Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Ekki fæðast menn afbrotamenn.

Mál þetta er afar sorglegt, að það skuli vera
16 ára unglingur sem er búin að framkvæma allt
þetta sem hann fær dóm fyrir.
Svo er hann á Skólavörustígnum, það getur ekki verið
uppbyggjandi fyrir hann,.
Ekki talin nauðsyn á sérstöku unglingaheimili,
en samt ekki gott að vista þá með öðrum föngum.
Er ekki alveg að skilja þennan hugsanahátt.
Ég spyr ætíð, hvar og hvenær byrjaði barnið að breytast,
hvað varð til þess að barnungur piltur gerist afbrotamaður?
Það þarf að komast að því, opna þessar veiku sálir,
og Það sárvantar heimili til að vista börn sem lenda í
samskonar málum, og fyrir þau sem eru að fá sinn fyrsta dóm,
og að þau fái þá aðhlynningu sem þörf er á fyrir hvern og einn.
        Mín skoðun.                        Góðar stundir.
mbl.is Sextán ára í Hegningarhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha,ha,ha, Hlýtur að vera hart fyrir?

Hef ekki vitað það betra, hlýtur samt að vera hart fyrir greyið.
neitaði sök, en DNA próf sannaði málið.
Kærði dömuhjólið?
Hvað skyldi hann fá langan dóm?
mbl.is Hafði mök við dömureiðhjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lofthræðsla.

Lofthræðsla er eins og hver önnur fóbía sem maður hefur
enga hugmynd um af hverju maður hefur.
Einu sinni fyrir afar mörgum árum fór ég upp á þak,
húsið var ein hæð, var ekki lengi að koma mér upp,
en það tók rúma tvo tíma að koma mér niður,
ég þorði ekki fram af brúninni.

Sælla minninga er ég fór til Færeyja, og eins og allir vita sem
hafa sótt þá frændur okkar heim er það alveg stórkostlegt,
þeir kunna sko að taka á móti fólki.
Við vorum þarna að keppa í Bridge á Suðurey minnir mig.
Nú þeir vildu endilega fara með okkur í skoðunarferð
og allt vel með það.
En það fóru nú að renna tvær grímur á mína er lagt var af stað,
fyrir það fyrsta ók maðurinn að mínu mati eins og bavíani,
vegirnir afar mjóir og svo voru bara útskot ef þú mættir bíl.
Stundum þurfti að bakka í útskot, ekki fyrir mig.
allsstaðar sá maður bara ofan í sjó.
Við vorum að fara til Súmba sem er syðsti oddi Færeyja
að mig minnir,
er við komum þangað loksins eftir nokkur stopp
var ég svo stjörf af hræðslu að ég gat ekki staðið upp.
Því ef ég leit út um gluggann þá sá é bara ofan í hyldýpi sjávar.

Bílstjórinn var alveg miður sín, ég átti að láta hann vita,
ekki til þess að hann æki hægar,
nei þá hefði hann gefið mér snafs og bjór, skondið,
það var meðalið við lofthræðslu, ekki að mínu mati,
en þáði nú samt veigarnar, það er bjórinn.
Til gamans sagt, aðallega fyrir mig.
                               Góðar stundir.

Eru snjóflóð kaldhæðni?

Já líklegast, kaldhæðin og stórhættuleg, væri þá ekki
bara flott að leyfa þeirri kaldhæðni að fljóta fram þar
sem hún fellur, og byrja á göngum, ég skil ekki þá
forustusauði sem fara ófæruleiðina, þeir hefðu fyrir löngu
átt að vera búnir að ákveða færu leiðina, það eru göng.
Nei endilega að fara beint í sjálfshelduna og þurfa síðan
að láta bjarga sér með miklum tilkostnaði.
Kallast þetta vitsmuna-vöntun eða hvað?

Sjáið nú bara Óshlíðina, hvað er hún búin að kosta í
öryggisaðgerðum og ekkert virðist duga.
Þar þurfa að koma göng og bæði þessi göng eru
bráðnauðsynleg núna, helst í gær.

Er ekki búið að gerast nóg þarna fyrir vestan?
                       Góðar stundir.


mbl.is Kaldhæðni snjóflóðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.