Hún á afmæli í dag.

Þessi elska hún Dóra mín á afmæli í dag, hún er mitt elsta barn og fæddist 1961. Þó ég hafi nú þurft að vaka yfir henni fyrstu 5 mánuðina, hún var með slæman magakrampa, þá var hún fyrsta guðsgjöfin mín, síðan eignaðist ég 3 í viðbót og síðan eru þau búin að færa mér öll yndislegu barnabörnin sem ég á. Í dag er englarnir mínir eru búnar í skólanum þá mun afi sækja þær mæðgur fram í Lauga og Dóra mín ætlar að bjóða í mat hér heima, ég tala um hér heima því þær eiga sitt annað heimili hér hjá okkur afa.

Ég talaði við litla ljósið í síma í gærkvöldi og það komst ekkert annað að en að Dóra frænka væri að koma, kærleikurinn er mikill á milli þeirra allra. Þær mæðgur verða hér alla helgina, reyndar ætlum við að skreppa á Eyrina á morgun þær ætla að hjálpa ömmu að versla, síðan á sunnudaginn fara þær á Tónleika með frostrósum á Akureyri, en þær gáfu mömmu sinni það í afmælisgjöf, það verður yndislegt hjá þeim.


100_9172_939341.jpg

Dóra mín með englana sína, og mínaToungeInLove

100_8666.jpg

Ingimar minn að spila við englana sína og ljósin mínToungeInLove
100_8237.jpg

Flott mynd af Millu minni og Ódu ömmu, hún er mamma Ingimars.

Ég þakka guði mínum á hverjum degi fyrir gjafirnar sem ég hef
fengið, einnig þakka ég fyrir að hafa fengið að ala þau upp í
kærleikanum, þrátt fyrir allt.
Elska ykkur meir en allt annað í lífinu


Kærleik á línuna
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Knús til þín Milla mín.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.12.2009 kl. 09:41

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Silla mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.12.2009 kl. 09:59

3 identicon

Til hamingju með Dóru

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 10:32

4 identicon

Til hamingju með hana Dóru Þína, Milla mín.

Hafðu það gott um helgina í faðmi fjölskyldunnar þinnar.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 11:15

5 Smámynd: Valdís Skúladóttir

 Til hamingju með Dóru þína

                     Kv.Vallý

Valdís Skúladóttir, 4.12.2009 kl. 12:50

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Birna Dís og góða helgi til þín kæra vinkona

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.12.2009 kl. 14:21

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tekk elsku nafna mín og sömuleiðis góðar óskir til þín og þinna

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.12.2009 kl. 14:22

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Vallý mín nóttu helgarinnar með þínum

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.12.2009 kl. 14:23

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með hana Dóru þína Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 4.12.2009 kl. 16:49

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Sigrún mín og eigðu góða helgi

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.12.2009 kl. 17:32

11 Smámynd: M

Innilega til hamingju með dóttur þína Milla og eigið ljúfa afmælisstund saman. Dóttir mín og mitt fyrsta barn á einmitt afmæli á morgun. Mikil afmælishelgi framundan hjá þessum orkuboltum í bogamerkinu :-)

M, 4.12.2009 kl. 17:34

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Til hamingju með dótturina  

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.12.2009 kl. 19:32

13 identicon

Til hamingju með litlu stelpuna þína Milla mín. Þið hafið örugglega átt góðan dag.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 20:06

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Emmið mitt og til hamingju með frumburðinn þitt ljúfust, já þetta eru sko orkuboltar þessir Bogamenn.
Kærleik í daginn ykkar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.12.2009 kl. 06:33

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Jóhanna mín og njóttu helgarinnar

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.12.2009 kl. 06:33

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín, já við áttum góðan og skemmtilegan dag saman öll.
vinarþel ég sendi þér í hjarta.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.12.2009 kl. 06:35

17 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Til hamingju með fallegu fjölskylduna þína.

Ía Jóhannsdóttir, 5.12.2009 kl. 09:23

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ía mín og njóttu helgarinnar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.12.2009 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband