Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Um flagara eða?
16.6.2007 | 15:51
Hafið þið heyrt um manninn sem hafði ofurálit á sjálfum sér,eða var þetta athyglissýki,
eða skortur á, já hverju?. Sumir verða aldrei fullornir. Halda að þeir séu týpur alla tíð.
Þessi maður var svona flagara-týpa, í snjáðum frakka fráhnepptum efst og með tóbaksklút hnýttan
um hálsinn.
Eitt sinn talaði hann til konu með tvær 14. ára stúlkur sér við hlið.
(hún hafði aldrei augum hann litið áður)
Hann sagði: jæja nú ertu búin að kaupa allt í matinn, átt bara eftir að fara með þær í ríkið.
Hann stóð fyrir framan innkaupavagninn sem hún ók.
Hún hváði: ert þú að tala til mín?
Já sagði hann og horfði storkandi á þær
Þessu var að sjálfsögðu ekki vert að svara, en hún reiddist og sagði, hvernig dirfist þú að tala svona til kvenna sem þú hefur aldrei séð, þessar stúlkur hafa aldrei komið í ríkið og það er aldrei snert vín á mínu heimili. Þá sagði hann:
Það er komin tími til að manna þær!
Það duttu nú allar dauðar úr hausnum á konunni og hún varð mállaus af reiði,
Strunsaði út úr markaðnum svo maðurinn var nærri dottinn (gerði nú ekki mikið til að mínu mati)
hvaða álit hafið þið á svona framkomu???????????
Þessi kona getur svarað fyrir sjálfan sig, en þegar börnin og barnabörnin eru annars vegar,
þá urlast hún. Er nokkur undra??????????.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Egóistar.
15.6.2007 | 14:36
Ég fagna þessari umræðu í hvert skipti sem hún kemur fyrir okkar eyru.
Það mætti sko rabba um þetta endalaust, það má telja upp ótal atriði sem má bæta t.d.
tillitsleysi við gangandi vegfarendur og öfugt, akreina svíningar,tillitsemi við hjólreiðamenn
og mótorhjólamenn, gefa betur veginn úti á landi, ekki aka á miðjum veginum og víkja vel t.d.á mjórri vegum.
Eitt enn, "hugsið aðeins"er þið mætið stórum flutninga bílum og rútum á mjóum vegum víkið vel jafnvel stoppið sér í lagi ef þeir eru að koma upp brekkur það er ekki auðvelt fyrir þessa bíla að hægja á sér eða jafnvel stoppa fyrir þeim sem kunna ekki að taka tillit.
Við fórum vestur á firði um daginn, Æ ég var búin að gleyma déskotans tillitsleysinu í sumum það er eins og það megi ekki hægja á sér, eða víkja nei það er bara látið rigna yfir mann grjótinu og máttum við þakka fyrir að komast með heilar rúður að brú í Hrútafirði þar tekur við sæmilegasta malbik.Ég má til með að nefna eitt, mér mundi hugnast það afar vel ef þeir sem aka með hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagna yrðu skyldaðir á námskeið í tillitsemi alla vega.
Eitt er alveg á hreinu við eigum öll jafnan rétt í umferðinni á hvernig ökutækjum sem við erum á. Okkur ber að sýna hvort öðru virðingu.
Það þíðir ekki að vera alltaf að pexa um, þessi gerði þetta og þessi gerði hitt.
Sniglar, önnur mótor- hjólasamtök og bíla eigendur stöndum saman í því að útrýma öllum slubbum úr okkar röðum, það gerir engin nema við sjálf.
Gangi okkur vel með það, út með allar herpur og höfum gaman að þessu.
Sniglarnir fordæma háskaakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vanþakklæti fólks.
9.6.2007 | 21:22
- Ég er búin að hitta talsvert mikið að fólki undanfarna daga. Flest fólk er kvartandi og kveinandi já um hvað og yfir hverju.
