Hugleiðing um árið sem er að líða.

Árið er liðið og hefur þetta verið gott ár, það er að segja fyrir mig. Mikið hef ég lært og þroskast af því sem ég hef upplifað og það er svo gott að hafa vitund um það sem er að gerast.

Veikindi settu mig smá út úr samgangi í byrjun árs, en það er nú ekkert til að tala um, ég á nefnilega marga vini og ættingja sem eru að berjast, við krabbamein, hjartveiki og margt annað svo við sem erum bara með smáfeila höfum ekki leifi til að kvarta.

Sorgina getum við upplifað á svo margan hátt, þegar vinir mínir hafa misst sína þá rifjaðist upp fyrir mér mín sorg yfir þeim sem ég hafði misst, það  var bara gott því ég vann mig þá betur út úr því. Það er sárt að missa og sárt að vinna sig út úr missinum, það getur tekið mörg ár, en ég veit að það er hægt að komast niður á það plan sem ásættanlegt er fyrir hvern og einn.

Sorg hef ég upplifað við að uppgötva að ég hef eitt tímanum í eitthvað sem ekki endist eða gengur ekki upp, finna vini sem reyndust svo ekki vera vinir en er búin að læra að maður ræður víst ekki öllu sínu karma og í dag er ég fljót að henda út öllu sem er óæskilegt.

Reiðin hefur ekki þjakað mig um ævina, það er afar erfitt að reita mig til reiði, en ef það gerist þá þurrka ég bara út viðkomandi persónu, fyrirtæki eða hvað sem er, en hún hefur komið ansi oft upp á árinu og undanförnum 2 árum, yfirleitt hefur það komið upp er ég er að moka út úr sálartetrinu, það hefur verið á stundum svolítið sárt, en bráðnauðsynlegt.

Ég hef aldrei átt marga vini, en fullt af kunningjum, svo er enn í dag. Fjölskylda mín eru mínir bestu vinir þar inni í eru bræður mínir elskulegu og þeirra fólk. Þegar pabbi minn lifði þá var hann besti vinur minn ég gat talað við hann um allt,og geri reyndar enn, einhvernvegin hefur það orðið þannig að Ingó bróðir hefur tekið við því hlutverki, það líður varla sá dagur að við tölum ekki saman. Hér á blogginu hef ég eignast vini fyrir lífstíð suma þekkti ég áður, aðra hef ég eignast á þessum árum síðan ég byrjaði að blogga. Ég þakka guði á hverju kvöldi fyrir fjölskyldu mína og vini.

Gleðin á stóran þátt í lífi mínu, ég er að eðlisfari léttlynd kona og vil endilega að allir séu góðir, en eigi er það svo og er það bara allt í lagi því ég stjórna ekki í lífi annarra. Á morgnanna vakna ég og teigi mig og toga Neró minn líka, svo framalega sem ég get, síðan bið ég góðan guð að gefa mér góðan dag, undantekningarlaust þá á ég góða daga, ekki er ég að segja að þeir séu allir fullkomnir, það væri nú skrítið ef svo væri, en ef maður hefur gleðina að leiðarljósi þá gengur allt miklu betur.

Það er eitt sem ég hef komist að, eiginlega bara undanfarið ár að ég þarf ætíð að huga bara að mér, hvað mér finnst og langar til að gera, hvernig ég vil lifa lífinu fyrir mig því ég lifi ekki lífi annarra.
Þeir sem ég elska og elska mig kom inn í mitt líf og ég elska þau öll kröfulaust, þau eru mér allt, ég er ekki uppalandi lengur, þó maður vilji stundum stjórna þá fer þeim skiptum fækkandi, sem betur fer.

Nú með sambúðarfólk hef ég það að segja fyrir mína parta: ,,Ég er öðru megin við borðið með mínar skoðanir, hann er hinum megin með sínar skoðanir, ef hægt er að mætast á miðjunni þá er það gott annars verður fólk að fara í sundur.

Það eru ekki margir sem skilja þessa útfærslu á sambandi, en þetta er bara sannleikur, hver og einn verður að fá frelsi til sinna skoðana og hugsanna, engin einn getur ráðið.

Jólin eru búin að vera mér og vonandi öllum í kringum mig yndisleg, og ég veit með sjálfri mér að áramótin verða góð þó mér hugnist eigi allar sprengingarnar og lætin um áramótin þá verður allavega nýársdagur rólegur og yndislegur, við verðum í mat hjá Millu minni, Ingimar og ljósunum mínum, Dóra mín og englarnir mínir verða einnig þar í mat.

Eftir áramót fer allt í fastar skorður, það verður nóg að gera hjá mér að taka upp þráðinn í lífstílnum, og ég hlakka til þess.

Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra, vona
svo sannarlega að allir geti unað vel
við sitt.
Kærleikskveðja
Milla
InLove



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka þenna áramótapistil Milla mín, það er svo gott að fá þig  inn á síðuna sína því þá birtir alltaf

Sjá mynd í fullri stærð

Jóhanna Magnúsdóttir, 31.12.2009 kl. 10:44

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku vinkona mín, þú ert einnig yndi að fá og lesa hjá.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.12.2009 kl. 11:23

3 identicon

Takk fyrir þessar hugleiðingar Milla mín og gleðilegt nýtt ár og hjartans þakkir fyrir árið sem er að líða kæra vinkona.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 11:33

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gömlu árin.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 31.12.2009 kl. 11:38

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Jónína mín, þakka þér elsku vinkona, þú hefur staðið mér við hlið eins og engill og hlakka ég mikið til að hitta þig og knúsa.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.12.2009 kl. 11:47

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis Silla mín, við eigum mörg góð ár að baki.
Kærleik í Heiðarbæinn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.12.2009 kl. 11:59

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðilegt ár!

Þorsteinn Briem, 31.12.2009 kl. 15:10

8 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Gleðileg ár Milla mín og takk fyrri það liðna. Góður pistill hjá þér og hugleiðing um leið. Vona að 2010 verði öllum gott ár.

Kærleilur í bæinn þinn.

Hlý kveðja

Sigga Sv

Sigríður B Svavarsdóttir, 1.1.2010 kl. 02:26

9 identicon

Ég hlakka líka til þess að hitta þig Milla mín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 14:14

10 identicon

Gleðilegt ár MIlla mín.Hafðu það sem allra best.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 21:32

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleðilegt ár til þín Steini.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.1.2010 kl. 22:52

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis til þín Sigga, hafðu það sem allra best.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.1.2010 kl. 22:52

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Jónína mín alla tíð.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.1.2010 kl. 22:53

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ragna mín gleðilegt ár til þín og þinna
Kærleikskveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.1.2010 kl. 22:54

15 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gaman að vita Milla mín um brúðhjónin..Og til klukku með þau!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 1.1.2010 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband