Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Áramótaheit

Margir setja sér áramótaheit eru með stór orð, óskapast yfir öðrum sem ekki héldu heitin sín frá síðustu áramótum, en skilja ekki að þeir eru verstir sjálfir og jafnvel hafa aldrei staðið við sín orð vonandi eru það samt fáir eða hvað haldið þið.

Fólk sem aldrei stendur við það sem það segir verður aldrei farsælt eða hamingjusamt, þetta er mín skoðun.

Ég ætla ekki að setja mér nein áramótaheit því ég veit sem er að þau vilja fara í vaskinn bæði hjá mér og öðrum, en ég er búin í gegnum lífið að læra að gera mitt besta alla daga ársins, fyrst og fremst gagnvart sjálfri mér og síðan fyrir alla aðra sem eru og verða á mínum vegi.

Sumir eru kannski hissa og segja að ég sé eigingjörn að ætla fyrst og fremst að hugsa um sjálfan mig en það er eigi rétt því ef ég er ekki í lagi þá get ég ekki gert neitt fyrir aðra.

Það eru svo margir sem eru þurfandi fyrir hjálp og er það einhvernvegin þannig að þeir sem eiga aðeins meira en aðrir sjá ekki og jafnvel vilja ekki vita af þeim sem minna mega sín, en það sem við þurfum að gera er að taka okkur öll saman í andlitinu líta upp og horfa í kringum okkur, hvar getum við hjálpað jú það þarf ekki langt spjall við börnin til að þau fari að spyrja út í efnahagsástandið í landinu, þau spyrja gjarnan: "missum við heimilið okkar, þurfum við að hætta í íþróttum, fáum við ekki ný föt ef okkur vantar, verðum við að hætta að fara í bíó", svona vær endalaust hægt að telja upp, en hvaðan hafa börnin þessar áhyggjur jú þau heyra talað um þetta heima hjá sér og í spjalli við skólafélaga og vini, hjálpum börnunum ef við fáum tækifæri til þess og einnig foreldrunum.

Það er náttúrlega eitt stórt vandamál, að það vilja fáir viðurkenna að þeir séu búnir eða að missa allt sem þeir eiga, skömm og fordómar eru miklir í þessu blessaða þjóðfélagi okkar.

Þurrkum út skömmina, fordómana, sjálfsvorkunnina og meðvirknina, allt á að vera upp á borðinu, við þurfum ekki að skammast okkar fyrir hvorki eitt eða neitt.

Stöndum keik, höldum utan um það sem við eigum, að eiga hvort annað er það mikilvægasta í lífinu.

Það er afar mikilvætt að fólk hætti endalaust að kenna öðrum um allt sem illa fer í þeirra lífi, það erum við ein sem berum ábyrgð á okkar lífi engin getur gert það fyrir okkur

Megi góður guð færa okkur öllum gleði og kærleik
á nýju ári.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.