Ég skal segja ykkur að það er allt frá tám upp í haus. Það er sama hvar maður ber niður
allt er ömurlegt. " Rök " Þau eru engin, fólk þarf bara að kvarta, en kann engar skýringar á því
af hverju. Allt er öðrum að kenna, og engin veit það lengur að það er það sjálft sem ber ábyrgð á sinu lífi.
Ég hef nú talað um það áður, að margir eru hættir að lifa í kærleikanum og sjálfselskan er að kollríða mörgum.
Hef verið að hugsa um þetta undanfarið og þykir það afar leitt að þjóðfélagið skuli vera komið á þetta stig.
Sat við gluggann í gærmorgun og var að borða morgunmat í yndisfögru veðri horfði á kinnafjöllin
yfir spegilsléttan Skjálfandann, fletti fréttablaðinu frá deginum áður.
Viti menn það blasti við mér mynd af yfirnáttúrulegum engli Ástu Lovísu og brot úr bloggi hennar.
Ég fór bara að gráta og ég varð svo reið út í fólkið sem er alltaf kvartandi.
Auðvitað má maður ekki vera reiður því það er eitthvað að hjá þessu fólki.
En hugsar það aldrei neitt? Ef fólk gerði það, þá vissi það að það er fullt af körlum konum og börnum sem eiga um sárt að binda.
Fullt af englum eins og Ásta Lovísa er.
Gætum við jafnvel farið að hugsa svolítið um það?
Ég vona að ég hafi ekki móðgað neinn.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Barnabörnin !
9.6.2007 | 11:25
Þetta er afar óhuggulegt og sorglegt þegar svona kemur fyrir.
Sérstaklega fyrir þá fjölskildu sem á í hlut, ég sendi þeim ljós og kraft og vona að þau fái góða hjálp til að yfirstíga þennan atburð.
Það er óttablandin tilfinning sem kemur upp í manni þegar maður fréttir um svona lagað.
Dóttir mannsins sem ég er með, býr ásamt manni og þremur börnum í þarnæsta húsi, þar sem þetta gerðist, það er ekki góð upplifun að vera vakin upp um miðnætti og sagt að þau verði að rýma húsið vegna þessa og börnin þau spyrja að sjálfsögðu. Hvað á maður að segja þessum krílum.
Ég vona að öllum við Bakkaveg í Hnífsdal verði boðin áfallahjálp sérstaklega börnunum.
Kær kveðja til ykkar allra.
Byssumaður yfirbugaður í Hnífsdal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sársaukavæl Æ Æ Æ.
6.6.2007 | 17:15
Detta nú ekki af mér allar dauðar.
Ekki vinnum við öll sem bloggum á mbl.is hjá mogganum.
Egill þú ert alveg frábær í þínu starfi, okkur á þessu heimili hlakkar alltaf til þinna þátta.
Vertu velkominn á Ríkissjónvarpið Hlakka til að heyra í þér með haustinu, eru eru ekki annars allir að fara í frí? Allir sem eru í kringum mig hér á Húsavík og þeir sem ég hef talað við í Reykjavík
eru yfir sig undrandi á þessari framkomu við besta þáttastjórnanda allra tíma.
Ég held þú takir þetta nú ekki mjög nærri þér, er það nokkuð ? það tekur því ekki.
Kveðjur frá Húsavík.
Egill Helgason hefur ekki lengur aðgang að Vísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott veður innan sem utan.
6.6.2007 | 11:18
Það er reyndar alltaf gott veður inni í mér , eða þannig.
Það er allavega yndislegt veður úti núna, búin að vera að spjalla við níu ára ljósálfinn minn í morgun ja ef þau koma manni ekki í gott skap þá gerir það engin.
Ég var að mála mig, hún segir: amma af hverju strýkur þú alltaf burstanum með augnskuggunum svona eins, og ég ætlaði að fara að svara, en þá segir hún,
nú veit ég þú ert að slétta úr hrukkunum, eru þau ekki alveg yndisleg.
Nú mín mann er farinn út að pússa allt vínil á bílnum að utan það var orðið svolítið grátt.
