Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
Handan glærunnar
12.2.2011 | 11:03
Ég eignaðist góða vinkonu fyrir nokkrum árum, hef reyndar aldrei séð hana eða heyrt, en mér fannst eins og ég hefði alltaf þekk þessa stórkostlegu konu.
Það væri langur listi að telja upp allt sem hún hafði til bruns að bera, en segi bara elsku Ia mín takk fyrir mig í öllum þeim skemmtilegu skrifum sem á milli okkar fóru, þú ert stórkostleg kona.
Nú er þú ert komin handan glærunnar þá bið ég góðan guð að blessa fólkið þitt og sendi þeim mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Óhugnaður af verst gerð
11.2.2011 | 07:55
Þetta og skyld mál eru þau verstu sem koma upp, en sem betur fer koma þau upp því þá vaknar alþjóðasamfélagið að værum blundi og gerið eitthvað í málunum, eða er það kannski svo með þessi mál eins og svo mörg önnur að dæmt er, þau í brennidepli einhvern tíma svo gleymast þau og engin er meðvitaður um það sem er að gerast í kringum okkur þar til næsti óhugnaður kemst upp.
Hugsið ykkur þessi maður er 48 ára búin að eignast 8 börn með stjúpdóttur sinni, misnota hana, son sinn og dóttur selja aðgang að stúlkunum, er eitthvað til óhugnanlegra, held ekki. Guð hjálpi þessu unga fólki og öllum börnunum.
Ég hef furðað mig á er svona mál koma upp hvernig sé hægt að ala upp svona skrímsli, hvað er að og hvað hafa foreldrar, fósturforeldrar gert til þess að börnin þeirra ( Einhvertímann hafa skrímslin verið börn) breytast í skrímsli og taka sér rétt til að misnota, misþyrma, lítilsvirða og hvað eina sem hægt er að nefna. Þetta heitir að myrða fólk því þau ná sér aldrei í lífinu frá þeim ótta sem í þeim býr.
Eins og ég hef oft sagt, þá hefur hér á landi eigi verið sinnt um kynferðisbrotamál sem skildi, það er gert lítið úr þeim, konur niðurlægðar í yfirheyrslum og svo margt sem gerir þeim erfitt fyrir þær eru stimplaðar þó margt hafi lagast þá ekki nóg.
Dæmum ekki,verum meðvituð án fordóma
þá hjálpum við mörgum
Eignaðist 8 börn með stjúpdóttur sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Himinn, jörð + heilsa ll
9.2.2011 | 08:50
Tala um himininn því úr honum fáum við svo margt, það er að segja við sem búum í mengunarlausu landi fáum t.d hreina rigningu til jarðar, eða er það ekki svo að rigningin tekur með sér mengunina sem leikur í loftinu, yfir menguðum borgum, og kemur mengað til jarðar allavega held ég það. Ætla ekki að tala meira um það núna.
Talaði um Hveitikím um daginn og gæti ég talað mikið um það, en læt fólki það eftir að googla á og njóta að lesa sjálft.
Ég er einnig unnandi Hveitiklíðs það er hýðið af hveitinu sem er skilið frá eins og kímið. Klíð er um 12% af hveitikorninu og er afar trefjaríkt auðugt af B-vítamíni og fosfór. Eitt ber að varast, borði maður það hrátt getur það dregið úr steinefnaupptöku líkamans og því haft öfug áhrif, en þetta gerist ekki ef það er soðið í einhverju svo sem í graut, bakað úr því brauð eða sett út í súpur eða sósur
Ég nota nú samt grófunnið Hveitiklíð "stundum" út í AB mjólkina mína, það er nefnilega gróft eins og All Brand, brakandi gott undir tönn.
Þar sem ég veit að allmargir henda öllum ruslpósti eða fá hann ekki þá tek ég mér bessaleifi og set hér inn smá um D-víamín, en heilmikil lesning um það kom í síðasta Heilsufréttablaði heilsuhúsins, einnig tel ég marga hunsa svona fréttir, en það er bara rangt, vill ekki fólk fá betri heilsu svo ég tali nú ekki um að veita börnunum sínum gott heilsufarslegt uppeldi, börnin búa að fyrstu gerð.
