Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Hugleiðing VII

Er nú búin að vera lengi með þessa hugleiðingu á bak við eyrað en er nú koma henni á blað, eins og ég hef oft sagt áður þá eru þessar hugleiðingar mínar upprifjun á hinum ýmsu málum sem koma upp í huga mér og til þess að hafa heildarsjón á henni finnst mér gott að skrifa hana niður.Joyful

Held ég hafi ekki verið nema 50 ára er ég fór að veita því athygli að foreldrar mínir virtust þurfa meira á mér að halda en áður, þau voru nefnilega alltaf potturinn og pannan í öllu sem við systkinin gerðum og áttu afar erfitt með að sleppa takinu þar, en auðvitað kom að því eins og hjá öllu eldra fólki. Við vorum einnig lengi að skilja að þau hefðu ekki sömu orku og áður.

Man ekki hvort ég sé búin að tjá mig um þetta áður, en

það skiptir ekki máli því mér finnst ég þurfi að koma
þessu frá mér núna.
Whistling

Pabbi var orðin veikur og miklu veikari en við gerðum okkur grein fyrir, hann var snillingur að spila glaðan mann, oftar og oftar bað mamma mig um að vera hjá þeim yfir nótt og gerði ég það með glöðu geði skildi svo vel hennar vanlíðan, kletturinn hennar var orðin veikur og hún var algjörlega ráðalaus nú það endaði með því að ég var eiginlega flutt til þeirra og mamma var búin að fá einkadótturina heim og stjórnaði í mér  eins og ég væri lítil stelpa þvoði meira að segja af mér og straujaði, kannski var hún að bæta fyrir sjálfselskuna sem hún hafi viðhaft allt mitt líf, þið sem lesið þetta megið ekki misskilja mig, ég elskaði mömmu mína en hún var bara svona, hún gat málað allt húsið hjá mér eldað matinn í veislurnar mínar, saumað gardínur dúka og gert bara allt sem hún kunni, en hún gaf mér aldrei kærleikann nema er henni hentaði, það var allt annað með hann pabba minn, hann var alltaf jafn rólegur og góður við mig og okkur öll við töluðum saman á hverjum degi og allt gat ég talað um við hann pabba minn.

InLove
Sumt fólk býr heima eins og sagt er um gamalt fólk og sumir/margir vilja ekki húshjálp og eru að hringja í dætur, tengdadætur, barnabörn til að fá hjálp og eins og allir vita þá er það ekki gott man er ég var að laga til hjá mömmu og hún hreytti í mig að hún væri nýbúin að gera þetta, OMG hún var hætt að sjá eins vel og hún gerði svo útkoman var ekki góð, veit að margir kannast við þetta en vitið þið ég er farin að hugsa þetta öðruvísi í dag set nefnilega upp gleraugun er ég þvæ í kring.Halo

Eitt sem mér fundist löngum vera að það er feluleikurinn, bara til að halda friðinn segir fólk já allt í lagi mamma mín/pabbi minn, í staðin fyrir að segja fólkinu sínu staðreyndirnar, man eftir einu sinni að ég keypti kaffivél og færði mömmu og pabba, pabbi vildi borga kaffivélina en ég sagði honum að hann gæti það en þá hætti ég að borða hjá þeim (þessi elska hló og sagði ekki orð meir) og ef mamma var eitthvað skapill þá sagðist ég ekki nenna að tala við hana, (hún fór í fílu þangað til hún þurfti á mér að halda) maður verður að segja eins og hlutirnir eru ekki að vera að fela neitt.
Blístra

Það er þetta með stjórnsemina, mér finnst hún oftast vera af hinu góða ég allavega meina vel þó það sé nú þannig að börnin manns hlusta aldrei á mömmur, fara allavega ekki eftir því sem gamla segirW00t ef það gerist.

En börnin vilja mjög svo stjórna í foreldrum sínumInLove heitir það í þeirra hugaInLoveog ég elska þau líka og það er afar gott samband á milli okkar allra.

Ég er kannski að skrifa þetta af því að ég er orðin 70 áraTounge sko í árum en ekki í hugsun, nú það liggur fyrir mér að fara í svona eldri borgara íbúðSick er sko ekki til í það en sjáum til hvað ég fæ er englarnir mínir eru komnar heim, leigi nefnilega þeirra íbúð á meðan þær eru burtu.

Eitt veit ég að ekki ætla ég að vera þessi síhringjandi, síkvabbandi ömmutuðari mun bara sjá um mig sjálf. Mamma var nefnilega svona hringdi í alla og bað um jarðaber, rjóma, kókosbollur og remi kex, ég mun bara láta næstu búð senda mér þetta heim.

Jæja elskurnar búin að romsa út úr mér í þetta sinn
Kærleik í lífið ykkar






Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband