Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014
Yndislegir dagar
14.4.2014 | 17:35
Já það er sko hægt að segja það á föstudaginn kom fallegi Ljósálfurinn minn hún Viktoría Ósk suður og ætlar að vera hjá okkur fram á föstudaginn langa.
Þetta er hún Viktoría Ósk mín
Á laugardaginn fórum við í fermingarveislu, fallegi og besti prinsinn hennar ömmu sín var að fermast
reyndar á sunnudeginum 13 en veislan var á laugardeginum, það var mjög skemmtilegt veisla og hann stóð sig með sóma í ræðunni sem hann hélt er hann bauð fólkið velkomið og bauð því að fá sér að borða.
Viktor Máni, hann er sko flottur þessi elska.
Þetta er mynd af þeim öllum Kamilla Sól, Solla tengdadóttir mín
haldandi á Lísbet Lóu, Viktor Máni,Fúsi sonur minn og
og Sölvi Steinn flottasti gaurinn minn.
Yndisleg fjölskylda
Viktor Máni með mér.
Nú á sunnudeginum fórum við í fermingarveislu til frænku minnar hennar
Urðar, en áður komum við til þeirra á Kópu sjá gjafirnar og sumir hámuðu
í sig afganga, en veislan hjá henni Urði var æðisleg gaman að hitta allt fólkið
mikið hlegið og gert grín á kostnað hinna ýmsu í hópnum það er ætíð fjör
þegar við hittumst fjölskyldan.
Hér kemur ein mynd af fallegu stelpunum hennar ömmu sín.
Á morgun ætla ég í bæinn með þessar skvísur það á víst eitthvað
að búðast og er ég ekkert hissa á því, en ég ætla ekki að vera með
þeim í búðum.
Kveðja til allra minna vina og njótið allra daga í ykkar lífi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)