Við fengum uppvöskunarvél í gær, hann var eins og smástrákur af gleði,
hann sér nefnilega ALFARIÐ um vaskið, og reyndar líka um þvottinn, gólfin og að skipta á rúmunum,
og að sjálfsögðu um bílinn. Enn munurinn á okkur og auglýsingunni að hann fær ekki súkkulaði fyrir. Nú hugsa margir aumingja mannen, en ég meina hann hefur þá eitthvað að gera á meðan ég er í tölvunni og að gera allt hitt sem þarf að gera á heimilum.
klukkan tvö förum við að ná í litlu dekur-rófuna okkar hún er þriggja ára gormur og veit alveg hvað hún vill þessi elska.
VONANDI EIGIÐ ÞIÐ ÖLL GÓÐAN DAG.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Siðleysi
5.6.2007 | 13:06
Í dag líður mér eins og ég þurfi að fá hvíld á æðri plánetu, skyldi það vera hægt, nei líklegast ekki:
Ég verð að takast á við þetta eins og allt annað.
Var að skrifa athugasemd hjá henni Jenný um Geira í Gold-finger og það mál, en var svo að frétta að bæjarstjórinn í Kópavogi hefði sést inn á þessum stað, EF ÞAÐ ER SATT!!! Já þá er ég ekki hissa þótt þessir staðir þrífist.
Ef toppar þjóðfélagsins (þeir taka það bara til sín sem eiga það) haga sér með þessum hætti þá,
ÆTTU ÞEIR AÐ SEGJA AF SÉR. Nei nei það tíðkast ekki á Íslandi.
Hér áður fyrr er menn og konur voru með framhjáhalds-áráttuna eða perraháttinn, og það var ekki minna um það þá en nú, þá fóru þeir með það í felur, eða svoleiðis, en sem betur fer þá hefur umræðan um þennan viðbjóð opnast. Hvað er að ???
Á þetta fólk sem stundar og styður við þesskonar hegðun ekki börn, barnabörn, foreldra svo ég tali nú ekki um ömmur og afa. Með hverju hugsar þetta fólk???
Bloggar | Breytt 10.6.2007 kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Helgarferð.
5.6.2007 | 11:15
Já ég fór ásamt manninum sem ég hef afnot af, "og hann að sjálfsögðu af mér " til Ísafjarðar á fimmtudaginn var. Djúpið tók á móti okkur í þvílíku logni, og sinni yndislegu fegurð eins og því er einu lagið og maður verður alltaf jafn snortinn. við fórum beint til dóttur Gísla heilsuðum upp á þau skoðuðum nýa (gamla) húsið, fengum okkur að borða með þeim og ræddum um stóra daginn, þau voru nefnilega að fara að gifta sig á laugardeginum.
Á föstudeginum fórum við í allar búðirnar eða þannig, versluðum svona sitt af hverju borðuðum síðan á TAY í hádeginu æðislegt. fórum síðan á gistiheimili Margrétar, en þar vorum við í góðu yfirlæti þessa daga, þetta er alveg yndislegt, æfar gamalt og fallegt hús.
Lögðum okkur aðeins hittum síðan vinahjón á kaffihúsi alveg frábært.
Um kvöldið fórum við heim til frændfólks Gísla, það er alltaf jafn gaman, körlunum leiddist svo mikið því við töluðum svolítið mikið um pólitík, eða það að þeir komust aldrei að Æi greyin.
Aftur fórum við í búðir á laugardaginn og alltaf kaupir maður eitthvað.
Það má nú ekki gleyma aðalstaðnum mínum Gamla Bakaríinu, við fórum að sjálfsögðu þangað og á laugardeginum hittum við kæra vini okkar þar í kaffi það var yndislegt.
nú síðan var brúðkaupið klukkan fjögur og veislan í beinu framhaldi af því, maturinn var afar góður. Fórum snemma að sofa lögðum af stað klukkan átta morguninn eftir heim, vorum komin í kvöldmat til Millu og c.o. klukkan sjö. Þetta var afar góð ferð en ég hefði viljað vera lengur, en Ísfirðingurinn sjálfur vildi fara heim Ha Ha Ha.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)