Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Fyrir Svefninn.
25.9.2008 | 21:19
Það er búið að vera afar skemmtilegt í dag, við gamla settið
vorum að laga til í morgun, síðan fór ég um 12 leitið niður í
Setur með sýnishorn af jólaföndri það er ekki seinna vænna
að fara að versla í það. lenti í góðu samræðum við Rósu og
Stellu sem báðar eru í starfsþjálfun á staðnum.
Svo voru Kynlegir kvistir að flytja í annað húsnæði, kynlegir kvistir
er nytjamarkaður sem er rekin af þeim í Setrinu og er allur ágóði
gefin til þeirra sem minna mega sín.
Við fórum að sjálfsögðu þangað, þar var fjör að vanda.
Kom heim um sex, hringdi aðeins í Lady Vallý, borðuðum, og svo
heyrði ég í Gillu Hún er dóttir Gísla og búa þau á Ísafirði.
Hún á 3 yndisleg börn.
Munið þið eftir honum séra Bjarna? þeir sem ekki muna hann,
hafa heyrt um hann. Hér er ein góð um hann.
Séra Bjarni heitinn Dómkirkjuprestur var mikill sjálfstæðismaður.
Eitt sinn fyrir borgarstjórnarkosningar er sagt að sr Bjarni hafi
stigið í stólinn og haldið mikla og góða ræðu og beðið
sóknarbörn sín að vera á verði gagnvart hinu illa í heiminum.
Ræðuna hafði hann endað á þessum orðum:
" Kjósið D,- kjósið D,- kjósið Drottinn.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Hvenær hófst ferlið?
25.9.2008 | 07:59
Hef nú ekki heyrt aðra eins vitleysu úttalaða á árinu 2008.
Hún þessi frábæra kona Lindsay hefur auðvitað ekki verið lengi
lesbía, hún hefur alltaf verið lesbía.
Maður fæðist samkynhneigður, hélt að allir vissu það í dag,
en sumir eru náttúrlega ennþá í afneitunar ástandinu
Sérstaklega í henni siðmiklu Ameríku.
Ekki er það nú viðurkennt þar í öllum ríkum að fólk sé samkynhneigt,
Nei þetta á víst að vera ímyndun í fólki.
Það eru í Ameríku meira að segja til meðferðastofnanir
sem eiga víst að taka á þessu með fólki.
Ég tel að nú til dags eigi að vera nóg,
að segja að þessi eða hinn sé með þessum eða hinum.
Það er ef fréttnæmt þykir.
Ég hef aldrei talið þetta neitt öðruvísi, bara eðlilegt.
Sjáið fegurðina í öllu sem fyriraugum ber.
Milla.
Lindsay lengi verið lesbía | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fyrir svefninn.
24.9.2008 | 19:37
Merkilegt hvað fólk getur drottnar, já drottnað yfir fólki,
Hafið þið ekki orðið vör við það? JÚ víst bara ef þið hugsið smá.
Drottnar yfir öllum sem eru fyrir þeim á einhvern hátt,
En ég er svo vitlaus að það er engu lagi líkt,
þess vegna hef ég aldrei látið drottna yfir mér.
Jú ég skrökva því, en eftir þau ár tók ég það í mig að engin
skyldi fá að drottna yfir mér oftar, held að ég hafi staðið
mig í því.
Ég tek mig bara til og þurrka þá út sem reyna að drottna yfir mér,
það kallast bara heimska , er það ekki annars?
Skapadægur.
Hann gerði sér hest úr hugarviti,
svartan hest úr sorg,
söðul úr skapadægri,
beisli úr baktali og rógi.
Stekkur stoltur á bak
stolta hestinum góða,
geysist með gusti og gný
og góða vininum, Téra
Æðir út með ströndu,
öslar í votum sandi
heim til mildrar móður.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Vitið þið að ég er bara leið.
24.9.2008 | 13:37
Sko fór í þjálfun í morgun rosa fjör, síðan heim að fá mér millibita
var sagt í gær að ég mætti ekki sleppa þeim, veit þetta bara svo
vel, en var samt að sleppa þeim nú verð ég að vera góða stelpan.
Átti svo að fara til næringarfræðings kl 11. en hún var veik,
ekkert við því að gera.
Ætlaði á fyrirlestur í hádeginu en treysti mér ekki upp alla þessa
stiga sem þar voru. þetta var fyrirlestur um hvernig maður á að
lesa úr merkingum á vörum sem þú ert að kaupa.
Svo skal ég segja ykkur að ég er bara sorgmædd.
Ég er bara ekki að sætta mig við að missa svona góða penna út
af blogginu eins og hana Hallgerði mína.
Hvað gerðist eiginlega? eru bloggstjórnendur að gera eitthvað,
eða geta þeir ekkert gert?
Bara farin í frí, farin út að hitta góða vinu.
Takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Stingur mann í hjartað.
24.9.2008 | 07:44
ég leit á bloggið mitt var hún, snemmætta vina mín sem
ætíð var með eitthvað gott í bloggum eða kommentum.
Það var búið að loka síðunni hennar, hún hafði gert það sjálf.
Ekki sá ég hvað hafði gerst, hún var á undan mér að tölvunni,
enda skiptir það eigi öllu ef hún hefur verið búin að fá nóg þá
veit ég að það er rétt og satt hjá henni, og ástæðan hefur verið
nægileg.
Mikið á ég eftir að sakna þín Langbrókin mín.
Ég hef nú heyrt ýmisleg um yfirráð á blogginu en veit eigi neinn
sannleika í því máli.
Hef það samt einhvernvegin á tilfinningunni að þörf sé á
tiltekt í þessum geira, fólk fái tiltal um að hætta verulega
smekklausum og vanvirðinga kommentum.
Það hljóta að vera takmörk fyrir öllu.
Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Fyrir svefninn.
23.9.2008 | 19:49
Fór til læknisins í viðtal og vigtun,
hann vara bara nokkuð ánægður með mig,
Fór í vigtun síðast 28/8 og var þá 116 kg en í dag 23/9
er ég 110,2 svo á þessum tæpa mánuði hef ég lést um
5,8 kg. er það talið mjög gott.
Eins og ég hef sagt frá áður þá tek ég ekki með kílóin sem
ég missti meðan ég var veik, en það voru 6 kg.
Upphaflega var ég 121 kg.
Síðan var ég að vinna og var það bara rólegt og gott.
*******************************
Maður frá Selfossi kom nýlega til læknis í Reykjavík og
kvartaði undan þreytu og sleni.
Læknirinn reyndi að komast fyrir um orsakirnar og spurði
meðal annars hvað hann blótaði ástina oft í viku?
" Á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum,"
svaraði maðurinn.
" Þú ættir að reyna að sleppa sunnudögunum," sagði læknirinn.
" Nei það get ég ómögulega," svaraði maðurinn.
" Það er eina kvöldið sem ég er heima."
Karlmenn þola skammaskúr,
skvetti þeir í sig tári,
en konur mega taka túr
tólf sinnum á ári.
Jón Bergmann.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Einelti, sorg og aðrir fylgifiskar.
23.9.2008 | 08:05
Hallgerður vina mín var með frábæra færstu um einelti í gær.
Langar aðeins að koma inn á einelti frá öðru sjónarhorni.
Sjónarhorninu hvað gerist og hvar byrjar það?
Oft er þetta þannig að einn byrjar, stundum vinnur þessi
bara einn, en stundum fær hann með sér nokkra aðra,
taka sig til og leggja einn eða fleiri í einelti, en af hverju
byrjar þessi eini?
Ástæðurnar geta verið margar og mis alvarlegar.
til dæmis getur hann hafa orðið fyrir þessu sjálfur, kannski
á leikskóla, heima hjá sér því staðreyndin er sú að mörg börn
verða fyrir því að lítið er gert úr þeim alveg frá því að þau eru lítil.
Sum eru hreinlega alin upp í því að það sé allt í lagi að vera
leiðinlegur við aðra, og sum fá aldrei þá athygli sem börn þurfa.
Ég þekki dæmi þess að barn hreykti sér ævilega af því að hafa gert
þetta eða hitt við börn og fullorðna í skólanum,
Móðir hans hló að þessu og gerandinn fékk þá athygli sem hann þurfti.
Hvað gera svo þessi börn?
Jú annað hvort verða þau sjálf fyrir einelti eða gerast gerendur sjálf.
Allt snýst á ógæfuhliðina fyrir bæði þolendur og gerendur.
Gerendur eru orðnir fastir í eineltismunstrinu, vilja kannski alveg losna,
komast ekki út, gæti það ekki verið að því að margir foreldrar vilja
ekki kannast við það að barnið þeirra geri neitt rangt.
Tel það vera stóra ástæðu.
Hvernig væri að þeir foreldrar sem eiga börn sem kvartað er undan mundu
vakna til lífsins og gera það sem er rétt í málinu, því þau skulu ekki halda að
börnunum þeirra líði vel með sínar gjörðir.
Styðjum Líf án eineltis.
Fáum eitt gott ljóð eftir Sten Selander.
Hið visna tré.
