og gerði það strax þá, en gat ekki stillt mig græðgin var slík, þóttist fela sælgætið, ætlaði að eiga handa gestum, en var ekki lengi að klára það, á stundum var ég búin að fela það svo, að fann það eigi fyrr en löngu seinna.
Þegar ég byrjaði þessa vinnu mína, það er að vinna í sporunum, fór ég að lesa þessar góðu bækur sem ég hef talað um, þar á meðal er bókin sem Faðir Fred skrifaði um hvernig hann tók skrefin, ég heillaðist alveg af þessum einlæga manni, sem segir svo skemmtilega frá. Eins og margir vita þá fengu OA samtökin góðfúslegt leifi hjá AA til að nýta sér sporavinnuna, að mínu mati eru þessi samtök mannræktarsamtök, burtséð frá AA eða OA.
Já nefnilega, einn daginn uppgötvaði Faðir Fred hjólið, það er að segja, hann fékk þá snilldarhugmynd, og það rann upp fyrir honum að líklegast þyrfti hann að leggja af stað frá þeim stað sem hann væri staddur á en ekki þeim stað sem hann héldi að hann væri staddur á.
Hún hjálpaði mér þessi snilldarhugmynd, því oft er það þannig að maður streðast á sama stað.
Annað sem er gott að muna, það er að ég þarf ekki að fyrirverða mig fyrir mínar gjörðir, og alls ekki að skammast mín fyrir að koma fram og vera heiðarlegur.
Sumt tel ég ekki vera óheiðarleika, því öll eigum við okkar einkalíf, meira að segja fyrir makanum og börnunum og á meðan það sakar ekki þau þá er allt í lagi.
Öll höfum við gert eitthvað af eftirtöldu, stolið logið, haldið fram hjá, komið sér undan skyldum, og svo margt og margt, þannig að engin heilvita maður/kona hugsar neikvætt til þeirra sem lenda í því sama og ég. Fólk sem dettur í dimma dalinn endar með því að gera eitthvað sem ekki er talið æskilegt, þannig var það með mig allar götur, þar til 1993 þá slapp ég, en fyrst núna er ég að taka á réttan hátt á mínum málum.
Ef maður nær tökum á andlegu hliðinni,
þá nær maður tökum á öllu öðru.
Kærleik til ykkar
Milla
Athugasemdir
Gangi þér vel Milla mín, það borgar sig alltaf að vinna vel í sjálfum sér.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.11.2009 kl. 15:52
Það er einnig svo gaman að sjá og finna að góða sem kemur út úr því.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.11.2009 kl. 19:03
Góð færsla Milla mín..Hafðu það sem best...bestust.
Kveðja úr Heiðarbæ.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.11.2009 kl. 21:46
Við höfum öll okkar veikleika Milla mín, mundu bara eftir styrkleika þínum líka.
Knús og meira knús. Þú ert örugglega löngu sofnuð.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 23:23
Vá hvað þetta eru einlæg og góð skrif hjá þér Milla.
Hafðu það sem allra best - og eigðu góðan sunnudag :)
Gúnna, 22.11.2009 kl. 00:49
Takk Silla mín og kærleikskveðjur í Heiðarbæinn
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.11.2009 kl. 07:05
Nei nei Jónína mín, gleymi ekki styrkleikanum mínum og nota hann vel,
en þurfti að moka þessu út.
Var sko sofnuð kl 21 í gærkveldi, orðin vel þreytt eftir ekki neitt.
Gísli fer að sækja englana mína Fram í Lauga kl 9 svo það verður góður dagur hjá mér í dag.
Knús og gleði í daginn þinn ljúfust
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.11.2009 kl. 07:10
Takk Gúnna mín og njóttu sunnudagsins vel með þínum, eru ekki nýjar myndie, þarf að líta við á flickr.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.11.2009 kl. 07:11
Þú ert frábær Milla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2009 kl. 12:56
Vona að þú sért að hressast Milla mín.
Knúss.Vallý
Valdís Skúladóttir, 22.11.2009 kl. 16:58
Takk elsku vinkona, góðar kveðjur vestur
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.11.2009 kl. 20:22
Vallý mín finn góða strauma frá öllum áttum
Góðar kveðjur
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.11.2009 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.