Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Afsökunar Ha Hvað!!!!!!!!!!!!!!.

Það er ekki nægilegt að mínu mati að biðjast bara afsökunar.
Þessir menn halda að þeir geti leift sér hvað sem er,
skýlt sér síðan á bak við trú og fjölskyldu.
Hann man það ekki,
var of drukkinn,
af hverju?
átti hann að vera það?
Umræddur maður var á launum landa sinna til að tala þeirra máli
á fundi hjá Sameinuðu Þjóðunum.
Fer svo bara að skemmta sér á frekar siðlausan hátt.
Held bara að hann ætti að hætta í pólitík og það ættu fleiri að gera.


Ég kalla nú ekki allt ömmu mína í skemmtanamálum,
en ég er heldur ekki ein af ráðakonum þjóðar minnar,
það sem ég er aftur á móti, ég er
foreldri, amma og meðlimur í stórfjölskyldu sem ég vil ekki verða til skammar.
Mín skoðun er sú að þeir sem framkvæma eitthvað siðlaust einu sinni,
gera það alltaf aftur og aftur.
                                 Góðar stundir.


mbl.is Baðst afsökunar á heimsókn á nektardansstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferjumálið.

Oft hef ég verið hissa, en þessi vitleysa keyrir alveg um þverbak.
Hættið að þreyta okkur með þessu pexi,
það minnir okkur bara á hvað þið farið illa með peningana okkar.
Mér finnst allt í lagi að borga mikla peninga fyrir góða hluti og
góða vinnu, en ég hef aldrei þolað aftur á baka vinnu,
sem ég tel, það vera sem er illa unnið í upphafi.
Gaman þætti mér samt að það kæmi fram,
hvar maðkurinn í mysunni liggur grafinn, því hann liggur grafinn, bara hvar?


Hulda Jensdóttir.

Las viðtal í Fréttablaðinu við hana Huldu ljósmóður.
Ég fór á námskeið til hennar þegar ég gekk með elstu dóttur mína,
og átti hana síðan á fæðingarheimilinu einnig þá næstelstu,
það var bara yndislegt í alla staði.
Þegar ég var að eiga elstu kom hún Hulda inn og hjálpaði mér
til að ná slökun og réttri öndun því ég náði ekki að byrja
stífnaði bara upp, hún var stórkostlegur frumkvöðull á
þessu sviði.Takk fyrir mig.
 

Kraftur Deans og aðrir kraftar.

Allar hamfarir eru hræðilegar, það versta við  fellibyli, flóð og aðrar náttúruhamfarir
á þessum slóðum er að blessað fólkið getur ekkert farið, það er bara þarna og
býður örlaga sinna og eru þau yfirleitt afar slæm.

Mér hefur oft dottið í hug, á okkar litla yndislega landi höfum við að
sjálfsögðu ekki svona veðurfar, en samt getur það verið nógu vont við okkur.
Ekki berum við tilhlýðilega virðingu fyrir því, nei nei ef við þurfum að fara á milli bæja,
þá bara skellum við skollaeyrunum við því að það séu endalausar viðvaranir í R.U.V.
Förum bara af stað, þurfum svo að láta aðra þ.e.a.s. björgunar-sveitamenn,
vegagerðina og hjálparsveit skáta koma og bjarga sér svo er fólk alveg hissa á að
það skyldi  ekki komast sjálft á leiðarenda og stígur jafnvel út úr bílnum sínum
bara á blankskónum.

Ein stutt sönn saga.
það  var útkall einn sunnudagsmorgun,
sonur minn dreif sig í gallann ég út í bíl að aka honum 
hann hámaði í sig brauð  og saup úr mjólkurfernunni á leiðinni sem voru
nú bara 5. mín.
Mamma mín þetta er bara smá útkall ég verð kominn í hádeginu aftur.
Hann kom k.l.23.00  glorsoltinn og þreyttur,
þeir voru inn á Reykjanesbraut allan daginn að  bjarga bílum
sem voru afar bjartsýnir á að komast leiðar sinnar.
Sér í lagi einn sem þurfti þrisvar á hjálp að halda, hann var úr vogunum,
hann ætlaði sér í  sunnudags-kaffi til Keflavíkur.
Er þetta eðlilegur hugsunarmáti svo ég taki nú ekki stærra upp í mig.
Þetta var eini frídagur björgunarsveitarmanna  frá sinni vinnu
og allir voru þeir í sjálfboðavinnu.
Björgunarsveitamenn þurfa út um allan heim að vera til taks,
þegar neyðin kallar, notum þá ekki í leikaraskap.