Og tréð hið visna hóf þá grein til himna
úr hrjóstri dauðra kvistar, er ein var græn,
sem hefði fakírs aflvana ormur stirðnað
í örvæntingarbæn.
Gef regn gef regn, ó lát mig blóm bera!
Ó blakka ský, ég hrópa upp til þín!
Sjá lauf og brum er hérna ennþá eftir!
Skal aldrei framar blómgast krónan mín?
Og svarið kom, það kom þó ekki í flóði.
Það kom sem elding, með hinn felda dóm.
Og visna tréð varð allt í einu blómi,
varð eldglóandi risablóm.
Eigið góðan dag
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fyrir svefnin.
22.9.2008 | 20:33
Í kvöld ætla ég að færa ykkur þetta yndislega ljóð
Tómasar Guðmundssonar.
Hún er konan sem kyrrlátust fer
og kemur þá minnst þig varir,
og les úr andvaka augum þér
hvers angurs, sem til þín starir.
Hún kemur og hlustar, er harmasár.
hjörtun í einveru kalla.
Hún leitar uppi hvert tregatár.
Hún telur blöðin sem falla.
Og hún er þögul og ávallt ein
og á ekki samleið með neinum.
Því hún er sorgin sem sefar hvert mein,
og sífellt leitar að einum.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ræða þarf starfstíma barna.
22.9.2008 | 06:50
Tæplega 90% barna dvelja sjö klukkustundir eða lengur í
leikskólum á degi hverjum, og vitað er um börn sem dvelja
mun lengur eða allt að níu klukkustundir á dag. Viðverutími
barna hefur lengst mikið á undanförnum árum og telur
umboðsmaður barna nauðsynlegt að huga að starfstíma
barna í leik- og grunnskólum.
Löngu komin tími til, það er ekki eðlilegt fyrir barn að vera
með viðveru allt upp í níu stundir á dag.
Þá eru þau orðin úrvinda úr þreytu, síðan er farið með þau
að versla í matinn, þau svöng og allt verður vitlaust vegna
þess að barnið vill fá þetta, hitt og bara allt.
Kannist þið ekki við þetta?
Umboðsmaður hefur sent menntamálaráðherra bréf þar sem
segir að mikilvægt sé að umræða hefjist milli þeirra sem eiga
hlut að máli, s.s. stjórnvalda, atvinnurekenda, foreldra og skóla
með það að markmiði að tryggja börnum rétt til að fá notið
bernsku sinnar og samskipta við foreldra".
Samskiptin eru nefnilega engin á kvöldin er allir eru orðnir þreyttir.
Það næst varla að elda kvöldmat áður en litlu skinnin eru hreinlega
sofnuð, fyrir framan sjónvarpið, þeim er nefnilega oftast plantað
þar á meðan eldað er, sett í þvottavélina tekið úr þurrkaranum
uppvöskunarvélinni og ég veit ekki hvað og hvað.
Að mati umboðsmanns er um að ræða mikilvægt hagsmunamál sem
ekki er á færi hans eins að ráða fram úr.
Aðkomu ólíkra aðila innan samfélagsins þarf til.
Það er það sem þarf að koma til að fólk geti lifað af á mannsæmandi
vinnutíma.
Fyrst og fremst þurfa foreldrarnir að vilja breytinguna, allavega
að hafa val.
Eigið góðan dag í dag sem alla daga.
Milla.
Ræða þarf starfstíma barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Fyrir svefninn.
21.9.2008 | 21:13
Sumir dagar eru svo óvæntir, maður gerir eitthvað,
allt lýður áfram eins og í mjúkri þoku, við sátum hér í
tölvuverinu sem kallast svo ( í gríni) ég var að mála
andlit fyrir köngla engla, englarnir mínir sko ekki úr
könglum voru í tölvunni og svo ræddum við um allt
milli himins og jarðar eins og vant er.
friður var mikill í herberginu.
Borðuðum síðan kvöldmat um sex leitið og ég ók
þeim svo heim.
Sérkennileg skýjalög voru á himni og haustlitina
teigaði ég í mig með góðu gróðurlyktinni sem kemur
inn um gluggann á bílnum.
Er búin að vera í tölvunni síðan ég kom heim.
Ein góð úr Íslenskri fyndni.
Stefán Jónsson fréttamaður átti tík, sem hann sagði
sjálfur að að væri vel hagmælt.
Stefán segist eitt sinn hafa verið að strauja lín, en
tíkin hefði viljað fá hann út með sér.
Þegar Stefán hélt áfram að strauja settist tíkin á
afturlappirnar og orti:
Orðin feitur eins og svín
afskaplega ljótur.
Stirður við að strauja lín
Stefán spýtufótur.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)