Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Upprifjun.

Sit hér og rifja upp liðna daga, komst lokksins til Akureyrar á fimmtudaginn var, fórum í bakaríið við brúnna keiptum böns af brauðum til að setja í frystir fengum okkur kaffi og með því í leiðinni fórum síðan á Glerártorg í heilsubúðina og rúmfó síðan í föndurbúð að kaupa perludót fyrir litlu snúllurnar okkar síðan fór ég í gangráðaeftirlitið það kom bara vel út nema ég þarf að létta  mig eins og maður hafi nú ekki vitað það í áraraðir, en eittkvað verður maður að gera ef ég vil ekki lenda í hjólastól Æ  væri nú ekki gott fyrir mig. Á föstudeginum fór ég í sjúkraþjálfun síðan að sækja Viktoríu  Ósk í skólan hún hjálpaði ömmu sinni að versla og hafði gaman að því þær systur voru í pössun föstudag og laugardag, svo hún fékk að velja í körfuna hjá ömmu, pabbi þeirra borðaði hjá okkur á kvöldin þegar hann kom af sjónum, en mamma þeirra fór í sumarbústað með saumaklúppnum alla helgina. þetta var æðisleg helgi hjá okkur tvíburarnir komu líka og hjálpuðu  okkur afa með þær, t d. fóru þær með Aþenu Marey  í íþróttaskólan í morgun hún er 3 ára og ég gamla konan Ha Ha hefði sko ekki getað hlaupið á eftir henni því hún er súpermódel ÆÆ hól tal hjá ömmu."ekki óvanalegt" Nú er laugardagskvöld og við bara tvö eftir, hann að horfa á sjónvarpið og ég í tölvunni, en á morgun hittumst við öll aftur eins og við gerum á kverjum degi meira og mynna. góða nótt.Sleeping

Ekki komið vor.

                             Á ekki til eitt einasta orð vaknaði bara við  skítaveður í morgun  og ég sem ætlaði inn á Akureyri í morgun  snarhætti við, þó ég hafi nú þurft að fara í eftirlit þá ætlaði ég líka að njóta þess að fara í búðir og út að borða geri það bara seinna. Hefði átt að tala  borubrattara um vorhuginn í mér í gær.  Æ  ég veit nú ekki kvað veðrið er að frekjast núna. Birkikvisturinn farin að laufgast upp við húsið  og farið að glitta í graslaukinn. Jæja þetta er nú ekki sanngjarnt hjá mér eins og veturinn er búinn að vera góður, takk fyrir góðan vetur góða almætti og yfirleitt fyrir gott líf.

GÓÐIR DAGAR AÐ BAKI.

   Þetta eru nú búnir að vera  frábærir dagar. Við vorum í mat hjá Dóru og stelpunum á Skírdag veislumatur að vanda, síðan hjá mér á  föstudaginn langa, Íris, Böðvar og Hróbjartur með dömu komu síðan á laugardeginum  Bára Dís hafði fengið að koma með okkur þegar við fórum heim fyrir viku. Áttum æðislegan tíma saman borðuðum hjá Millu og Ingimar á Páskadag grilluð læri með sjörsteiktum kartöflum rjómasveppasósu og salladi og ég get bara sagt að hann tengdasonur minn er algjör gormet kokkur, aha gleimdi að tala um frönsku súkklaði  kökuna m/ ís, jarðaberjum og rjóma á eftir. Þau fóru svo suður í dag og allt er að færast í venjubundið horf, nema ég er að fara í gangráðaeftirlit inn á Akureyri á morgun. Annars er komin vor hugur í mig þið hljótið að kannast við það  þegar maður vill fara að frammkvæma svo og svo mikið, en mynna verður úr því sem hugurinn hugði gera. Ég mun allavega kaupa mér kriddjurtafræ á morgun það er vorið.

                              Ég er InLove í vorinu núna.


Komin heim úr borginni.

Það var æðislegt að koma heim og sofa í sínu rúmi og anda að sér hreinu lofti. Ekki að það hafi  verið  svo leiðinlegt, en heima er best. Fermingin var yndisleg og allt í kringum það, hitta alla sína og sérstaklega barnabörnin sem gefa manni allt sem maður þarf  þau eru svo kærleiksrík. Gatnakerfið  já já ég ætla ekki að tala mikið um það, en ég get ekki látið vera með að mynnast á hringbrautina  hún er hörmung. Stundum  fynnst manni að það séu smástrákar að leika sér að teikna og svo á að frammkvæma það sem þeir eru ánægðastir með án tillits til  umkverfis. Kann engin að vernda borgarhluta sem meiga bara ekki missa sig sem mynna okkur á það sem var. Æ ég er hætt þessu röfli það hlustar enginn hvort sem er. É sef alveg fyrir þessu þó ég sé að röfla um þaðWhistling

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband