Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
Hugleiðingar 111
26.8.2012 | 09:09
Var að hugsa um að loka bara síðunni minni hér, en svo hætti ég við það þetta er mín síða og búin að vera það í mörg ár og hér á ég marga vini svo ég held henni til að setja inn hugleiðingarnar mínar.
Hugleiðingar eru til þess að losa sig við sárindi og efasemdir en einnig til að gleðjast og núorðið aðallega til að gleðjast með sjálfum mér fyrir það yndislega sem kemur upp á í lífinu mínu, en mér finnst afar merkilegt hvað margir eru neikvæðir og lesa ekki bjartsýnisblogg, neikvæðni er bara af hinu slæma fyrir okkur öll.
Sumarið hjá mér er búið að vera bjart og gleðilegt, fór heim til Húsavíkur í endann maj og var ferðin aðallega gerð til að aka englunum mínum norður, þær ætluðu að vinna á Fosshótelinu að Laugum í sumar en þær voru fyrst nokkra daga hjá frænkunum sínum á Húsavík síðan ók ég þeim að Laugum sem er eitt af undrum veraldar hvað fegurð snertir var síðan á Húsavík í mánuð hjá elsku ljósunum mínum og Millu minni, tengdasonurinn var víðs fjarri á rækju. Það var æðislegt að anda að sér orkunni frá sjónum og umhverfinu öllu, norðurþing er svo fallegt og magnað landssvæði að mér finnst ætíð ég vera komin í aðra vídd er ég fer að nálgast staðinn, nú ég fór suður eftir mánuð og var ýmislegt að stússast hé fyrir sunnan og við mæðgur áttum góðan tíma saman og með barnabörnunum mínum hér í Reykjanesbæ.
Nú það kom upp að Milla mín þurfti að hlaupa í skarðið sem fararstjóri með fimleikadeild Völsungs til Danaveldis og brunaði þá amma norður til að vera með ljósunum sínum það var yndislegur tími.
Ekki tók því að fara suður fyrr en englarnir mínir voru búnar að vinna, ætluðum við svo að aka suður 20/08 en var þá ekki sú gamla lögð inn á sjúkrahús deginum áður með garnalömun og englarnir mínir urðu að fljúga suður því nóg var hjá þeim að gera áður en þær færu til Japans 30/08. langaði til að segja frá þeirri stórkostlegu umönnun sem ég og aðrir fá á sjúkrahúsini á Húsavík, mér var ekki sleppt út fyrr en allt var orðið gott og ég farin að halda matnum niðri (lokksins er ég fékk að borða ) mér fannst ég vera umlvafin kærleika og hef ég sagt það áður að ekki finnst betra sjúkrahús á landinu með fullri virðingu fyrir öllum öðrum, takk fyrir mig kæru vinir.
Nú ég ákvað að aka suður á fimmtudaginn var, með leifi frá lækninum mínum, ferðin gekk með ágætum vel þó eigi hafi hún verið gallalaus, en suður komst ég og fæ að njóta nokkra daga með englunum mínum.
Sem sagt sumarið er búið að vera yndislegt og ég er svo glöð með það
Kærleik til ykkar allra vinir mínir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)