Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
Hugleiðing lX
28.3.2013 | 10:10
#$%&/()=("#$%&/()=========Ö Já svona líður manni stundum .
Ég er nú ein af þessum skrítnu konum sem er alltaf hamingjusöm ég á mig sjálf og get gert það sem ég vill þá á ég ekki við peningalega því þá á ég ekki til heldur á öllum öðrum sviðum.
Stundum verð ég alveg snarrugluð og skil ekkert í því sem er að gerast, hvernig er komið fram við mig og aðra það vantar svo mikið upp á mannlega þáttinn í samskiptum við okkur neitendur, fólk situr inn á skrifstofu og setur inn einhverjar auglýsingar um þetta og hitt, en hvað með þá sem ekki lesa þessa snepla sem koma inn úr dyrunum eða hanga upp á vegg einhversstaðar í búðum eða hvar sem er, já ég er reið og svekkt, hvernig væri að splæsa einu símtali á okkur lífeyrisþega eða að senda okkur tölvupóst.
Ég er ein af mörgum sem fór í skuldastöðu heimilanna ( gerði það reyndar allt of seint) nú ekki skuldaði ég neina miljarða bara svona eins og meðal Jón skuldar, allt var fellt niður og er ég skuldlaus í dag, en samt er einn bankinn að hrella mína sál með innheimtubréfum það fer ekki vel í mig en þessi banki er ekkert að pæla í því enda var framkoma útibússtjóra þar frekar ömurleg í minn garð er þetta var að byrja ( eins og ég hafi gert það viljandi að geta ekki borgað af mínum lánum allt í einu gat ég bara ekki borgað því launin dugðu ekki, sem þau höfðu ætíð gert)nú ég fer náttúrlega og tala við minn ráðgjafa sem er alveg yndisleg kona hjá skuldastöðu heimilanna til að vita hvort þeir geti gert þetta, sjáum hvað kemur út úr því, sjálfsagt ekki neitt því þeir geta leift sér allt þessir FJ...... bankar.
Ég var að gera skattaskýrslu fyrir Dóru mína og englana, annar engillinn á að borga heilar 7 krónur hinn engillinn á að borga 39 kr hef ekki vitað það betra vonandi kemur þetta í heimabankann þeirra svo mamma þeirra þurfi ekki að gera sér ferð niður á sýsló til að borga þetta fyrir þær.
Dóra á að fá 286000 að mig minnir í vaxtabætur Halló! hún var í skuldastöðu heimilanna eins og ég og fyrir hvað er hún að fá vaxtabætur enda sagði góður maður sem ég hringdi í hjá skattinum að hún skildi ekkert taka mark á þessu, nei maður á sko ekki að taka mark á þeim sem eru að reikna út okkar peninga, stórfurðulegt.
Nú ég skulda 1000 krónur að mig minnir enda er ég orðin 70 ára og ætti að hafa það gott búin að vinna allt mitt líf til að geta haft það gott í ellinni, ég hef það svo sem ekki svo slæmt nema að um hver mánaðarmót borgar maður það sem þarf að borga tekur frá pening fyrir mat og geymir svo þessar 5000 kr sem afgangs eru fyrir óvæntum uppákomum eins og að fara til læknis eða á sjúkrahús og annað slíkt, nú svo lætur maður bara mánuðinn líða eins og í draumi.
Dóra mín er að fara í eitthvert fjárnám vegna ógoldinna skatta sem urðu til í einhverri vitleysu er hún varð öryrki, TR gleymdi að skrifa eitthvað aftaná skattkortið sem fór í lífeyrissjóðinn og hún fékk peninga borgaða sem við skildum ekkert í, ég hringdi og þetta var allt saman rétt, en það var það bara ekki.
Skattkortið er nú alveg sérstök sorgarsaga því í ósköpunum er skattkortið hjá fólki rafræn þannig að launa greiðendur geti bara séð rétta stöðu þess hverju sinni en nei það þarf að gera þetta erfitt fyrir alla. það er svo alveg sama hvaða vitleysu launagreiðandi gerir launþegi ber alla ábyrgð.
Hastarlegast er að við skattgreiðendur borgum öllu þessu fólki laun fyrir að gera tóma vitleysu og kannski ekki nema von því málin breytast eins oft og ég fer í bað og það er á hverjum degi.
Það er margt sem mér finnst stórgrætilegt en eitt er og það eru börnin, í hruninu svokallaða hefur alveg gleymst að hugsa um þau, þau þurfa nefnilega að vita sannleikann, mamma og pabbi eiga ekki pening, þetta er ekki hægt núna og fleira og fleira en allt of margir eru að halda lookinu út á við og börnin skilja ekkert í þessu.
Það hefði verið gott að setja hjálp þeim til handa inn í skólanna bara til að þau skildu að það er í lagi að vera fátækur.
Já ég er reið og sár, hvernig er hægt að fara svona með okkur fólkið í landinu, eitt stórmennið sagði í fyrra, að ég held, að við þurfalingarnir þyrftum líka að taka á okkur lækkun eins og allir aðrir, ég fékk æluna upp í háls.
Hætt þessu tuði,
hefur ekkert að segja
enginn heyrir þótt ég suði
Því við eigum víst öll að þegja.
Munið að láta ástina blómstra í hjarta ykkar
látum heillast af henni það veitir okkur hamingju.
Ég til dæmis er ástfangin í lífinu.
Kærleik til ykkar allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hugleiðing Vlll
17.3.2013 | 11:52
Hef oft hugsað um hvað allt væri auðveldara ef ég hlustaði ekki og hefði aldrei hlustað á hvernig hlutirnir ættu að vera samkvæmt gömlum kenningum og nýjum, Eins og:
"hér áður er yngri ég var þá áttu konur/húsmæður að vera innan rammans það var að sauma allt, prjóna allt, elda allan mat og baka svo ég tali nú ekki um allt hitt eins og að þvo þvottana og strauja og stífa hafa matinn til á mínútunni kl 7 ala upp elsku börnin hjálpa þeim að læra og vera þeim innanhandar öllum stundum, ekki taldi ég það eftir mér, en flestar konur voru aleinar um þessa hluti alla daga á meðan karlarnir gerðu það sem þeim langaði til.
Fór að hugsa um er ég las frétt áðan um athugun á nýju hverfi í einu bæjarfélagi hér á landi, það var af nokkrum mönnum talið óskynsamlegt þar sem þurfti að klára þau sem fyrir voru Humm já já kannski já fór að hugsa um þegar ég var innan rammans vegna þess að annað þótti ekki nógu gott.
Á haustin gerði ég áætlun um verkin sem ég þurfti að gera fram að jólum, nú framkvæmdi þau að sjálfsögðu, en er kom að bakstrinum gerði ég þreytu mistök, sem sagt byrjaði á að hnoða upp í nokkrar sortir af smákökum tók svo hrærðu sortirnar og bakaði þær, taldi sortirnar jú þær voru 10 eigi mátti það vera minna, (sko miðað við ramman), tók mig þá til og bakaði sortirnar sem þurfti að fletja út vaskaði síðan allt upp og gerði fínt í eldhúsinu, afar þreytt en sæl með sjálfan mig.
Það hagaði svo til í eldhúsinu að 500 l. frystikistan mín var undir glugganum og gardínukappinn náði alveg niður í gluggakistu, er ég vaknaði daginn eftir ákvað ég að taka gluggann í gegn og setja upp hreinar gardínur #$%&/()==(%$%&"#$%& JÁ JÁ voru þá ekki þrjár sortir á diskum á bak við gardínurnar og ég svo samviskusöm að ég fór náttúrlega og bakaði þær ekki mátti henda neinu.
Þar með var ég komin með 13 sortir af smákökum, en Þetta kom sér bara vel er strákarnir fóru að koma að norðan á vertíð.
Að baka var verk sem mér líkaði best að klára af þó eigi væru öll verk þannig eins og til dæmis er ég var að prjóna þá voru fleiri en eitt stykki í einu í umferð ég kannski prjónaði á vélina nærboli í massavís settist svo á kvöldin inn við sjónvarp og heklaði í kring og gekk frá, þetta var púra hagræðing. ( Það var sjónvarp hjá okkur í Sandgerði löngu áður en íslenska sjónvarpið kom því við höfðum kana sjónvarpið)
Þess vegna hugsa ég að þó það þurfi að klára að ganga frá einhverjum hverfum í bæjarfélaginu sem ég var að lesa um þá mætti kannski aðeins byrja á hinu nýja, tel það vera hagsýni en það þarf að sjálfsögðu að huga vel að öllum málumpassa að yfirbyggingin sé ekki of mikil.
Það kostar peninga að skapa peninga.
Eitt sem mér finnst vera bagalegt í þjóðfélaginu okkar í dag eru ósvífnar útásetningar á allt og alla
Hofum við leifi til?
Getum við sannað?
Eru allir menn í öðrum flokkum en okkar
hálfvitar, illmenni, lygarar og þjófar?
Bara smábrot af því sem maður les um í dag
það er að segja ef við nennum að lesa það.
En svona í lokinn ætla ég að minna mig á að það er í lagi
að fara út fyrir rammann og það er í lagi að segja frá án
þess að fá yfir sig úr flórnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)