D vitamín/Heilsufréttir 18.tlb. 10.árg. 2009
D-vítamín er nauðsynlegt í skammdeginu:
Eykur vellíðan, styrkir lungun og dregur líklega úr einkennum Parkinsons
Eitt þeirra vítamína sem við ættum að huga þegar sólar nýtur lítið við er D-vítamín sem stundum er kallað sólarvítamínið. Nýleg áströlsk rannsókn leiddi í ljós að D-vítamín er afar áhrifaríkt gegn skammdegisþunglyndi. Í ranóknin sem gerð var á 400 manns, þar sem helmingurinn fékk D-vítamín og hinn helmingurinn lyfleysu, sögðust nær 100% þeirra sem sem tóku inn D-vítamínið að þeim liði betur en áður, eftir að hafa aðeins neytt þess í fjóra daga. Þetta kann að stafa af því að D-vítamín hefur þann eiginleika að auka serótínmagn í heilanum en skortur á því leiðir einmitt til þunglyndis.
D-vítamín verður til í húðinni eftir að hún hefur komist í snertingu við útfjólubláa geisla sólarinnar. Einnig getum við fengið það úr feitum fiski, t.d. fisklifur og lifur annarra dýra. Mest af því er að finna í þorskalifur. Einnig er nokkuð magn þess að finna í fræspírum, sveppum, sólblómafræjum, mjólkurafurðum og eggjum. Loftmengun, paraffínolía og laxerolía eru gagnvirk D-vítamíni.
Öll þurfum við lífsnauðsynlega á D-vítamíni að halda til þess að frásoga kalk en það stuðlar að heilbrigðum beinum og sterkum vöðvum og ekki síst heilbrigðu ónæmiskerfi. D-vítamín er líka nauðsynlegt til að skjaldkirtill og fleiri kirtlar starfi eðlilega. Það hindrar tannskemmdir og tannrótarbólgur auk þess að koma í veg fyrir beinkröm. Auk kalks stuðlar D-vítamín einnig að upptöku fosfórs og annarra steinefna. Rannsóknir á beinþéttni hjá eldri borgurum leiða ítrekað í ljós nauðsyn þess að þeir taki inn D-vítamín til að koma í veg fyrir beinþynningu. Fólk á norðlægum slóðum þarfnast aukins D-vítamíns á veturna vegna þess hve stutt dagsbirtu nýtur þá við.
Samanmerki á milli neyslu D-vítamíns og heilbrigðra lungna
Rannsóknir sýna líka að þeim mun meira D-vítamín sem rennur um æðar okkar því heilbrigðari eru í okkur lungun. Þegar er búið að sanna að skortur á D-vítamíni eykur hættuna á háum blóðþrýstingi, sykursýki, krabbameini og beinþynningu. Nú hafa læknar á Nýja-Sjálandi hins vegar uppgötvað að samhengi er á milli D-vítamíns og heilbrigði lungna: "Svo langt sem við eygjum er þetta í fyrsta sinn sem einhver uppgötvar þessi tengsl á milli D-vítamíns og starfsemi lungnanna," segir Peter Black, forsprakki Nýsjálenska vísindahópsins frá Háskólanum í Auckland en hann og félagar hans komust að þessu þegar þeir rýndu á ný í rannsóknir sem framkvæmdar voru í Bandaríkjunum á árunum 1988 og 1994. Niðurstöðurnar voru geymdar í Third National Health and Nutrition Examination Survey (NHANES III). Rannsóknin náði til meira en 14.000 Bandaríkjamanna, 20 ára og eldri. Mælingar höfðu verið gerðar á útöndum hvers og eins. Niðurstaðan var einföld: því meiri neysla á D-vítamíni því heilbrigðari eru lungun.
"Við vitum ekki alveg af hverju þetta er svona," segir Black en hann bendir á að allir viti um samhengið á milli neyslu D-vítamíns og sterkra beina. Hugsanlegt sé að D-vítamín hafi með sama hætti áhrif á lungnavefinn, sem vitað er að að endurnýjar sig alla ævi líkt og beinin. Frekari rannsóknir á þessari stóru uppgötun eru í vinnslu.
Allir ættu að lesa og fara eftir.
Kærleik og frið í hjarta
Milla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Himinn, jörð + heilsa
7.2.2011 | 09:46
Hvað er hveitikím? það er mikið talað um vítamín og bætiefni af ýmsum toga og ég með mitt egó opna ævilega munninn og fer að tala um það sem ég veit, veit nefnilega allt, nei í alvöru þá er fólk að kaupa allskonar vítamín og veit ekkert um þau hvað þá hvort þau komi hverjum og einum að gagni eður ei.
Vítamínin ættu að koma úr matnum og frá sólinni, en þar sem við höfum of litla sól og margan matinn er búið að eyðileggja með hinum ýmsu meðhöndlunum þá verðum við að lesa á, hlusta og hugsa um hvað sé í raun gott.
Hveitikím er hinn gullni matur að mínu mati með flest þau steinefni sem við þurfum, eins og magnesíum, Sinki, kalíum, járni ómega 3, A-, B1, B3 og B vítamínin eru afar nauðsynleg til að viðhalda jafnri orku og heilbrigði vöðva innri líffæra hárs og húðar. Hveitikímið er ríkt að e vítamíni sem er eitt magnaðasta fituleysanlega andoxunarefnið í líkamanum, einnig er það afar styrkjandi fyrir húð og hár og held bara að það yngi mann upp um mörg ár. Einnig hefur það góð áhrif á sjón, augu, blóð og lungu, svo ég tali nú ekki um hjartastarfssemina.
Hveitikímið fæst í öllum heilsuhornum og heilsubúðum, ég læt það í mörg lítil box og frysti því annars þránar það og það er ástæðan fyrir því að eigi er það sett með í vinnsluna á hveitinu, heppin við, nú þurfum við ekki að kaupa okkur margar dollur af vítamínum.
Ég Hveitikímið út í AB mjólkina á morgnanna ásamt sölum, gojaberjum, mulberrys og öllu mögulegu hollu sem ég á til, svo má strá því út á fiskin og svo margt annað.
Gæti talað um þetta í allan dag, en læt hér staðar numið.
Verð samt að segja frá að ég tek einnig D víamín, sem er afar mikilvæt þó þið takið lýsi.
Kærleik á línuna og munið að elska það sem þið borðið
þá fer maturinn betur í ykkur.
Bloggar | Breytt 9.2.2011 kl. 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Kunnugleg frétt.
7.2.2011 | 06:49
Það eina sem gerir húðina fallega er heilbrigt matarræði, vera hamingjusamur og elska sjálfan sig auðvitað þarf maður að nota gott rakakrem, en það þarf ekki að kosta allt upp í 60.000. Svo er bara fallegt að vera með hrukkur.
Segja nýtt hrukkukrem virka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hafið þið, ekki ég.
6.2.2011 | 10:54
Hafið þið fundið sanna ást Ekki ég
Hafið þið fundið kröfulausa ást Ekki ég
Hafið þið eldað góðan mat Ekki ég
Hafið þið þrifið nógu vel Ekki ég
Hafið þið alið upp börnin nógu vel Ekki ég
Hafið þið sloppið við að spilla þeim Ekki ég
Hafið þið sloppið við að nota hvíta lygi Ekki ég
Hafið þið sloppið við að gera skilagrein Ekki ég
Hafið þið sloppið við lítilsvirðingu Ekki ég
Hafið þið ætíð haft góð jól Ekki ég
Hafið þið ætíð fengið sæta litla gjöf Ekki ég
Hafið þið átt mann sem virðir ykkur Ekki ég
Hafið þið skapað öllum gott heimili Ekki ég
Hafið þið sloppið við andlegt ofbeldi Ekki ég
Hafið þið sloppið við líkamlegt ofbeldi Ekki ég
Hafið þið sloppið við að það sé tekin
kílómetrarnir á bílnum ykkar
svo sjáist að þið hafir bara farið
í vinnuna Ekki ég
Hafið þið fengið heimsókn frá
pabbanum er börnin fæddust Ekki ég
Hafið þið sloppið við hótanir um
líkamsmeiðingar heilu
næturnar Ekki ég
Hafið þið sloppið við að vakna upp og
það er búið að sparka ykkur
út á gólf Ekki ég
Hafið þið sloppið við að vinna ykkur út
úr vandanum sem þið ákváðuð
að leifa Ekki ég
Ég elska sjálfan mig, fjölskylduna mína, lífið og
tilveruna.
Lífið er dásamlegt í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kannski gerist það núna.
5.2.2011 | 12:45
Þér hefur sjaldan vegnað jafnvel og þessa dagana
og ert einfaldlega að uppskera eins og þú átt skilið.
Gaumgæfðu peningamálin betur og mettu verðmæti eigna þinna.
Það er alveg satt að mér vegnar afar vel í öllu sem ég er að gera og ég er viss um að ég er að uppskera eins og ég hef sáð og á skilið. Er nefnilega að hugsa bara um mig, ná heilsu og verða ennþá hamingjusamari en ég er ja sko ef mér er ætlað það í þessu lífi.
Vona nú að ég finni það sem ég hef aldrei fundið og það er ástin og ástarsamband við mann sem hugsar eins og ég, en er engin gunga, þoli ekki já menn eða menn sem aldrei þora að segja það sem þarf hvað þá að ræða um hvað þeir vilja eða að hlusta á hvað ég vil, einnig þarf að vera virðing, traust og gleði, Uss hvað er ég að rausa þetta núna, en þetta kom bara.
Nú ég á að gaumgæfa peningamálin og meta verðmæti eigna minna, ég á engar eignir jú ég á bílinn og er með hann á sölu, kannski það gerist núna að hann seljist vonandi og þá mun ég eigi láta verðmæti hans rýrna.
Ég átti að fara í blóðtöku í vikunni (þeim vantar í slátrið á sjúkrahúsinu Hahaha) nennti ekki að fara út í kuldan svona snemma morguns fer bara í næstu viku ef veðrið hefur eitthvað batnað þá, annars er það nú eins gott því ég þarf inn á Akureyri á Þriðjudaginn, það er þetta venjulega gangráðaeftirlit.
Helgin verður róleg hjá mér að vanda, nýt þess í botn.
Kærleik á línuna
Millasem elskar sjálfan sig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Matur er mansins megin
2.2.2011 | 20:51
Já svo merkilegt sem það er nú þá er matur mansins megin, kannski ekki svo merkilegt því flest elskum við að borða.
Nú þar sem ég er að breyta svolítið til hjá mér í matarræðinu þá eru dagarnir ansi skemmtilegir, er á netinu að skoða uppskriftir mest spennandi er náttúrlega síðan hennar Sollu, Cafe Sigrún og nokkrar fleiri, vantaði uppskrift af sojakjötsgumsi, fann hana og mallaði með glöðu geði þurfti reyndar að breyta svo litlu, en það má alveg, flaskaði samt á einu, Sojasósunni, mátti ekki setja eins og sagt var í uppskriftinni því ég notaði ekki rjómann sem átti að vera í, sem sagt þessi réttur fór í ruslið, passa mig bara næst.
Nú dagurinn minn byrjaði á rúmleikfimi og teijum á rúmstokknum, sko ef einhver er að efast um að um alvöru fimi hafi verið að ræða þá er það misskilningur, ég á nefnilega engan karl, en það er bara fínt því maður bjargar sér bara sjálfur. Eftir það fékk ég mer LGG-+ olonge te, hrísköku með engu á, magnesíum í vatnsglas og að sjálfsögðu meðulin mín og D vítamínið. Um tíu leitið fékk ég mér besta græna djúsinn sem ég hef smakkað, það er þessi græni frá Sollu.Síðan í hádeginu Ab mjólk með grófu hveitiklíð, byggflögum, Goja berjum, kanil, Sölum, avokadó, en bara dass af hverju, þetta er æði.
Í kaffitímanum, te, hrökkbrauð með grænmetistartar og papriku, nú síðan kom þessi kvöldmatur sem mislukkaðist algjörlega fékk mér bara hrökk með smurosti, eftirmatur, epli, kanill og hráfæðisrúsínur hjúpaðar hráu kakó, er bara ánægð með daginn og þakka fyrir það.
Sem sagt að á morgnanna er ég að borða hráfæði, snakkið og kexið er hráfæði og að sjálfsögðu er þetta allt lífrænt djúsinn hennar Sollu er hráfæði ég geri hann sjálf.það er eiginlega bara kvöldmaturinn sem er venjulegur nema ég borða ekki rautt kjöt, kartöflur, brauð, aldrei unnar kjötvörur hef ekki gert það í mörg ár ég gæti talið upp endalaust það sem ég borða ekki, en segi bara að ísskáparnir mínir eru tómir af óhollustu, en fullir af hollustu.
Ég hef eins og sagt hef áður verið í stórum feluleik við sjálfan mig í áratugi ekki hlustað á neinn meðvirknin með sjálfri mér alveg á fullu.
Ég vissi samt í byrjun janúar að nú mundi þetta breytast, litli bróðir minn kom heim frá Japan um daginn og hann leiddi mig í sannleikann og bað mig að gefa þessu 2-3 mán. og það ætla ég að gera, vonandi koma þeir mér á rétta braut.
Nú fer ég bráðum að sofa því ég er bara svolítið þreytt ennþá eftir suðurferðina, þetta tekur á.
Ljós og kærleik inn í nóttina ykkar
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Óhugnaður
2.2.2011 | 07:38
Hvernig í ósköpunum getur þetta gerst, 100 börn algjör hryllingur, þó það hefðu verið færri elskur sem lentu í þessum glæpamanni.
Mér mundi finnast eðlilegt að þeir sem væru ráðnir til slíkra starfa gengust undir geðrannsókn, síðan með reglulegu millibili á meðan ráðning þeirra er í gildi, hvað er þetta eiginlega búið að gerast oft að upp kemst um svona mál, en bara allt of seint.
Mannréttindasamtök um allan heim ættu að rannsaka heimili, leikskóla, skóla, elliheimili og aðrar þær vistarverur sem fólk býr eða vistast á um lengri eða skemmri tíma.
Bara á okkar litla Íslandi er til ofbeldi af öllum toga og það fleiri en við gerum okkur grein fyrir, einnig er sinnuleysi gagnvart ábúendum heimila afar mikil, fólk veikist og það er ekki hlustað. Fólk er svo ómeðvitað um hvað er að gerast í kringum það, ekki er hlustað á börnin hvað þá á þá einstaklinga sem taldir eru öðruvísi.
Ég undra mig oft á fólki sem talar um öðruvísi fólk, hvaða fólk er það og hver er öðruvísi?
Öðruvísi eru bara þeir geðveiku einstaklingar sem framkvæma svona glæpi gagnvart fólki eins og þessi maður gerði og er full ástæða til að vera vel meðvitaður.
Því miður eru svona mál fljót að gleymast, gerandinn er settur undir lás og slá og lítið sem ekkert hlúð að þolendum.
Góðar stundir
Misnotaði yfir 100 börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Viðreisn á mínum forsendum
1.2.2011 | 13:51
Má segja að mest allt mitt líf hafi ég verið að berjast við aukakílóin, Já ég taldi svo, en mikið ansans kjaftæði er að bera það á borð bæði fyrir ykkur og mig, því hefði ég verið að því á réttan hátt og með réttu hugarfari, ekki kennt allar götur öðrum um veikleika minn í þessari baráttu, væri ég að sjálfsögðu orðin grönn og fitt stelpa og engum að kenna, bara mér að þakka.
Heilsuleysið er búið að hrjá mig síðan ég var 50 ára og ætla ég nú ekki að fara að telja það upp hér eins hundleyðinleg sú umræða er, en þessi mánuður er búin að vera viðburðamikill og komst ég að því að ef ég ætlaði ekki að enda í hjólastólnum farlama aumingi með Cherry flöskuna í annarri hendinni og sígarettuna í hinni þá yrði ég að gera eitthvað í mínum málum, var nefnilega búin að segja einhvertímann að ég ætlaði að byrja á öllum þeim ósóma sem til er þegar á elliheimilið væri komin, en ætli það hafi nú ekki bara verið orðagjálfur.
Viðreisn á mínum forsendum verður verkefnið mitt allt næsta ár og þá verð ég komin á rétta sporið.
Ég ætla að ráða mér sjálf.
Ekki fara eftir annarra ráðum.
Ég ætla að borða þegar ég vil.
Ekki er aðrir segja mér að borða.
Ég mun bara eiga það til sem ég borða.
Ekki það sem aðrir vilja borða.
Ég mun hætta að stjórna í öðrum.
Ekki leifa öðrum að stjórna í mér.
Ég ætla að lifa lífinu eins og ég vil.
Ekki eins og aðrir telja best fyrir mig.
Í þessu yfirlýsingum er ég ekki að meina börnin mín
því þau eru stoð mín og stytta.
Ég er að meina kerfið allt eins og það leggur sig, hver
þekkir líkama sinn betur en ég og veit nákvæmlega
hvað honum er fyrir bestu.
Ég elska mig, fólkið mitt, orkuna frá hafinu, loftinu,
jörðinni og himinhvolfinu.
Kærleik á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)