                                      Góðar stundir.


mbl.is Kraftur Deans eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vistheimili fyrir ungt fólk.

Það er búið að tala fyrir þessum málaflokk afar lengi,
en hvar eru úrlausnirnar?????????????????.
Það vantar algjörlega vistheimili fyrir ungt fólk sem lendir
út af brautinni, hefur ekki lent í neinu áður, ég spyr:
"passar þetta unga fólk t.d. á Litla Hrauni  með alla vega stöddum föngum".
Nei að mínu mati þarf þetta unga fólk sér heimili, aðstoð, afvötnun,kennslu
og kærleika, ekki að þau hafi ekki fengið kærleikann heimafyrir jú jú, en þau
þurfa hann í vistuninni eins og aldrei fyrr.
Ég gæti talið endalaust áfram, en læt sérfræðingum það eftir að meta
hvað hver og einn þarf á að halda. þegar verður komið með svona heimili.
Það er alltaf verið að tala um velmegun í þjóðfélaginu.
Hvenær ætlið þið þá að  Dru..... til að  byggja þetta heimili,
sem er búið að  vera í umræðunni of lengi.
Talað er um að það þurfi að  fá heildarsýn á fangelsismálin hvað ætlið þið að vera lengi
að fá hana. Sum mál taka óeðlilega langan tíma, þetta er brýnt því á meðan
þið eruð að fá sýnina eyðileggið þið tuga barna.
Er ykkur alveg sama????????????? Já ég held það.


Yfirlit dagsins.

Jæja nú er ég byrjuð í sjúkraþjálfuninni aftur eftir sumarfrí,
er í henni tvisvar í viku allt árið. Allt að komast í fastar skorður eftir sumarið.
Fórum að versla engillinn og ég er ég kom úr sjúkró,
borðuðum svo hádegismat sem var nú eiginlega morgunkaffi.
Lagði mig aðeins, hva bara smá, maður er nú þreyttur eftir svona langt frí frá sjúkró.
Engillinn náði að sjálfsögðu í Aþenu Marey k.l. 14. Dúlluðum við okkur með henni
þangað til mamma hennar kom heim  um k.l. 16.
Allt í einu heyrðust hvell læti og sagt var HÆ.HÆ.HÆ.W00t gerast enn.
Voru þær ekki komnar labbandi vinkonurnar þrjár það lá við að það liði yfir mann
þær eru nú ekki vanar að  hreifa sig meira en nauðsyn krefur svona utanhús.
Hlömmuðu sér niður í bekkinn á bak við mig ég var í tölvunni,
og þær höfðu afar mikið að segja. Voru að versla í Samkaup með þrjá poka af nasli
sem þær ætluðu að hafa um helgina og gos, ég sagði nú bara,
nenntuð þið virkilega að bera þetta upp brekkuna?
því hún er frekar brött hingað uppeftir og það í roki og rigningu.
Keyrði þær náttúrlega heim og splæsti á þær hammara og franskar,
Þetta eru nú einu sinni gelgjurnar í fjölskyldunni.
María Dís ætlar með þeim í vinnuna á morgun þá eru þær fyrr búnar
og eru komnar í helgarfrí.CoolCoolCool.


Ekkert að þakka.

Velkomin heim og að tölvunni aftur. Þakka þér fyrir síðast Rannveig mín,
það var að vanda hugljúft að hittast og tala saman,
skiptast á skoðunum og rugla pínulítið  það verður að vera með.
Frábært hvað þið Dóra skemmtið ykkur alltaf vel saman.
Þakka þér fyrir að lýsa hrifningu þinni á Húsavík,
ég er að sjálfsögðu sammála þér,er búin að dáðst að þessum stað
síðan ég fór að koma hingað fyrir um 45. árum, þá var nú öðruvísi
erill á hafnarsvæðinu allt fullt af skipum, bátum, trillum og fiski
og yðaði allt af mannlífi, eins og núna nema  nú er það  ferðamaðurinn sem skapar mannlífið
með okkur heima- mönnum, það er af hinu góða,
en vonandi fáum við meiri atvinnu á svæðið það er það sem okkur vantar.
Rannveig mín við munum að sjálfsögðu fara með það besta sem þú átt
í flug þegar hún á að fara heim aftur.
                Kærar kveðjur.
         Gamla settið á Húsavík.Heart

Akureyrarferð.

