Það má nú deila um hundshausinn

Sporðdreki:

Þú þarft að gefa þér betri tíma til að sinna þeim hlutum sem
raunverulega skipta máli.
Settu því ekki upp hundshaus þótt þú mætir smá mótbyr.

Kannski er maður ekki að sinna alltaf, þeim hlutum sem skipta raunverulega miklu máli, og þó, hver ákveður hvað skiptir raunverulega miklu máli, mundi halda að það væri ég og eða hver fyrir sig. Kannski er dómgreindin ekki ætíð til staðar svo smá hinnt á mögulega rétt á sér, en þá kemur þetta með hundshausinn, er ég tilbúin að taka hinntinu, ef ekki set ég þá upp hundshaus, humm gæti alveg sætt mig við að viðurkenna það.

Mér finnst það afar merkilegt, verandi komin vel á sjötugsaldurinn ef það þarf að gefa mér hinnt ekki að ég sé að neita fyrir þörfina á því, Ó NEI, en eftir alla mína lífsreynslu tel ég bara að ég hafi leifi til að forgangsraða í hólfið mitt það sem mér finnst skipta raunverulega mestu máli og geri það án þess að nokkur vanvirði eða gefi mér hinnt, nema kannski í gríni og það virkar bara vel, fólk kemur frá sér það sem það þarf að létta af sér og ég held bara mínu striki.

Ég fæ nú oftast hinnt vegna minnar heilsu og það er náttúrlega að því að þessar elskur mínar, hafa áhyggjur af mömmu og ömmu, tengdasonurinn hefur einnig áhyggjur, enda er vandfundinn annar eins öðlingur og hann, allavega hef ég ekki kynnst neinum nema ef vera skildi hann pabbi minn, þessi elska sem var besti vinur minn, alla tíð.

Kannski er verið að benda mér einmitt á að huga betur að heilsunni, það er jú hún sem skiptir mestu máli og ég set nú oft upp hundshaus ef verið er að skipta sér of mikið af því sem ég er að gera, sem jafnvel gerir mig verri, held að það sé aðallega matarræðið, eða hvað haldið þið?
Þá kem ég að því, mánaðarleg vigtun var í gær, síðast var ég 113 kg nú er ég ##%&$/= 113 sem sagt staðið í stað hef enga afsökun fyrir því aðra en þá að detta í sjálfsvorkunnarástandið í veikindum mínum undafarnar 3 vikur.  Það er nefnilega þannig að ef  ég/allir borða of lítið, óreglulega, og gleyma sér smá á kvöldin þá fer ekki vel.

Á þessu mun ég taka, því ég er að borða mér til betri heilsu en ekki til að verða einhver mjóna, þau kíló sem detta eru tær bónus.

Er búin að ná hinntinu í stjörnuspánni.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst það afar merkilegt, verandi komin vel á sjötugsaldurinn ef það þarf að gefa mér hinnt ekki að ég sé að neita fyrir þörfina á því, Ó NEI, en eftir alla mína lífsreynslu tel ég bara að ég hafi leifi til að forgangsraða í hólfið mitt það sem mér finnst skipta raunverulega mestu máli.

Ég veit ekki hvort þú gerir þér grein fyrir því Milla mín, þvílíkur sannleikur er þarna á ferð og viska.  Ég hygg að hver einasta manneskja komin á þennan aldur hugsi svona.  Þó við förum ekki eftir því og setjum upp hundshaus.  Takk fyrir góða færslu og einlæga eins og venjulega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2009 kl. 10:09

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert svo frábær elsku vinkona, skilur svo vel og þorir að segja það sem þér býr í brjósti.

Kærleik í kúlu
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.12.2009 kl. 11:27

3 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Til hamingju með hana Dóru þína.

                        Knúss Vallý

Valdís Skúladóttir, 4.12.2009 kl. 01:10

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Vallý mín, njóttu helgarinnar
Knús í hús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.12.2009 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband