Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
Höfum hreint í kringum okkur, líka í ruslinu.
21.4.2012 | 19:06
Í Mbl.is í dag talar Guðrún Bergmann um dag jarðar sem er á morgun, en Dagur Jarðar var fyrst haldinn í Bandaríkjunum árið 1970. Sameinuðu Þjóðirnar gerðu daginn alþjóðlegan árið 2009.
Það er svo ótal margt hægt að tala um í sambandi við Dag Jarðar og eiginlega allt sem betur mætti fara því flest okkar hafa enga meðvitund um hversu illt við gerum jörðinni og sjálfum okkar í leiðinni.
Langar til að tala um ruslið sem til fellur frá heimilum okkar, ég veit vel að flokkun á rusli er ekki gæfuleg því sorpeyðingastöðvarnar setja þetta hvort sem er í einn haug sem fer síðan í brennsluofnanna kannski aðeins misjafnt eftir stöðum en að öllu jöfnu er þetta svona.
Í dag ók ég að ruslatunnunum hjá okkur hér var að henda rusli úr bílnum, mér ógnaði alveg umgengnin tunnurnar voru yfirfullar, pokar út um allt sumir opnir og flæddi ruslið út um allt, Dóra mín tók aðeins til, en tunnurnar voru yfirfullar svo ekki var mikið pláss til að koma pokunum ofan í og það þyrftu að vera fleiri tunnur fyrir allt þetta fólk hér, en því miður þá komast ekki fleiri tunnur í tunnustæðin.
Við gætum samt reynt að hjálpa svolítið til. Hjá okkur er það þannig að allt rusl sem er þurrt eins og blöð, pappaumbúðir fer í sér poka, glerkrukkur fara þvegnar í sérpoka og gefum við þær til þeirra sem eru að nota þær til nytsamlegra hluta, nú auðvitað notum við eitthvað sjálfar, þá er eftir allt sem er blautt og getur skemmst, það rusl fer í sér poka sem við hendum út á hverjum degi, með þessari tilhögun sem tekur enga stund hendum við út minna rusli dags daglega, nú fyrir rusladag förum við út með hitt ruslið.
Þið sem ekki hafið gert svona smá flokkun verðið afar hissa er þið sjáið hvað umfangið á ruslinu ykkar minnkar, svo er þetta bara gaman og allt verður svo hreint og fínnt í kríngum ruslatunnurnar.
Þetta er bara eitt af mörgu sem þarf að taka sig á í, það er með þetta eins og svo margt annað engin gerir það fyrir okkur
Gangi ykkur vel.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er sleppan í útrýmingarhættu?
20.4.2012 | 07:50
Nammi namm.
Já þeir eru NÁTTÚRLEGA búnir að vera að herða eftirlitið með netafjölda í sjó og ætla að gera betur, smá spæjaraleikur í gangi, ekki að ég sé ekki hlynnt honum margir eru eflaust að brjóta einhver lög en að setja einhvern kraft í þetta núna er ég ekki að skilja vantar mönnum á fiskistofu meiri vinnu það kostar heilmikla peninga að auka við eftirlitið eða er það ekki, varla vinna þessir menn kauplaust.
Væri kannski nær að nota peningana sem fara í þetta eftirlit í eitthvað annað þarfara en að spæja og svo dæma menn fyrir svona smotterí, margir menn/konur sem eru á sleppu eru bara að reyna að bjarga sér og sínum
Það er þetta með ábendingarnar, hvers konar vinir eru það á bryggjunni sem senda ábendingar get alveg sagt ykkur það, það eru falskir afbrýðissamir vinir sem aldrei verða vinir aftur, þeir halda að engin viti hverjir þeir eru, en mesti misskilningur hjá þeim allir vita það
Man er ég var að alast upp í Reykjavík, pabbi fór alltaf að kaupa fisk af trillukörlunum sem voru með trillurnar sínar við Ægissíðuna sem það nefnist í dag, en það var ætíð sagt að nú skryppum við út á nes, þarna var allt keypt sem úr sjónum kom því við vorum afar mikið fyrir að prófa eitthvað nýtt.
Rauðmaginn var og er lostæti og svo er sleppan var orðin vel sígin þá var hún borðuð með kartöflum og mikil svaka veisla var það alltaf.
Nú þar sem allt er að fara inn í torfbæina aftur má þá ekki bara hafa þetta svona að hluta til allavega, margir fara og kaupa beint af bónda eru ekki fiskimenn fiskibændur?
Góðar stundir
Eftirlit með grásleppuveiðum hert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ferming, léttir og myndir
9.4.2012 | 08:07
1 apríl fermdist hún Bára Dís mín hún er dóttir Írisar og systir Hróbjarts míns. Ekki fór ég í kirkjuna vegna mála sem ég nefni ekki hér, kannski létti ég á mér og segi þá sögu, en ekki núna.
Komst að því að það er svo auðvelt að hitta fólk hvort sem mér líkar við það eða ekki ég hef það bara í huga að það er ég sem ræð hverjum ég sýni hlýju og hverjum ég sýni kurteisi svona eins og ég þekki fólkið ekki neitt og mundi aldrei heilsa því fyrir utan svona atburði eins og fermingar, giftingar, skýrnir og annað þvíumlíkt.
Hitti fullt af góðum vinum sem ég hafði ekki séð lengi og það var æðislegt, maturinn var góður og allt viðmót alveg eftir bókinni rétt eins og vera ber á degi barnsins.
Kom mér samt á óvart er heim kom hvað fólkið sem ég þekki ekki neitt í dag snerti mig ekki ég mundi bara eftir þeim sem mér þykir vænt um.
Jæja hér koma nokkrar myndir og þau sem birtast þar elska ég afar mikið
Bára Dís mín svo falleg þessi elska
Sigrún Lea, Hróbjartur og Guðrún Emilía
Þau eru fæddir vinir
Fallegu stelpurnar mínar Bára Dís og Viktoría Ósk
Sigrún Lea að vera góð við frænku sína, eða hvað?
Fallegustu Kamilla Sól og Lóan, Þær eru æði
Bára Dís og Guðrún Emilía, smá grettukeppni í gangi
Sjáiði prakkarasvipinn, svo er hún algjör bræðari Lóan litla
Aþena Marey, Bára Dís, Guðrún Emilía og Viktoría ósk
ætíð stutt í glensið hjá þeim
Hróbjartur og Aþena Marey að spila saman, yndislegt
þessi mynd er yndisleg, en það vantar fjögur af mínum barnabörnum
vonandi náum við mynd af þeim saman næst er við hittumst öll.
Svona minningar verða ekki frá mér teknar, elska ykkur
Hjartans barnabörnin mín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)