Mætti halda að við værum alltaf á Akureyri, bara ansi oft,
þurftum að fara inn á flugvöll í dag að sækja vinkonuna.
Það er alltaf jafn gaman að sjá og heyra er þær hittast
tvíburarnir og María Dís þvílíkar vinur eru þær.
Við eigum líka svolítið mikið í henni, en næst þegar ég keyri þær eitthvað,
þá mun ég hafa með mér heyrnaskjól, það er alveg sama hvað maður
býður þær að hafa nú aðeins lægra Æi nei það gengur ekki
þær tala við mann allar í einu, hækka í dvd spilaranum
og fá síðan hláturskast yfir hverju það veit maður ekki.
Enn allar vorum við svona á sínum tíma
og þær eru yndislegar. Sannur vinskapur er alltaf af hinu góða.Heart

Gullmolar.

Frábært þetta með vélhjól, hlýtur að koma sér vel í  umferðinni í bænum.
Má til með að koma því að í leiðinni.
Slökkviliðs-og sjúkraflutninga menn, þið eruð frábærir, 
allstaðar þar sem ykkur ber við  sinnið þið ykkar störfum af mikilli kunnáttu.
Ég hef þurft á ykkar aðstoð að halda og þakka ég kærlega fyrir mig.

Sönn frásögn frá barnæsku minni.

Þegar ég var 8.ára eða svo, varð timburhús eldi að bráð skammt frá þar sem ég bjó,
nokkrir karlmenn úr kvefinu hlupu niður-eftir til að hjálpa til,
að sjálfsögðu kom brunabíll eins og við kölluðum hann krakkarnir,
við stóðum álengdar og horfðum á þetta undur: "Eldinn".
Síðan sá ég pabba og fleiri menn koma með börn í fanginu og
foreldrar þeirra fylgdu á eftir.
Það var komið heim til okkar með vesalings fólkið, það var allt brunnið sem brunnið gat.
Ekki var um neinar tryggingjar að ræða í þá daga, þetta hefur verið í kringum 1950.
Þessir vösku menn komu síðan heim að tala við fólkið, þreyttir, sótugir og sumir með brunasár.
Ekki var um svo góðan hlífðarfatnað að ræða eins og í dag.
Eftir þetta var ég með stjörnur í augunum yfir þessum mönnum.
Ég  gleymi þessu aldrei.
Strákar þið eruð stjörnur bæði í nútíð og fortíð


mbl.is Voru ekki með forgangsakstur að óþörfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rigning.

Æ. erum við ekki alltaf að kvarta, sit hérna við tölvuna grenjandi úrfelli úti og ég var að hugsa um að  blóta því svolítið, en hætti við það verður allt svo fallegt þegar hættir að rigna.
Hvað getur maður svo sem haft það betra, situr inni í hlýunni hundurinn kúrir hér fyrir aftan mig
og maðurinn að lesa blöðin frammi í eldhúsi, búið að taka allt húsið í gegn eins og vera ber fyrir helgar, eða er það ekki annars svo, Jú. Jú.
Annars datt mér í hug að gefa manninum nafn, kalla hann Einkaþjóninn.
Sko eins og hann stjanar við okkur hér, mig börnin, barnabörnin og hundinn ja sko að
sjálfsögðu eru þau: " 3.ára gormurinn og hundurinn N.o.1.hin barnabörnin og börnin mín N.o.2.
og hver ætli sé þá N.o.3-10 nema  mío mío. Sem aldrei segi orð röfla ekki sit aldrei út á og er alltaf svo blíð og góð".  Út frá þessum ástæðum get ég ekki kallað hann einkaþjóninn.
Verð víst bara að kalla hann EngilinnHalo
Rigningar-kveðjur frá Húsavík.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband